FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 430

Haldinn á fjarfundi,
18.11.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Fjárhagsáætlun fjölskyldu- og barnamálasviðs lögð fram.
Lagt fram til afgreiðslu tillögur um viðbætur í fjárhagsáætlun 2021.


Lækur
Óskað eftir 80% viðbótar stöðugildi til sérfræðings til að efla faglegt starf á Læk. Kostnaður yrði 7,5 milljón.

Fjölskylduráð tók þá ákvörðun að flytja starfsemina til að bæta þjónustu við þann viðkvæma hóp sem nýtir sér þjónustuna á Læk. Flutt var í nýtt húsnæði að Staðarbergi í árslok 2020. Þjónustan endurskipulögð með hliðsjón af auknu rými og bættu aðgengi. Mikilvægt er að ramma starfsemina vel inn, m.a. með því að halda utan um mætingu þjónustuþega. Fjölskylduráð mun óska eftir slíkum upplýsingum eigi síðar en vorið 2021.
Tillögu er hafnað.


Húsnæðisfulltrúi
Á skrifstofu fjölskyldu- og barnamálasviðs er húsnæðisfulltrúi í 80% starfi. Starfsmaður sér um samskipti við leigjendur, tekur við kvörtunum, gerir húsaleigusamninga o.fl. Auk þess sér fulltrúinn um umsýslu sérstaks húsnæðisstuðnings. Í ljósi fjölgunar íbúða og leigjenda síðustu árin kemst starfsmaðurinn ekki fyrir verkefni sín í 80% starfi. Óskað eftir aukningu um 20% og er kostnaður 1,2 milljón.

Fjölskylduráð samþykkir að auka starfshlutfall úr 80% í 100% með hliðsjón af auknu umfangi starfsins.
Tillögunni vísað til bæjarráðs.


Barnvænt samfélag
Hafin er innleiðing á Barnvænu samfélagi. Verkefnastjóri hóf störf haustið 2020 og stýrihópur verkefnisins hefur komið saman og hafið skipulagningu starfsins. Lagt er til að verkefnið hafi svigrúm til skýrslu- og bæklingagerðar, fræðslu o.fl. Kostnaður 500.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita 500.000 kr.til skýrslu- og bæklingagerðar, fræðslu o.fl.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs.


Fjölmenningarráð
Fjölmenningarráð óskar eftir auknu stöðugildi fjölmenningarfulltrúa sem nú er í 50% stöðu. Óskað er eftir því að stöðugildið fari í 100%. Kostnaður 5 milljónir.

Staða fjölmenningarfulltrúa er nýtt starf sem þarf að þróa áfram. Um er að ræða mikilvægt starf fyrir þann fjölmenna hóp Hafnfirðinga sem eru af erlendu bergi brotnir. Mikilvægt að taka út starfið á næsta ári og skoða árangur áður en ákvörðun um aukningu á starfshlutfalli er tekin.
Tillögu er hafnað.
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans sitja hjá við afgreiðslu málsins.


Öldungaráð.
Leggur til að endurskoðað sé viðmið vegna tekjutengingar frístundastyrkja.

Hafnarfjarðarbær er stoltur af því að vera eina sveitarfélagið með frístundastyrki fyrir eldri borgara. Tekjutenging var ákveðin vorið 2020.

Tillögu er hafnað.


Gjaldskrá
Gjaldskrá á fjölskyldu- og barnamálasviði tekur mið af vísitölu og hækkar um 2,7% þann 1. janúar nk.

Þrátt fyrir þessa vísitöluhækkun er gjaldskráin í Hafnarfirði áfram með þeim lægri þegar borin eru saman samanburðarsveitarfélögin. Stuðst er við viðmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um vísitöluhækkanir.
Gjaldskrárhækkunin er samþykkt og er vísað í bæjarráð.
Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu.

Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um fullnýtingu útsvars:
Mun meirihluti Framsóknar - og Sjálfstæðisflokks, í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í kjölfar Kórónuveirufaraldursins, fullnýta útsvarið í Hafnarfirði? Erfitt er að rökstyðja hækkanir á gjaldskrám sem koma illa við viðkvæma hópa á erfiðum tímum á meðan meirihlutinn fullnýtir ekki skattstofna sveitarfélagsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka eftirfarandi: Fjölskylduráð tekur ekki ákvörðun um útsvar í Hafnarfirði. Bæjarráð mun fjalla um útsvarið á fundi sínum þann 19. nóvember næstkomandi.
Fyrirspurninni er vísað til bæjarráðs.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða fjárhagsáætlun 2021. Fulltrúi samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins.

Fjölskylduráð hefur lokið umræðu um fjárhagsáætlun 2021 og vísar henni til bæjarráðs. Starfsmönnum fjölskyldu- og barnamálasviðs og starfsmönnum fjármálasviðs eru þökkuð góð og fagleg störf í þessari vinnu.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir þakkir til starfsmanna fjölskyldu- og barnamálasviðs. Þeir hafa unnið mjög gott og faglegt starf við erfiðar aðstæður. Ljóst er að vegna Kórónuveirufaraldurins að ýmsar áskoranir eru framundan í rekstri sveitarfélagsins. Samfylkingin leggur nú sem fyrr megináherslu á að verja störf og þjónustu sveitarfélagsins við viðkvæma hópa í þeirri flóknu vinnu sem framundan er.
Fulltrúi Samfylkingarinnar furðar sig á því að meirihlutinn hafi ekki enn ákveðið hver útsvarsprósentan skuli vera á næsta ári á sama tíma og ákvarðanir um hækkun á gjaldskrám skuli liggja fyrir. Fulltrúi Samfylkingarinnar hvetur meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks til þess að fullnýta útsvarið frekar en að grípa til hækkunar á gjaldskrám. Í þessu samhengi er rétt að minna á miklar hækkanir við gerð síðustu fjárhagsáætlunar. Þá hækkaði heimaþjónusta fyrir aldraða og öryrkja um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um 100%. Meirihlutinn hafði þannig að engu tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að styðja við lífskjarasamningana með því að hækka gjaldskrár ekki umfram 2,5%. Á meðan meirihlutinn fullnýtir ekki útsvarið en hækkar gjaldskrár þá hlífir meirihlutinn breiðu bökunum í samfélaginu á meðan hann leggur þyngri byrðar á viðkvæma hópa.
2. 2011069 - Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur
Erindisbréf starfshóps um félagslega heimaþjónustu er samþykkt. Skipað verður í starfshópinn á næsta fundi fjölskylduráðs, þann 4. desember nk.
Erindisbréf starfshóps.pdf
3. 2009439 - Styðjandi samfélag
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna mætir til fundarins og kynnir verkefnið Styðjandi samfélag.
Fjölskylduráð þakkar Vilborgu Gunnarsdóttur fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna það áfram.
Hafnarfjörður styðjandi samfelag.pdf
4. 2011211 - Samkomuhús, samstarf vegna heimilislausra
Sviðsstjóri kynnir hugmyndir um sameiginlegt úrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir jaðarsetta einstaklinga vegna covid-19.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna það áfram.
5. 1806356 - Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun
Lagður fram til kynningar drög að samningi um rekstur sérhæfðrar heilabilunardagdvalarþjónustu á Sólvangi.
Lagt fram. Umræður.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta