Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 406

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
21.09.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram rekstrarstaða fyrstu 6 mánuði ársins.
Lagt fram.
2. 1809488 - Tjaldstæðið, Víðistaðatúni
Lagt fram minnisblað varðandi tjaldstæði bæjarins.
Lagt fram og óskað eftir frekari útfærslu á stækkun tjaldsvæðis á Víðistaðatúni auk þess sem óskað er þarfagreiningu rekstraraðila. Erindinu er jafnframt vísað til umsagnar menningar- og ferðamálanefndar.
3. 2208659 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026
Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir til fundarins og fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna. Aukafundur verður haldinn 27. september nk.
4. 2209094 - Leikhús í Hafnarfirði, framtíðarhúsnæði
Sviðsstjóri fer yfir stöðu málsins.
Tekið til umræðu.
5. 2209164 - Lækjargata, snjóbræðsla og ljós á göngustíg
Lagt fram erindi íbúa við Lækjargötu 8 þar sem óskað er eftir sett verði snjóbræðsla og lýsing löguð í og við stíg að húsinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um að sett verði snjóbræðsla í stíginn og beinir því til framkvæmdasviðs að lagfæra lýsinguna og sett verði saltkista við stíginn.
6. 2206143 - Endurnýjun tímatökubúnaðar
Lagt fram erindi um tímatökubúnað í Ásvallalaug sem vísað var til ráðsins úr fræðsluráði 7. sept.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023.
7. 2108625 - Umferðarhraði í Hafnarfirði
Tekið fyrir að nýju.
Tekið til umræðu.
8. 2208014 - Laufið, kynning á starfsemi
Tekið til umræðu erindi Laufsins varðandi sýnileika og gagnsæi í umhverfis- og sjálfbærnimálum.
Erindi frestað til næsta fundar.
9. 2209687 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, heimsóknir í stofnanir bæjarins
Tekið til umræðu heimsóknir ráðsins til stofnana bæjarins.
Farið verður í vettvangsferð í veitur og sundlaugar 19. október nk.
10. 2208505 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar lögð fram.

Mikill umferðarþungi er á Reykjavíkurvegi, en engin ljós eða hljóðmerki eru við gangbraut sem liggur að Brikk kaffihúsi sem staðsett er á Norðurbakka. Auk heldur er sama vandamál við biðstöð strætó við Hellisgerði, en hljóðmerkin þar stöðvast á kvöldin. Hvort tveggja skapar umferðaróöryggi, sérstaklega fyrir blind og sjónskert fólk. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sett verði upp varanleg hljóðmerki á hvorum staðnum og óska eftir að gerð verði úttekt á umferðaröryggi og aðgengi ólíkra hópa fólks við gangbrautir og biðstöðvar almenningssamganga.
Lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundargerðir
11. 2201357 - Sorpa bs, fundargerðir 2022
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu nr. 468 og 469.
Fundargerð 468. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 469. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta