FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 736

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
01.06.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903510 - Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Tekin til umræðu endurskoðun á vestari hluta deiliskipulags Hellnahrauns.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag vestari hluta Hellnahrauns 3. áfanga.
Hellnahr.3_Dsk.br_LOKA2_07.07.2020.pdf
Skilm.Hellnah.3.áfangi_útg.3.0_LOKA2_07.07.2020.pdf
2. 2009350 - Drangsskarð 2h, stálmastur
Síminn hf. sækir 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 17.11.2020. Afgreiðsla þess var: "Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu."
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 14.5.2021.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að staðsetning c í umsögn verði lögð til grundvallar við nánari úrvinnslu.
Minnisblað_20210106_Skarðshlið_Sendistaða-valkostir.pdf
Skarðshlíð sendistaða valkostir. Umsögn..pdf
3. 2105354 - Hvaleyrarholt suðaustur, endurskoðun deiliskipulags
Skipulagshöfundar kynna frumdrög að endurskoðuðu deiliskipulagi.
Lagt fram til kynningar.
Fyrirspurnir
4. 2101532 - Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá 7.2.2021.
Lagt fram.
Samfylkingin.fyrirspurn.8.4.21.lok.pdf
5. 2103510 - Ljósaklif við Garðaveg, breyting lóðar
Erindi vegna Ljósaklifs við Garðaveg var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20.04.2021. Afgreiðsla þess var: "Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa."
Nú er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.5.2021 vegna óska um að skipta framangreindri lóð í tvær ásamt uppbyggingu innan þeirra.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið, sjá umsögn skipulagsfulltrúa.
Ljósaklif. Umsögn vegna breytinga á lóð..pdf
6. 2105208 - Strandgata 30, fyrirspurn
Kynnt breytt tillaga að uppbyggingu Strandgötu 26-30.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.
7. 2105279 - Stekkjarberg 11, fyrirspurn
Þann 18.5. sl. leggja Hjalti og Hjörtur Brynjarssynir inn fyrirspurnarerindi vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Stekkjarbergs 11.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um byggingarmagn og áhrif á fólkvang.
8. 2105244 - Drangsskarð 2, fyrirspurn
Smári Björnsson fh. Almannakórs ehf. leggur 17.5.2021 inn fyrirspurn er varðar breytingu á skipulagi Drangskarðs 2. Breytingin felst í breytingu á byggingarreit Drangsskarð 2 vegna byggingar þriggja íbúða á tveim hæðum.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
9. 2105262 - Bjargsskarð 1, fyrirspurn, deiliskipulag
Smári Björnsson fh. Almannakórs ehf. leggur 17.5.2021 inn fyrirspurn er varðar breytingu á skipulagi Bjargsskarðs 1. Breytingin felst í breytingu á byggingarreit Bjargsskarðs 1 þar sem heimild væri til byggingar þriggja íbúða á tveim hæðum.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
10. 2105263 - Bjargsskarð 2, fyrirspurn,deiliskipulag
Smári Björnsson fh. Almannakórs ehf. leggur 17.5.2021 inn fyrirspurn er varðar breytingu á skipulagi Bjargsskarðs 2. Breytingin felst í fjölgun íbúða um eina við Bjargskarð 2.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
Fundargerðir
11. 2105016F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 837
Lögð fram fundargerð 837. fundar.
12. 2105024F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 838
Lögð fram fundargerð 838. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta