FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 463

Haldinn á fjarfundi,
24.03.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Steinn Jóhannssonx varamaður,
Karólína Helga Símonardóttir varamaður,
Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Klara Guðrún Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2101733 - Stekkjarás, leikskólastjóri
Katrín Lilja Hraunfjörð verður ráðin sem nýr leikskólastjóri Stekkjaráss. Fræðsluráð býður hana velkomna. Fræðsluráð þakkar Öldu Agnesi Sveinsdóttur fráfarandi skólastjóra Stekkjarás enn og aftur fyrir störf sín.
2. 1902128 - Skóladagatöl 2020-2021
Lagðar fram breytingar á skóladagatali Hraunvallaskóla og Öldutúnsskóla ásamt staðfestingu skólaráða fyrir núverandi skólaár.
Samþykkt.
3. 2101127 - Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar
Lögð fram staðfesting skólaráðs Barnaskóla Hjallastefnunnar varðandi skóladagatal 2021-2022.
Lagt fram.
4. 2102248 - Fyrirspurn um ráðningarmál í grunnskólum Hafnarfjarðar
Samantekt mennta- og lýðheilsusviðs á svörum skólastórnenda grunnskóla og skrifstofu MogL á fyrirspurn um ráðningarmál, lögð fram.
Meirihluti fræðsluráðs þakkar þróunarfulltrúa grunnskóla greinargóða samantekt.

Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun;
Fulltrúi Miðflokksins þakkar fyrir framlagða samantekt sem er vel unnin og skilmerkileg. Þrátt fyrir að eitt leyfisbréf gildi nú fyrir öll skólastig og atvinnuleysi og ástand í samfélaginu hefur ekki tekist að fjölga menntuðum kennurum í grunnskólum bæjarins svo nokkru nemi. Þörf er á því að kynna skólana sem góða vinnustaði og gera stórátak í því að laða að kennaramenntað starfsfólk.
Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að kynna sér aðstæður í vinnuumhverfi kennara og finni leiðir til þess að gera menntastofnanir bæjarins að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir menntaða kennara.
Hópinn skipi kjörnir fulltrúar og fulltrúar kennara og skólastjóra.
Minnisblad_Fyrirspurn-um-ráðningarmál_20210322_LOK.pdf
5. 1908381 - Hraunvallaskóli minnisblað
Erindi skólastjóra Hraunvallaskóla um breytingar á húsnæði og flutning fjölgreinadeildar yfir í húsnæði Hraunvallaskóla lagt fram.
Fræðsluráð vísar erindi Hraunvallaskóla til sviðstjóra mennta- og lýðheilsusviðs til úrvinnslu og óskar eftir samstarfi við starfsmenn umhverfis og skipulagssviðs og vísar erindinu þar með jafnframt til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
6. 2103118 - Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar
Lögð fram skóladagatöl leikskólanna Hlíðarbergs og Smáralundar fyrir skólaárið 2021-2022.
Samþykkt.
7. 1903239 - Sumaropnun leikskóla
Bréf aðstoðarleikskólastjórnenda í Hafnarfirði lagt fram.
Meirihluti fræðsluráðs áréttar að megin markmið með heilsársopnuninni er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið í fríi saman þegar foreldrar fá sitt sumarfrí. Ákvörðunin veitir því öllum börnum jafnan rétt til að vera með foreldrum sínum í fríi ekki einungis þeim sem geta tekið frí öll skólaár barnsins í júlí.
Í öllu skólastarfi Hafnarfjarðar er mikil áhersla lögð á að ráða inn og efla fagmenntun og faglegt starf hverju sinni og mun það áfram eiga við í leikskólum bæjarins yfir sumartímann. Starfshópur, þar sem sátu fulltrúar allra hagsmunahópa, sem vann að útfærslu sumaropnunarinnar lagði áherslu á að starf og skipulag innan leikskólanna yrði með svipuðu móti og verið hefur. Útgangspunktur var að sumaropnunin hefði ekki áhrif á öryggi barnanna og líðan þeirra í leikskólanum.
Starf leikskólans tekur að jafnaði breytingum yfir sumartímann þegar hægt er að njóta útiveru meira. Til viðbótar við fastráðið starfsfólk í sumar mun ungt fólk, 18 ára og eldra, fá vinnu í leikskólum Hafnarfjarðar og fá þannig tækifæri á að vinna með fagmenntuðu fólki leikskólanna og kynnast starfsemi þeirra. Sumarstarfsfólk allt mun fá viðeigandi þjálfun og vinna samhliða fastráðnu fagfólki.
Ákvörðun um sumaropnun liggur fyrir og framkvæmd er hafin og harmar meirihluti fræðsluráðs að hluti starfsmanna sjái ekki tækifærin í þeim sveigjanleika sem sumaropnunin býður uppá. Enn eru bundnar vonir við að þeir endurskoði uppsagnir sínar og taki þátt í að endurskoða framkvæmdina að hausti. Metið verður að sumarfríum loknum hvað mætti betur fara og gera þær breytingar sem þarf.
Í breytingum sem þessum felast tækifæri til að þróa og bæta starfsemi leikskólanna og með góðum vilja og samstarfi mun það takast hér í Hafnarfirði eins og í nágrannasveitarfélögum.

