FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 476

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
06.10.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara,Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903051 - Brúin, verkefni, kynning
Brúin kynning.
Fræðsluráð þakkar Huldu Björk Finnsdóttur deildarstjóra fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar fyrir kynninguna. Einnig þakkar fræðsluráð starfsfólki leik- og grunnskóla og sérfæðingum fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs fyrir framsækna frumkvöðlavinnu við að endurhugsa og skipuleggja alla aðkomu sviðanna beggja og öflugt samstarf við snemmbæran stuðning við börn og ungmenni í Hafnarfirði. Verklag Brúarinnar er frumkvöðlastarf sem eftir er tekið og mikilvægt skref í farsæld og velferð framtíða kynslóða. Fræðsluráð er stolt af vinnu Hafnarfjarðar við innleiðingu nýrrar hugsunar í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
2. 1806328 - Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna
Lögð fram að nýju drög að reglum um skólavistun í grunnskólum Hafnarfjarðar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að verklagsreglum um skólavist hafnfirskra grunnskóla fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
3. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lögð fram að nýju tillaga að gjaldskrá fyrir skólavist í grunnskólum Hafnarfjarðar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir skólavist í grunnskólum Hafnarfjarðar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
4. 2103118 - Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar
Lagt fram bréf leikskólastjóra Álfabergs þar sem óskað er eftir tilfærslu á skipulagsdögum. Samþykki foreldraráðs fylgir með.
Samþykkt.
5. 21091078 - Ungmennaráð, tillögur 2021. Myndlistarnámskeið fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði.
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29. september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðsluráðs:

Tillaga 5. Ungmennaráð leggur til að boðið verði upp á myndlistanámskeið fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði

Hafnfirskir unglingar hafa ekki nægan aðgang að myndlistanámi. Þau þurfa að sækja myndlistanámskeið til annarra sveitarfélaga. Þá bjóða ekki allir grunnskólar upp á myndlistakennslu upp að 10. bekk. Í Hafnarfirði er fjöldi hæfileikaríkra ungmenna sem geta ekki þroskað hæfileika sína vegna skorts á tækifærum. Bæta þarf aðgengi 12 til 16 ára ungmenna í Hafnarfirði að myndlistanámi.
Fræðsluráð vísar tillögu ungmennaráðs til mennta- og lýðheilsusviðs. Óskað er eftir samantekt sviðsins á núverandi aðgengi ungmenna að myndlistarnámi í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
6. 21091076 - Ungmennaráð, tillögur 2021. Endurskoðun á sundkennslu í grunnskólum.
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðsluráðs:

Tillaga 4. Ungmennaráð leggur til að ráðist verði í endurskoðun á sundkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar

Í bréfi til Mennta- og menningarmálaráðherra þann 18. júní síðastliðinn hvatti Umboðsmaður barna til þess að sundkennsla á unglingastigi í grunnskólum verði endurskoðuð. Þar kom fram að í samtölum umboðsmanns við fjölbreyttan hóp barna um allt land hafa mörg börn kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, m.a. með þeim hætti að sundkennsla verði gerð valkvæð að einhverju leyti. Sumir nemendur telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í sundtímum ásamt því að margir nemendur, sér í lagi hinsegin börn, hafa lýst upplifun sinni af einelti og áreitni í sundkennslu.
Fræðsluráð vísar tillögu ungmennaráðs um endurskoðun á sundkennslu í grunnskólum til umfjöllunar í foreldraráði grunnskóla og mennta- og lýðheilsusviðs.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
7. 21091083 - Ungmennaráð, tillögur 2021, aðstaða nemenda til náms og frítíma utan kennslustunda verði bætt í grunnskólum Hafnarfjarðarkaupstaðar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðlsuráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs:

Tillaga 8. Ungmennaráð leggur til að aðstaða nemenda verði bætt í grunnskólum Hafnarfjarðar

Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa ekki nægilega góða aðstöðu til náms eða frítima utan kennslustunda. Til dæmis í Víðistaðaskóla eru göt á borðum, stólar í kennslustofu eiga til að detta í sundur og í frímínútum eiga nemendur enga aðstöðu til að setjast niður nema á gólfinu. Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar eiga betra skilið.
Fræðsluráð tekur jákvætt í tillögu ungmennaráðs og vísar til umfjöllunar í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
8. 21091079 - Ungmennaráð, tillögur 2021, úttekt á stöðu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðsluráðs:

Tillaga 6. Ungmennaráð leggur til að ráðist verði í úttekt á stöðu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar

