|
Almenn erindi |
1. 2103163 - Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur, tilnefning |
Meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið dags. 2. desember 2021 og eru þau lögð fram til umræðu og afgreiðslu sveitarfélagsins. Þess er óskað að samstarfssamningurinn verði staðfestur á vettvangi sveitarfélagsins og framkvæmdastjóra þess falið fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamninginn.
Einnig er farið fram á tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð sbr. grein 2.3. í samningsdrögunum. Hvert sveitarfélag tilnefnir tvo fulltrúa að undanskilinni Reykjavíkurborg sem tilnefnir þrjá. Kjörnir fulltrúar verða aðeins skipaðir til 30. maí 2022 vegna sveitastjórnarkosninga |
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn.
Í stefnuráð fara eftirfarandi f.h. Hafnarfjarðar: Frá meirihluta: Kristinn Andersen. Frá minnihluta: Jón Ingi Hákonarson.
|
10. Fundargerð ráðgjafahópur um áfangastaða- og markaðsstofu.pdf |
9. Fundargerð ráðgjafahópur um áfangastaða- og markaðsstofu.pdf |
DRÖG_Samstarfssamningur um samstarfsvettvang um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.pdf |
Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_532 fundur_áfangastaðastofa.pdf |
Samstarfssamningur_ANR og SSH_nóv2021.pdf |
|
|
|
2. 2010298 - Heilbrigðiseftirlitssvæði |
Lögð fram drög að samþkkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit. |
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. |
Samþykktir fyrir sameinað eftirlit - uppfærð drög 10 12 2021.pdf |
|
|
|
3. 1702344 - Tjarnarvellir 5, lóðarumsókn, úthlutun |
Tekið fyrir erindi lóðarhafa um nafnabreytingu á úthlutun lóðar ásamt uppfærðum úthlutunarskilmálum. |
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni. |
|
|
|
4. 2112220 - Golfklúbburinn Keilir, veðsetning |
Lagt fram erindi frá golfklúbbnum Keili þar sem óskað er eftir heimild til veðsetningar á lóð og fasteign |
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni. |
|
|
|
5. 1703022 - Hornsteinar gegn Hafnarfjarðarkaupstað, dómsmál, Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf |
Lagður fram dómur Landsréttar frá 3. desember sl. í máli Hafnarfjarðarkaupstaðar gegn Hornsteinum arkitektum ehf. Niðurstaða dómsins var að sveitarfélagið var sýknað af kröfum Hornsteina arkitekta ehf. |
Lagt fram til kynningar. |
Dómur Landsréttar - Hafnarfjarðarkaupstaður gegn Hornsteinum 3 des 2021.pdf |
|
|
|
6. 1412156 - Námssamningar starfsmanna leikskóla |
2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 17.nóvember sl. Lögð fram drög að reglum um námssamninga starfsmanna leikskóla til samþykktar. Fræðsluráð samþykktir fyrir sitt leyti námssamninga starfsmanna í leikskólum og vísar til frekari samþykktar bæjarráðs. |
Bæjarráð vísar námssamningum starfsmanna í leikskólum aftur til umræðu í fræðsluráði og óskar jafnframt eftir frekari skýringum og áhrifum á fjórða lið í liðnum "Annað" í fyrirliggjandi reglum.
|
Umsóknareyðublað_námssamningar2021.pdf |
Reglur námssamninga samþykkt fræðsluráð.pdf |
|
|
|
7. 2102598 - Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, eftirlitskönnun |
Lagt fram minnisblað. |
Til bæjarráðs minnisblað.pdf |
|
|
|
8. 2106645 - Gauksás 53, lóðarstækkun |
Lögð fram beiðni um lóðarstækkun, umsögn skipulags- og byggingasviðs liggur fyrir. |
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun og um leið að kvöð verði sett á lóðin vegna lagna. |
|
|
|
9. 2011573 - Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall |
Tekið fyrir. |
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Hópbíla hf. |
|
|
|
10. 1611379 - Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt. |
Lögð fram svör við fyrirspurn. |
Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör varðandi einkaframkvæmdasamninga á skólahúsnæði sem gerðir voru á árunum 1998-2002. Samningarnir renna út á árunum 2024-2027 og því brýnt að farið sé að huga að því hvað muni taka við að þeim tíma loknum.
Samningarnir hafa reynst sveitarfélaginu dýrkeyptir eins og fram kemur í ársreikningum síðustu ára og námu greiðslur vegna þessara leigusamninga t.a.m. 256 m.kr. á árinu 2020. Í ársreikningi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að til loka samninganna muni sveitarfélagið eiga eftir að greiða rúmlega 1,7 ma króna.
|
|
|
|
|
Fundargerðir |
11. 2103173 - Menntasetrið við lækinn, stýrihópur |
Lögð fram fundargerð stýrihópsins frá 3.desember sl. |
Starfshópur um Menntasetrið við lækinn_3 des 2021.pdf |
|
|
|
12. 2111027F - Hafnarstjórn - 1611 |
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 1.desember sl. |
|
|
|
13. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.nóvember sl. |
|
|
|
14. 2101086 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021 |
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.nóvember og 10.desember sl. |
|
|
|
15. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.nóvember sl. |
|
|
|
16. 2101085 - Stjórn SSH, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6.desember sl. |
|
|
|