Samfylkingin í Hafnarfirði bókar eftirfarandi: Að bæjaryfirvöld hefji strax viðræður við stjórnendur, aðstoðarleikskólastjóra og fulltrúa starfsfólks leikskólanna í Hafnarfirði um það ástand sem er komið upp í leikskólum Hafnarfjarðar vegna ráðningarmála og þeirrar ákvörðunar að hafa leikskóla opna yfir sumartímann. Það er mikilvægt að hafa faglegt starf og samvinnu að leiðarljósi til að minnka þann skaða sem er því miður er staðreynd í starfi leikskólanna.

Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun;
Enn og aftur kemur í ljós hversu vond ákvörðun meirihluta fræðsluráðs um sumaropnanir var. Í þessu erindi kemur fram að hlutfall leikskólakennara við leikskólana í Hafnarfirði er komið niður í 21% sem kallar á tafarlausar aðgerðir til úrbóta.
Einfaldasta leiðin er sú að draga til baka áform um sumaropnun leikskólanna, gefa spilin uppá nýtt og hefja samtal og samvinnu nú þegar við starfsfólk leikskólanna og finna lausnir sem allir eru sáttir við. Því eru því fulltrúar meirihlutans einu sinni enn hvattir til að snúa frá villu síns vegar og koma á vinnufriði í leikskólum bæjarins.
Opið bréf frá aðstoðarleikskólastjórum.pdf
8. 2103466 - Dagforeldri, starfsleyfi
Lagt fram bréf um endurnýjað starfsleyfi fyrir Þórunni Sigurðardóttur.
Samþykkt.
ÞórunnSigurdar-endurnýjun.pdf
9. 2103468 - Dagforeldri, starfsleyfi
Lagt fram bréf um endurnýjað starfsleyfi fyrir Fanndísi Ýr Brynjarsdóttur.
Samþykkt.
Fanndís-endurnýjun.pdf
10. 2103531 - Umsókn um stuðning við sumarstarf
Lagt fram erindi frá Hjallastefnunni þar sem óskað er eftir stuðningi Hafnarfjarðarbæjar við rekstur á sumarstarfi fyrir nemendur skólans.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindi Hjalla varðandi stuðning vegna sumarnámskeiða, leggur til að gerður verði sumarstarfsamningur við skólann líkt og gert er við önnur samtök í Hafnarfirði sem eru með sumarnámskeið fyrir börn. Fræðsluráð vísar erindunu til úrvinnslu hjá sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

Gagnvart ósk um að styðja við rekstur leikjanámskeiðs fyrir verðandi nemendur 1. bekkjar í ágúst eftir að þeir hafa lokið leikskóladvöl sinni, er sviðsstjóra falið að skoða samning Hafnarfjarðarbæjar og Barnaskóla Hjallastefnunanar í gegnum frístundaheimilissamning sem er gerður fyrir hvert skólaár í senn
11. 2103003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 329
Lögð fram fundargerð 329. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
12. 2011220 - Skólalóðir
"Foreldraráð grunnskólabarna óskar eftir upplýsingum um stöðu mála á úttekt á skólalóðum í Hafnarfirði"
Máli frestað til næsta fundar.
13. 1812064 - Reglur um frístundastyrki
Lagðar fram tillögur um breytingu á reglum um frístundastyrki og sérstaka frístundastyrki.

Tillaga fulltrúa Miðflokksins;
"Lagt er til að tungumálanám verði styrkhæft eins og annað frístundastarf. Þau börn og eldri borgarar sem stunda íslenskunám eða annað tungumálanám fái að njóta frístundastyrks til að standa straum af því námi og það verði styrkhæft eins og annað frístunda- og íþróttastarf.
Tvítyngd börn og eldri borgarar í Hafnarfirði eiga að hafa tækifæri til að auka við og þjálfa móðurmálskunnáttu sína sem er mikilvægur grunnur að því að geta tileinkað sér annað tungumál. Móðurmálskunnátta er einnig forsenda virkrar þátttöku í frístundastarfi og mikilvægur hluti af menningu og sjálfsmynd Hafnfirðinga af erlendu bergi brotnu."

Fulltrúi Viðreisnar leggur til að Fræðsluráð (Fræðslu og frístundaþjónusta) setji á laggirnar styrk til móðurmálsnáms fyrir börn af erlendum uppruna, styrkurinn styðji við móðurmálsnám barna án þess að þau þurfi að leita í frístundasjóðinn sinn. Með styrknum er hægt að styðja þau til náms með því að geta fengið móðurmálsnámið niðurgreitt að miklu leyti eða öllu leyti.
Fulltrúi Viðreisnar telur það eigi ekki að nota frístundastyrkinn undir móðurmálskennslu, fyrir því séu ýmisleg góð rök um mikilvægi þess að allir fái sama aðgengi að tómstundum sínum. Það hefur verið margrætt að börn af erlendum uppruna séu mun fámennari hópur í tómstundum en við viljum, ef við færum að setja móðurmálskennsluna undir þann lykil líka þá er hætta á því að þau detti enn frekar út úr tómstundum og velja nota frístundastyrkinn í móðurmálsnám. Við viljum að börnin fái allan þann stuðning sem mögulegt er á til þess að styrkja þau enn frekar í samfélaginu okkar.


Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
Verði þessar tillögur samþykktar markar það tímamót fyrir marga íbúa Hafnarfjarðar sem fram að þessu hafa ekki haft kost á því að veita börnum sínum þann sjálfsagða rétt að stunda nám í móðurmáli sínu eða stunda íslenskunám.
Lagt er til að þessar nýju reglur verði kynntar sérstaklega fyrir foreldrum grunnskólabarna á heimasíðu bæjarins, á samfélagsmiðlum og fyrir fjölmenningarráði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta