Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 755

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
25.03.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Vaka Dagsdóttir varamaður,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2111309 - Hellnahraun 4, deiliskipulag
Kynnt áframhaldandi vinna við deiliskipulag svæðisins. Skipulagshöfundur mætir til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.
2. 2109216 - Kapelluhraun, vegstæði
Lögð fram athugun á umferðartengingum í Kapelluhrauni. Skipulagshöfundur mætir til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.
3. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 6.10.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13.10.2021. Tillagan var auglýst 19.10.2021-30.11.2021 og var athugasemdafrestur framlengdur til 9.12.2021. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 14.12.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Uppfærð gögn ásamt umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar ásamt greinargerð og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
HAFN-VEST_DSK_GREINARGERÐ-23_3_22_loka.pdf
D11.00_SKIPULAGSTILLAGA 1_1000.pdf
D11.01_UPPDRÁTTUR 1_500.pdf
D11.02_UPPDRÁTTUR 1_500.pdf
D11.03_UPPDRÁTTUR 1_500.pdf
D11.04_UPPDRÁTTUR 1_500.pdf
D11.05_SKÝRINGARBLAÐ 1_1000_FORNMINJAR.pdf
YFIRLIT - SKILMÁLABLÖÐ.pdf
SK-010.pdf
SK-030_040.pdf
SK-050.pdf
SK-060.pdf
SK-130.pdf
SK-140_141.pdf
SK-200.pdf
SK-230.pdf
HAFN-VEST-SKILMÁLAR - leiðr 24-3-22.pdf
4. 2202571 - Vikingastræti 2, breyting á deiliskipulag
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 1. mars síðastliðinn var lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu að Víkingastræti 2. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
2202571-Vikingastræti 2, umsögn um breytingu á deiliskipulagi.pdf
5. 2008399 - Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 21. september sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 18. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. september sl. Tillagan var auglýst frá 22.10 - 3.12.2021. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi Suðurgötu 18 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar, umsögn vegna andmæla.pdf
DEILISKIPULAG 1000_R4_Vstr_Sud18_till7.pdf
6. 2111398 - Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag
Bæjarstjórn samþykkti 12. janúar sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar dags. 5.01.2022 vegna endastöðvar strætó. Tillagan gerir ráð fyrir biðsýli og aðstöðu fyrir vagnstjóra á Ásvallabraut við Nóntorg. Athugasemdafrestur var frá 25.1-9.3.2022. Athugasemd barst. Lagður fram uppfærður uppdráttur sem tekur tillit til athugasemda Landsnets.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða uppfærða tillögu að deiliskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Skarðshlíð 1. áfangi breyting á deiliskipulagi uppfært mars 2022.pdf
2022.03.08_Umsögn Landsnets um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga_undirritud.pdf
RE: breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga vegna endastöðvar strætó..pdf
7. 2203577 - Vatnshlíð, deiliskipulag
Tekið til umræðu.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag Vatnshlíðar.
Forsenda uppbyggingar í Vatnshlíð sem verður í framhaldi af uppbyggingu í Áslandi 4 er niðurrif eða færsla Hamraneslína sem liggja yfir skipulagssvæðinu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að hraðað verði niðurrifi eða færslu Hamraneslína svo byggja megi enn hraðar upp íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði.
8. 2203592 - Atvinnusvæði
Tekin til umræðu framtíðarsvæði atvinnuhúsnæðis.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögu að nýju svæði ætlað uppbyggingu atvinnuhúsnæðis.
Greinargerð: „Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir atvinnulóðum í Hafnarfirði síðustu ár. Fyrirséð að allar atvinnulóðir í Hellnahrauni 3 og 4 seljist á þessu og næsta ári og því brýnt að huga strax að nýjum atvinnusvæðum enda kærkomið að fá aukna og fjölbreytta atvinnustarfsemi í Hafnarfjörð“
9. 2007341 - Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting
Skilmálar Sléttuhlíðar teknir til umræðu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gerð verði eftirfarandi breyting á skilmálum deiliskipulags Sléttuhlíðar. „Þakhalli skal vera á bilinu 14-60°“ breytist í „þakhalli verði frjáls“ og í stað mænishæðar komi hæsti hluti þaks.
10. 2201385 - Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags Gráhelluhrauns.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa lýsingu deiliskipulags Gráhelluhrauns og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
11. 10022261 - Skilti á bæjarlandi
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um skilti á bæjarlandi.
Lagt fram.
12. 2110577 - Hámarkshraði stofn- og tengigatna
Lögð fram greinargerð vegna stefnumörkunar um hámarkshraða í Hafnarfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráðs óskaði umsagnar skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 16.3. sl.
Lagt fram.
13. 1903510 - Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2022.
Lagt fram.
Svar_Skip.st.Hellnahr.3_endursk.Dsk..pdf
Hellnahraun 3. áfangi svar við bréfi skipst. mars 2022.pdf
19-061-(90)1.01 Deiliskipulagsuppdráttur_24.03.2022.pdf
(90)1.02 Skýringaruppdráttur_24.03.2022.pdf
Hellnahraun Skilmálar_24.03.2022.pdf
14. 15011078 - Steinhella 14, skilti
Geymsla eitt ehf. sækir þann 14.2.2022 um endurnýjun á leyfi fyrir skilti sem þekur húshlið. Samningur eigenda er fyrirliggjandi.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundargerðir
15. 1901181 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 105. fundar.
Svæðisskipulagsnefnd - 105.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til baka Prenta