Kynjafræðsla eykur vitund ungmenna um marg- og fjölbreytileika mannlífsins, auk þess sem hún stuðlar að heilbrigðum samskiptum kynja með áherslu á mikilvægi samþykkis og gagnkvæmrar virðingar í daglegu lífi. Það er mismunandi hversu mikil áhersla er lögð á jafnréttisfræðslu innan skólanna og mikilvægt að gerð verði úttekt á fræðslunni til að hægt sé að bæta hana þar sem þörf er á.
Fræðsluráð tekur undir með ungmennaráði um mikilvægi þess að kynfræðsla verði aukin í grunnskólum Hafnarfjarðar og vísar tillögu til umræðu við gerð fjárhagsáætlun ársins 2022 og inn í forvarnarteymi grunnskólanna.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
9. 21091070 - Ungmennaráð, tillögur 2021, aðgengi að tíðavörum í grunnskólum.
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðsluráðs:

Tillaga 2. Ungmennaráð leggur til að aðgengi að ókeypis tíðavörum verði tryggt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar
Í mars 2021 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur, að frumkvæði ungmennaráða Reykjavíkur, að bjóða nemendum upp á ókeypis tíðavörur í öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum borgarinnar. Frá árinu 2018 hefur tilraunaverkefni með ókeypis tíðavörur í tveimur skólum borgarinnar gefist vel og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi í því að geta gengið að tíðavörum vísum. Ungmennaráð hvetur bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að fylgja frumkvæði Reykjavíkurborgar og bjóða upp á ókeypis tíðavörur í öllum grunnskólum bæjarins.
Fræðsluráð samþykkir tillögu ungmennaráðs um frjálst aðgengi að tíðarvörum í grunnskólum og samþykkir að fundin verði leið í hverjum grunnskóla svo tíðarvörur verði aðgengilegar á að minnst einu salerni í hverjum skóla strax nú á haustdögum 2021. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs falið að vinna að frekari útfærslu í samvinnu við skólastjórnendur hvers skóla.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
10. 21091071 - Ungmennaráð, tillögur 2021, betur hugað að líðan og andlegri heilsu ungmenna í bænum
Á fundi bæjarstjórnar þ. 29.september sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fræðsluráðs:

Tillaga 3. Ungmennaráð leggur til að hugað verði betur að líðan og andlegri heilsu ungmenna í bænum
Undanfarið eitt og háflt ár hefur verið mörgum erfitt og margt sem bendir til þess að andleg heilsa ungmenna fari versnandi. Upplifun margra ungmenna er að námsálag í skólanum geri slæma stöðu enn verri. Ungmennaráð Hafnarfjarðar hvetur bæjarstjórn til að leita leiða til að draga úr námsálagi og grípa til aðgerða til að bæta andlega líðan ungmenna í Hafnarfirði.
Fræðsluráð vísar tillögu ungmennaráðs um að hugað verði betur að líðan og andlegri heilsu ungmenna í bænum og óskar eftir samantekt á þeim aðgerðum, verkefnum og vinnu sem nú þegar er í gangi á sviðinu.

Erindi: Tillögur ungmennaráðs 2021
Foreldraráð fagnar tillögum ungmennaráðs og gleðst yfir því að ungt fólk nýti tækifærin sem gefast til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Foreldraráð gleðst einnig yfir því að bærinn okkar skuli veita ungu fólki rödd og taki til skoðunar þau mál sem á þeim brennur. Samfélag sem hefur sjónarmið allra að leiðarljósi verður ósjálfrátt það samfélag sem allir einstaklingar fá að blómstra og þannig sköpum við jöfnuð.
Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir
11. 2110002 - Leikskóli sveigjanlegur vistunartími
Lagt fram til umræðu.
Fræðsluráð vísar málinu til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs milli funda og óskar eftir því að tillagan sé kynnt á stjórnendafundi leikskóla.
12. 2110004 - Frístundaheimili sveigjanlegur vistunartími
Lagt fram til umræðu.
Fræðsluráð vísar málinu til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs milli funda og óskar eftir því að tillagan sé kynnt á stjórnendafundi grunnskóla.
13. 2110003 - Búnaður leikskóla
Tölvubúnaður leikskóla.
Fræðsluráð óskar eftir því að kannaður verði tölvubúnaður á sameiginlegum vinnusvæðum leikskólastarfsmanna og vísar málinu til sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs
14. 2110114 - Mönnun og menntunarstig í leikskólum - fyrirspurn
Lögð fram eftirfarnadi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar.

1. Hve margir leikskólakennarar hafa sagt upp það sem af er ári.
2. Hve margir með aðra menntun en leikskólakennaramenntun hafa sagt upp á árinu.
3. Hve margir starfsmenn eru á leikskólum í Hafnarfirðir í dag.
4. Eru einhverjir leikskólar sem ekki eru fullmannaðir/ ekki hefur tekist að ráða inn.
5. Hve margir leikskólakennarar starfa á leikskólum bæjarins í dag.
6. Hve margir af þeim sem hafa sagt upp en eru ennþá starfandi eru inni í tölunum um fjölda leikskólakennara í dag.
Fulltrúi Samfylkingar óskar eftir svörum við þessari fyrirspurn sem send var Mennta- og lýðheilsusviði 3. maí síðastliðinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta