FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 743

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
05.10.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Kristján Jónas Svavarsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram tillaga að breytingu á þjónustugjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sem og fjárhagsáætlun fyrir aðkeypta skipulagsvinnu og rekstraráætlun 2022.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða gjaldskrá, rekstraráætlun og fjárfestingar skipulagsfulltrúa og vísar til bæjarráðs.
2. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar. Deiliskipulagstillagan hefur áhrif á mörk aðliggjandi deiliskipulaga og verða þau leiðrétt samhliða. Þar sem tillagan gengur yfir eldri deiliskipulög, verða þau felld úr gildi. Auk þess er lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð ásamt húsakönnun.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar ásamt fylgiskjölum og að þau verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Deiliskipulagserindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vísa tillögu að verndarsvæði í byggð til menntamálaráðneytisins til meðferðar í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð og vísar ákvörðun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
D11-00 YFIRLITSMYND.pdf
D11-01 DEILISKIPULAG.pdf
D11-02 DEILISKIPULAG.pdf
D11-03 DEILISKIPULAG.pdf
D11-04 DEILISKIPULAG.pdf
HAFN-VEST_DSK_GREINARGERÐ-1OKT21 (003).pdf
SK-000 SKILMÁLABLÖÐ YFIRLITSBLAÐ.pdf
HFJ_VESTURBÆR-GREINARGERÐ-16092021.pdf
3. 2106248 - Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting
Tekið til umræðu minnisblað vegna ábendingar Skipulagsstofnunar dags. 18. ágúst 2021.
Tekið til umræðu.
4. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Norðurhellu 13.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til frekari vinnslu á sviðinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breytingar á deiliskipulagi Selhrauns suðurs verði auglýstar samhliða breytingu á aðalskipulagi Selhrauns suðurs.
5. 2109289 - Áshamar reitur 8.A, deiliskipulag
Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sækir 7.9.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 8a.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulag reits 8.A verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Hamranes 8A Dsk.pdf
6. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag
Kynnt skipulagsvinna svæðisins. Skipulagshöfundar mæta til fundar.
Tekið til umræðu.
7. 2104503 - Gjáhella 9, deiliskipulag
Járn og blikk ehf. sækja 26.4.2021 um breytingu á lóðarmörkum, innkeyrslu og hæðarafsetningu lóðanna Gjáhella 7, 9 og 11. Tillaga dags 1.10.2021 lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir athugasemdir skipulagsfulltrúa.
Gjáhell.7,9,11 ath. 01.10.2021.pdf
8. 2103509 - Hraun vestur, Hjallar
Lögð fram til kynningar tillaga frá Batteríið Arkitektar. Skipulagshöfundur kynnir.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í tillöguna.
9. 2104436 - Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 4. maí 2021 að málsmeðferð vegna aðalskipulagsbreytinga Smyrlahrauns 41a færi skv. 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga. Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkun Smyrlahrauns 41a. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Aðalskipulagslýsing fyrir Smyrlahraun 41a.pdf
10. 2109653 - Miðbær, aðalskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði á fundi sínum þann 21.9.2021 að bregðast við úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Fram kemur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 að allt rými á jarðhæð í miðbænum skuli nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Lögð fram lýsing vegna breytinga á greinargerð miðbæjarsvæðis M1 aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar greinargerð miðbæjarsvæðis. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lýsing vegnar breytingar á aðalskipulagi vegna Miðsvæðis M1.pdf
11. 2109983 - Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði
Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun og skilgreiningu á
afmörkun þynningarsvæðis.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkun Hellnahrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.
lýsing v br á aðal - þynningarsvæði.pdf
12. 2001526 - Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17.3.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst 9.7-23.8.2021. Frummatsskýrsla, þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, var auglýst samhliða. Athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 24.8.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
ASK_2013_2025_Reykjanesbraut_06102021.pdf
Reykjanesbraut, umsögn.pdf
20130_Reykjanesbr-grg-30092021.pdf
13. 2012340 - Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar
Lagðar fram til kynningar tillögur starfshóps um stíga í upplandi Hafnarfjarðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag vegna tillögu nr. 2, göngu- og hjólastígur frá Völlum að Hvaleyrarvatni. Jafnframt að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Sörlasvæðis vegna tillögu 4, aðgreiningar á umferð gangandi, hjólandi og hestafólks að og frá svæði skógræktarinnar í Gráhelluhrauni.
14. 2105245 - Hraunbúar, útivistar og útilífssvæði
Umhverfis- og framkvæmdaráð tók jákvætt í erindi Ferðabúa og Hraunbúa þar sem óskað er eftir varanlegu svæði þar sem skátarnir geta byggt upp útivistar- og náttúrusvæði þar sem hægt verður að efla til muna tengsl skátana við náttúru upplifun, umhverfisvitund og útivist og vísaði til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
erindi um útivistarsvæði í Hfj.pdf
15. 2107448 - Herjólfsgata, aðstaða til siglinga
Lagt fram erindi Siglingafélagsins Hafliða dags. 29.6.2021 þar sem óskað er eftir aðstöðu til iðkunar siglinga á segl-, ára-, vélbátum, segl- og brimbrettum, kite- og róðrabrettum ásamt sjósundi úti fyrir Sundhöllinni við Herjólfsgötu.
Tekið til umræðu. Erindið verður tekið fyrir að nýju þegar afstaða ÍBH til aðildar liggur fyrir.
16. 1908591 - Reykjanesbraut, skilti við Kaplakrika, kvörtun
Tekið til umræðu.
Tekið til umræðu.
Fundargerðir
17. 2109018F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 853
Lögð fram fundargerð 853 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:06 

Til baka Prenta