FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 379

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
11.11.2021 og hófst hann kl. 09:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2110461 - Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022
Lögð fram drög að starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar fyrir árið 2022.
Lagt fram.
2. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Tekin til umræðu sjá hluti fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarkaupstaðar 2022 og 2023-2025 sem snýr að menningar- og ferðamálanefnd.
Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fór yfir greinargerð með fjárhagsáætlun sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 10. nóvember 2021.
3. 2004013 - Menning á tímum Covid 19
500 manna fjöldatakmarkanir og skylda að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu taka gildi miðvikudaginn 10. nóvember og gilda til 8. desember.
Lagt fram.
4. 2108322 - Jólaþorpið 2021
Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins 2021.
Jólaþorpið opnar föstudaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 17 og verður opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og 13-22 á Þorláksmessu. Menningar- og ferðamálanefnd felur formanni og verkefnastjóra að fara yfir umsóknir um örstyrki og úthluta til fjölbreyttra verkefna í desember. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember.
Fundargerðir
5. 1910250 - Rýnihópur jólaþorpsins
Fundargerðir rýnihóps jólaþorpsins lagðar fram.
Lagt fram.
5 fundur rýnihóps jólaþorpsins.pdf
6 fundur rýnihóps jólaþorpsins.pdf
7 fundur rýnihóps jólaþorpsins.pdf
8 fundur rýnihóps jólaþorpsins.pdf
9 fundur rýnihóps jólaþorpsins.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta