FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3571

Haldinn á fjarfundi,
08.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2104001 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2020
Lagt fram.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarfjardarbaer_ársreikningur_2020 Drög.pdf
2. 1510326 - Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Til umræðu
Málið er tekið til umræðu en málið fer í frekari vinnslu hjá skipualgs- og byggingarráði á fundi ráðsins þann 9. apríl nk.
Bókun bæjarráðs Garðabæjar, dags. 30. mars 2021.pdf
2530-101-MIN-002-V01-Norðurbær-Umferðartalningar 2021.pdf
3. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
30.eigendafundur Strætó bs. frá 1.febrúar sl.

Í samræmi við niðurstöðu eigendafundar þann 1. febrúar 2021 þar sem eigendavettvagnur Strætó samþykkir að lagt sé fyrir aðildarsveitarfélög beiðni Strætó um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð 300.000.000 kr. hjá viðskiptabanka Strætó, Arionbanka.
Þetta er til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó út árið 2021.
Hjálagt fylgir með fjármálagreining KPMG þar sem lýst er stöðu Strætó og áhættu fólgna í því að ekki sé gripið til ráðstafana varðandi fjárstreymi Strætó. Fjármálagreiningin tekjur á áhættugreiningu sem Strætó ber að framkvæma þegar óskað er eftir slíkum lánveitingu sbr. eigendastefnu Strætó
Óskað er eftir að eigendur heimili Strætó að sækja um þessa yfirdráttarheimild og afli til þessa tilskyldra heimildar hjá aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni stjórnar Strætó bs. um heimild til að sækja um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild á reikning félagsins hjá Arion banka að fjárhæð kr. 300.000.000. Heimildin er veitt til að tryggja í öryggisskyni nægt fjármagn til fjárstreymis Strætó bs. út árið 2021.
Straeto_Fundargerd_30_eigendafundur_Strætó_2021_02_01x.pdf
4. 1701589 - Rafhleðslustöðvar
Gjaldtaka af rafhleðslulstöðvum
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að leggja gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð. Gjaldtaka fyrir hraðhleðslu (DC) verður 20kr. fyrir kWh. og 19kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gjaldtaka fyrir hæghleðslu (AC) verður 20kr. fyrir kWh. og 2kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar
5. 2101266 - Alanó klúbburinn, styrkbeiðni
Lögð fram beiðni um styrk frá Alanó klúbbnum-12-spora hús.
Bæjarráð vísar erindinu til umræðu og úrvinnslu í fjölskylduráði.
6. 2103615 - Bæjarráðsstyrkir 2021, fyrri úthlutun
Tekið fyrir á ný
Bæjarráð samþykkir að svo stöddu að eftirfarandi verkefnum verði úthlutað styrkjum:

Karlar í skúrum kr. 500.000.-.
Stækkun á kennsluaðstöðu fyrir skapandi listgreinar kr. 500.000.-.

7. 2103708 - Borgahella 3, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn KB Verks ehf. um lóðina Borgahellu 3.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Borgahellu verði úthlutað til KB Verks ehf.
8. 2103651 - Borgahella 15 umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Byggingafélagsins Ás ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Borgarhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 15 við Borgahellu verði úthlutað til Byggingafélagsins Ás ehf.
9. 2008399 - Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.mars sl.

Á fundi skipulags og byggingaráðs þann 08.09.2020 vísaði ráðið erindi Þorgeirs Jónssonar um lóðarstækkun til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem gerir grein fyrir tillögu að lóðarstækkun.

Skipulag- og byggingarráð vísar tillögu að lóðarstækkun til bæjarráðs.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Miðað við þann tilgang sem lýst er í umsókn um lóðarstækkun er vandséð að stækka þurfi lóðina um 127% eða 300 fermetra til að koma fyrir brunastiga og ruslatunnum. Varðandi bílastæði er bent á að flestir húseigendur þarna megin við Suðurgötuna þurfa að sætta sig við að nota almenningsstæði utan lóða.

Gera ætti kröfu um að lóðarhafi upplýsi um raunveruleg framtíðaráform sín varðandi uppbyggingu og notkun lóðarinnar áður en slíkir landvinningar eru samþykktir.

Minnt er á að árið 2012 felldi úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála úr gildi ákvörðun um hótelbyggingu á lóðinni.

Skoða þarf málefni þessarar lóðar í samhengi við þá starfsemi sem fram fer í íþróttahúsinu við Strandgötu og þá bílastæðaþörf sem hún kallar á. Ef breyta á skipulagi á þessari lóð væri rétt að gera það í samhengi við endurskoðun á skipulagi alls reitsins í nágrenni íþróttahússins og miðbæjarskipulagsins í heild sinni, en endurskoðun á því stendur nú yfir.
Bæjarráð vísar málinu, til samræmis við umræður á fundinum, til skipulags- og byggingarráðs til frekari skoðunar.
Suðurgata 18 lóðarstækkun..pdf
10. 0809072 - Hjallabraut 33, kosning í húsfélag
Skipun í stjórn húsfélags Hjallabraut 33
Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda í Stjórn húsfélagsins Hjallabraut 33:

Kristín María Thoroddsen, formaður.
Sjöfn Guðmundsdóttir, aðalmaður.
Kristinn Andersen, varamaður
11. 1004014 - Skógræktar- og útivistarsvæði, samningur
14.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.mars sl.
Tekin fyrir samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands um ræktun Landgræðsluskóga í landi Hafnarfjarðar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan samning.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

Kaldárselsvegur.Seldalur.ræktunarsamningur.8.4.21.pdf
12. 1903239 - Sumaropnun leikskóla
Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Viðreisnar:

"Mig langar að kalla eftir áætlun bæjarins varðandi sumaropnun leikskólanna, framkvæmdaráætlun og kostnaðaráætlun."
Bæjarráð vísar framlögðum svörum til umfjöllunar í fræðsluráði.

minnisblað sumaropnun.pdf
Fundargerðir
13. 2103023F - Hafnarstjórn - 1596
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24.mars sl.
14. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.mars sl.
15. 2103026F - Stjórn Hafnarborgar - 357
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 19.mars sl.
16. 2103032F - Stjórn Hafnarborgar - 358
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 22.mars sl.
17. 2101086 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.mars sl.
18. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.mars sl.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur ráðsins fari fram þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 12:30.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta