FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 818

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.12.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2009445 - Fagrihvammur 8, fjölgun eigna
Hallgrímur T Ragnarsson sækir þann 17.09.2020 um leyfi til að breyta húsinu í tvær eignir og fjölga bílastæðum um eitt samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 07.09.2020.
Nýjar teikningar bárust 25.09.2020.
Nýjar teikningar bárust 12.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 20.11.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum.
2. 2010478 - Breiðhella 4, byggingarleyfi
Bára fasteignafélag ehf. sækir 21.10.2020 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús klætt samlokueiningum með PIR einangrun skv. teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 20.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 27.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 26.11.2020
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2011508 - Hlíðarás 18, breyting
Þann 24.11.2020 leggur Eyrún Linnet inn reyndarteikningar vegna lokaúttekar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2010496 - Kvistavellir 46, reyndarteikningar vlokaúttektar
Stefán Birgisson leggur inn reyndarteikningar v/lokaúttektar að Kvistavöllum 46 skv. teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 29.07.2020 v/breytinga á stiga milli hæða.
Nýjar teikningar bárust 30.11.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2010485 - Álfhella 8, breytingar
Drafnarfell ehf. sækir þann 21.10.2020 um breytingu á innra skipulagi, breytingu á flóttastigum, breytingu á innkeyrslu á bílastæði og bæta inn olíugeymslu gám samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags okt. 2017, með breytingum okt. 2020.
Nýjar teikningar bárust 25.11.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2011380 - Malarskarð 1, byggingarleyfi
Mladen Tepavcevic og Ana Tepavcevic sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020.
Nýjar teikningar bárust 02.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 2011382 - Malarskarð 3, byggingarleyfi
Mariusz Solecki og Milena Solecka sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020.
Nýjar teikningar bárust 02.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
8. 2012094 - Bæjarhraun 2, breyting á rými 0104
Skúbb ehf. tilkynning þann 3.12.2020 breytingar innanhúss. Afgreiðslurými minnkar, Geymslu og lager er bætt við.
Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.
9. 2011218 - Óseyrarbraut 29a, reyndarteikningar
Bjarni Bjarnason leggur 16.11.2020 inn reyndarteikningar Sigurbjarts Halldórssonar dags. 4.11.2020.
Nýjar teikningar bárust 17.11.2020.
Nýjar teikningar bárust 24.11.2020.
Nýjar teikningar bárust 02.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
10. 2011143 - Búðahella 4, byggingarleyfi
Þann 9.11.2020 sækir Pétur ólafsson byggverktak ehf. um að byggja stálgrindar atvinnuhúsnæði.
Teikningar bárust 04.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
11. 2011515 - Dalshraun 13, breyting á MHL.01-0102
Þann 25.11.2020 sækir Phoenix ehf. um að breyta rými 0102. Samþykki eiganda er fyrirliggjandi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2020.
B-hluti skipulagserindi
12. 2012124 - Óseyrarbraut 25, fyrirspurn
Álsey ehf. leggja inn fyrirspurn þann 7.12.2020. Óskað er eftir að hækka hámarksvegghæð úr 12.0m í 13.0m svo unnt sé að ljúka smíði trefjaplastbáta innandyra. Eins er sótt um leyfi útaksturs beint út á Óseyrarbraut með fullsmíðaða báta.
Tekið er jákvætt i erindið, sjá umsögn arkitekts.
13. 2012133 - Völuskarð 18, breyting á deiliskipulagi
Rut Helgadóttir sækir 8.12.2020 um breytingu á deiliskipulagi Völuskarðs 18 skv. uppdrætti Andra Andréssonar.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið þegar uppfærð gögn berast.
14. 2011180 - Óseyrarbraut 27b, gróðurhús, fyrirspurn
Þann 11.11.2020 leggur Björk Bragadóttir inn fyrispurn vegna gróðurhúss.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.
15. 2012006 - Tinnuskarð 3, deiliskipulags breyting
Kristófer Sigurðsson sækir 1.12.2020 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 3. Óskað er eftir stækkun á byggingarreit til suðurs um 1m. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi skipulags.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið aðliggjandi lóðarhöfum og þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
E-hluti frestað
16. 2011563 - Malarskarð 13-15, reyndarteikningar
Baldur Örn Eiríksson og Haukur Geir Valsson leggja 27.11.2020 inn reyndarteikningar af Malarskarði 13-15 teiknað af Sigurði Hafsteinssyni dagsettar 27.11.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
17. 2012089 - Tinnuskarð 7, byggingarleyfi
Þórhallur Björnsson og Harpa Einarsdóttir sækja 03.12.2020 um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu einbýlishúsi að Tinnuskarði 7 skv. teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 01.12.2020.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi og samræmist ekki deiliskipulagi, gera þarf betur grein fyrir lóðarfrágangi.
18. 2012069 - Gauksás 2, byggingarleyfi
Agnes Steina Óskarsdóttir og Hilmar Björn Hróðmarsson sækja þann 03.12.2020 um yfirbyggingu á hluta af svölum og afturfyrir þar sem þak er á grunnhæð samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 25.10.2020. Búið að fara með í grenndarkynningu og samþykki veitt.
Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi og samræmist ekki deiliskipulagi.
19. 2012130 - Reykjavíkurvegur 54, breyting
Þann 7.12.2020 sækir N1 um að breyta innra skipulagi.
Frestað gögn ófullnægjandi.
20. 2012143 - Vesturgata 8, breytingar
Art Werk ehf. sækja 8.12.2020 um breytingar á innra skipulagi og viðhaldi samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 7.12.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
21. 2012011 - Staðarberg 6, lækur, hænsnahald
Þann 01.12.2020 sækir Lækur um leyfi fyrir hænsnahaldi.
Erindið er samþykkt.
22. 2012149 - Strandgata, stöðuleyfi matarvagn
IKEA-Miklatorg hf. sækir þann 8.12.2020 um stöðuleyfi fyrir smákökuvagn á bílastæðinu fyrir aftan Fjörð helgina 12.-13. desember. Auk þess er sótt um stöðuleyfi dagana 19. og 23. desember.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi umbeðna daga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta