FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 746

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
16.11.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Kristján Jónas Svavarsson varamaður,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Helga Björg Arnardóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn.
ASK_2013_2025_Sudurhofn_midsvaedi_12112021.pdf
11.11.2021_ASk.br_FBHÓS_Greinargerð.pdf
2. 2111310 - Óseyrarhverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við deiliskipulag Óseyrarhverfis.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag reits ÍB15 og vísar erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn.
3. 2110443 - Óseyrarbraut 27b, breyting á deiliskipulagi
Páll Poulsen fh. lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbrautar 27b. Lögð fram tillaga að breytingu dags. 15.10.2021. Breytingin felst í nýjum byggingarreit á austurhluta lóðar og aðkomu að lóð frá Óseyrarbraut á móts við miðjan nýja byggingarreitinn. Nýtingarhlutfall lóðar verður N=0.30.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbrautar 27b og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn.
Óseyrarbr.27B_dsk.br.LOKA.pdf
4. 2111309 - Hellnahraun 4, deiliskipulag
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Hellnahrauni 4. áfanga.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag reits I4.
5. 2106549 - Hringhamar 9, reitur 21.B, deiliskipulag
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.8.2021 að auglýsa deiliskipulag reitar 21.B. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti þann 12.8.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 27.8 - 22.10.2021 auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Engar athugasemdir bárust Umsögn Veitna lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Deiliskipulag Hamranes - Reitur 21B - 1_2.pdf
Deiliskipulag Hamranes - Reitur 21B - 2_2.pdf
HAMRANES-GREINARGERÐ-28-6-21.pdf
Hamranes 3A og 21B - Hafnarfjörður.pdf
6. 2110307 - Hamranes reitur 4.A, deiliskipulag
Jóhann Örn Logason fh. lóðarhafa sækir 17.8.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulagi í Hamranesi, Áshamar, reitur 4.A. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitar 4.A dags. 12.11.2021.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi með fyrirvara um að stöllun húsa gagnvart Áshamri verði eins og skýringamyndir gera ráð fyrir. Uppfærð gögn verði auglýst og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
7. 1903510 - Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 1.6.2021 var skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við deiliskipulag vestari hluta Hellnahrauns 3. áfanga. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Hellnahrauns 3. áfanga dags. 12.11.2021.
Lagt fram til kynningar.
8. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áslands 4. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
9. 2109613 - Vikurskarð 5, breyting á deiliskipulagi
Hástígur ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Vikurskarðs 5. Lögð fram tillaga að breytingu dags. 13.09.2021. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða, stækkun byggingarreits og hæðir verði tvær.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.
Vikurskarð 5 - Skipulagsuppdráttur 13092021.pdf
Deiliskipulagsbreyting fylgibéf20210906_10204119.pdf
25.230.4-M-423.004-A mæliblað.pdf
Vikurskarð 5 - Sneiðing 13092021.pdf
10. 2110101 - Álfhella 2 og Einhella 1, beyting á deiliskipulag
Agros Móhella 1 ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi. Helstu breytingar eru að Álfhella 2 og Einhella 1 verða sameinaðar í eina lóð og nýtt lóðarheiti verður Einhella 1.
Helstu breytingar felsast í færslu á innkeyrslum og bætt við tveimur innkeyrslum við Breiðhellu. Bundin byggingarlína dettur út, byggingarreitur er stækkaður. Hámarks hæð útveggja verður 10,5m. Nýtingarhlutfall verður 0,5.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
deiliskipulagsbreyting 12.11.2021álfhella-Layout1.pdf
11. 2111279 - Reykjanesbraut, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna breikkunar dags. 14.10.2021. Skipulagshöfundur mætir til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið í auglýsingu í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
12. 2107071 - Selhella 7, hönnunargögn, tungumál, mál nr. 108 árið 2021, kæra
Lagður fram til kynningar úrskurður í máli 108/2021.
Lagt fram til kynningar.
Selhella 7, mál nr. 108 árið 2021, úrskurður.pdf
13. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar, Jóns Inga Hákonarsonar, við fjárhagsáætlun sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan er svohljóðandi: "7. 20 milljónir í greiningar og undirbúnings á deiliskipulagi vegna Borgarlínu"
Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem var undirritaður í september 2019 gerir ráð fyrir fjárfestingu upp á 120 milljarða króna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu leggja til 15 milljarða af þeirri upphæð. Þann 2. október stofnuðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta nýja félag heitir Betri samgöngur ohf. og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra, þar á meðal innviði almenningssamgangna. Vegagerðin og Betri samgöngur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd verkefna, þar kemur fram að Vegagerðin mun annast undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir sem ráðist verður í og mun hafa samráð við viðkomandi sveitarfélög. Samkvæmt því sem hér er nefnt er unnið eftir samþykktum og fjármögnun sem nefnd eru hér að ofan og því tillagan ekki tæk sem slík í fjárhagsáætlun. Skipulags- og byggingarráð hafnar tillögunni.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Bent er á að ekki hefur verið hugað nægilega að kostnaði vegna verkefna, sem tengjast Borgarlínu, en falla utan samkomulags sveitarfélaganna og Vegagerðar. Þar má nefna hugsanlegar breytingar á aðliggjandi skipulagssvæðum, könnun á þörf fyrir uppkaup eigna o. fl. Ljóst er að þörf er á fjármagni í slíka verkþætti og æskilegt að huga tímanlega að því.
Fyrirspurnir
14. 2110520 - Tinnuskarð 6, fyrirspurn, deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn MA Verktaka ehf. þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga vegna Tinnuskarðs 6. Óskað er m.a. eftir að fá að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar.
Skiplags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.
15. 2106231 - Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22, fyrirspurn
Þann 10.6. sl. leggur Kristinn Ragnarsson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að gera deiliskipulagsbreytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóða við Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið á fundi sínum þann 10.8.2021. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Erindi frestað.
Fundargerðir
16. 2110029F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 858
Lögð fram fundargerð 858. fundar.
17. 2111008F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 859
Lögð fram fundargerð 859. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta