Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3602

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
03.05.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Sverrisdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ása Bergsdóttir Sandholt, lögmaður á stjórnsýslusviði
Auk ofangreindra sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Tekið fyrir
Bæjarráð samþykkir tillögur að mótvægisaðgerðum vegna Covid-19 fyrir menningarlíf annars vegar og hins vegar sértækar aðgerðir fyrir börn og ungmenni í sumar. Bæjarstjóra er falið að ljúka aðgerðunum í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir. Vísað til viðaukagerðar.
2. 2205031 - Sjómannadagsráð og Hrafnista, uppbygging, Hraunvangi
Lagt fram bréf frá Sjómannadagsráði og Hrafnistu dags. 29.apríl sl.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
SDR erindi Hafnarfjörður-Hraunvangur 290422 loka.pdf
Mbl - Framtíðarlausn á Hraunvangi kynnt m bæjarstjóra 29apr22.pdf
3. 1809417 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur
Tekið fyrir erindi frá SSH um breytingar á samkomulagi um mannvirki skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði veitt ótakmarkað umboð til undirritunar viðaukans.
4. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Útboð 1. áfangi, til afgreiðslu
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga knatthúss Hauka.
5. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Útboð, 1.áfangi, til afgreiðslu
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga reiðskemmu Sörla.
6. 2201575 - Álhella 1, stækkun lóðar, umsókn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Bæjarráð tekur undir minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs. Vegna framtíðar samgöngumála um svæðið, sem nú er til skoðunar, er ekki hægt að verða við beiðni lóðarhafa um lóðarstækkun að svo stöddu.
7. 2111079 - Straumhella 6, umsókn um lóð,úthlutun
Óskað er eftir að lóðaleigusamningur fyrir Straumhellu 6 verði í nafni Mótx ehf kt:660505-2100. Um er að ræða systurfélag Byggingafélagsins Hafnarfjarðar í eigu sömu aðila.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta