Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3601

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
28.04.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk ofangreindra sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.apríl sl.
Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2022. Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarráðs.

1.liður úr fjölskylduráði frá 22.apríl. sl.
Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir á fundinn og fer yfir viðauka og stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins.

Lagt fram og vísað til bæjarráðs.

Rósa Steingrímsdóttir mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir viðauka I og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Viðauki I apríl 2022_bæjarráð (I og II umfram og fjölsk.).pdf
2. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Tekið fyrir.
Bæjarráð samþykkir að framlengja umsóknarfrest um sérstaka menningar- og viðburðastyrki í kjölfar Covid-19 til og með 6. maí nk.
Umsóknir um covid-19 styrki bæjarráðs.pdf
Áhrif samkomutakmarkanna á starfsfólk.pdf
Greining á áhrifum samkomutakmarkana á menningarlíf og menningarhús bæjarins - minnisblað 150322.pdf
Minnisblað - Áhrif sem samkomutakmarkanir hafa haft á rekstur íþrótta- og tómstundafélaga.pdf
3. 2204271 - Sumar Hjarta Hafnarfjarðar 2022
Lagt fram erindi frá rekstraraðilum Bæjarbíós slf. dags.20. apríl sl., varðandi Bæjar- og tónlistarhátíðina Sumar Hjarta Hafnarfjarðar 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og vísar til úrvinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Strandgata - Hjarta hfj. 2022 - v2.1 - 13.4.22-1.pdf
4. 0702257 - Suðurgata 7 Góðtemplarahúsið, samningur um afnot og viðhald
Lagt fram bréf frá IOGT á Íslandi um makaskipti á húsnæðinu Suðurgata 7 og á öðru húsnæði í Hafnarfirði.
Björn Pétursson og Sigurjón Ólafsson mæta til fundarins.
Lagt fram.
5. 2204281 - Straumhella 20 og 22, ósk um lóðarvilyrði
Lögð fram umsókn Oddafells ehf. um lóðarvilyrði fyrir lóðunum Straumhellu 20 og 22.
Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum Straumhellu 20 og 22 fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda í 6 mánuði. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Straumhella 20 og 22, ósk um lóðarvilyrði.pdf
6. 2204129 - Jötnahella 7, 9 og Tunguhella 14 og 16, ósk um lóðarvilyrði
Lögð fram umsókn Hvaleyris ehf um lóðarvilyrði fyrir lóðunum Jötnahella 7 og 9 og Tunguhella 14 og 16.
Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum Jötnahellu 7 og 9 og Tunguhellu 14 og 16 fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda í 6 mánuði. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Beiðni um vilyrði fyrir lóðum.pdf
7. 2203744 - Stálhella 2, lóðarleigusamningur
Lóðarleigusamningur
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Stálhella 2.drög.lls.28.3.22.pdf
Stálhella 2.mæliblað.pdf
8. 2201066 - Hamranes, þróunarreitir, lóðarleigusamningar
Lögð beiðni um nafnabreytingu á úthlutun, Áshamar 34,36,38 og 40.
Samþykkt.
Ósk um nafnbreytingu_Vilhjálmur ehf. 10.mars 2022.pdf
9. 2203671 - Hljóma músíkmeðferð, erindi
Tekið fyrir erindi Hljómu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Ákall Hljómu.pdf
FerilskráIBI.pdf
Svar tónhaf til Hljómu.pdf
10. 2202050 - Sveitarstjórnarkosningar 2022
Lagður fram listi yfir starfsfólk í hverfiskjörstjórn og undirkjörstjórnum.
Lagt fram til kynningar.
11. 2203319 - Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins, beiðni um stofnframlög, 2022 og 2023
8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.
9.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 6.apríl sl.
Leiðrétt bókun.
Bæjarráð samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður úthluti Brynju, Hússjóði ÖBÍ 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum. Áætlað stofnframlag vegna kaupanna er samkvæmt umsókn 67.442.742.- kr. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fundargerðir
12. 2204007F - Hafnarstjórn - 1619
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13.apríl sl.
13. 2201361 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 25.apríl sl.
14. 2204018F - Menningar- og ferðamálanefnd - 389
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25.apríl sl.
15. 2010357 - Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir
Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 1.apríl sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta