Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1894

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
14.09.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristinn Andersen forseti,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Valdimar Víðisson aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður,
Stefán Már Gunnlaugsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Rósu Guðbjartsdóttur og Guðmundi Árna Stefánssyni en í þeirra stað sátu fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunlaugsson.

Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði hann til að mál nr. 2201064, Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag nr. 2201064 yrði tekið inn á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóðaþ.

Var næst gengið til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201478 - Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033
2. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.september sl.
Lögð fram að nýju sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tekur Valdimar Víðisson.

Samþykkt samhljóða.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.pdf
2140097-13 -PLE-0028.pdf
2. 2206924 - Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.september sl.
Tillaga frá Brú lífeyrisjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall dags. 21.júní sl. til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillögu frá Brú lífeyrissjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Endurgreiðsluhlutfall eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar 2022.pdf
Tillaga um endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns eftirlaunasjóðs árið 2022.pdf
3. 2001243 - Innkauparáð
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.september sl.
Innkaupareglur, til afgreiðslu
Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

Bæjarráð samþykkir innkaupareglur og innkaupastefnu og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Drög - innkaupareglur-og-innkaupastefna_lagt fram í bæjarráði 8. september 2022.pdf
4. 2202180 - Hundahald, reglugerð
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.september sl.

Lagðar fram samþykktir um hundahald sem samþykktar voru í heilbrigðisnefnd mánudaginn 29. ágúst s.l.

Bæjarráð samþykkir drög að reglugerð um hundahald og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um hundahald - heilbrigdisnefnd 29.08.2022.pdf
5. 2201064 - Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.júlí sl.
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa leggur 3.1.2022 inn tillögu að deiliskipulagi
reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tilagan var auglýst og athugasemdir bárust.
Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum.
Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara.
Lögð fram uppfærð gögn sem taka mið af athugasemdum sem bárust.
Skipulags og byggingarráð samþykkir breytingar á auglýstu deiliskipulagi og að
erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er jafnframt vísað til
bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
2022-06-27 Uppdráttur_m.bílskýlum.pdf
Samantekt athugasemda og svör..pdf
Hringhamar 19b _Deiliskipulagsuppdráttur og skýringar.pdf
Hringhamar 19b - Greinargerð.pdf
6. 2208542 - Hamranes, farsímamastur, breyting á deiliskipulagi
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.september sl.
Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi Hamranesnámu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð undir farsímamastur. Stærð lóðar verði 64m2 og byggingarreitur 36m2. Hæð masturs er 12 metrar.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamranesnámu vegna farsímamastur og vísar erindinu til staðfstingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Umsögn vegna fyrirspurnar um lóð undir farsímamastur.pdf
Hamranesnáma Gildandi Deiliskipulag.pdf
Hamranesnáma - Deiliskipulagsbreyting.pdf
7. 2209117 - Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, deiliskipulag
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.september sl.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi gatna, stíga, stofnanalóða og veitna í Hamranesi.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 2.9.2022 að deiliskipulagi gatna, stíga, stofnanalóða og veitna í Hamranesi verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tekur Margrét Vala Marteinsdóttir. Til andsvars kemur Stefán Már Gunnlaugsson. Einnig kemur til andsvars Árni Rúnar Þorvaldsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Hamranes götur stígar stofnanalóðir og veitur -deiliskipulag-.pdf
8. 2202519 - Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi
12. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.september sl.
Lögð fram tillaga um að fella niður framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarráðs 1.3.2022 og staðfest í bæjarstjórn 9.3.2022.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fella útgefið framkvæmdaleyfi úr gildi þar sem greinargerð sem tilgreind er í 14. gr. skipulagslaga vegna útgáfa framkvæmdaleyfis lá ekki fyrir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson. Til andsvars kemur Orri Björnsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
9. 2208236 - Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2022-2026
Lagt til að bæjarstjórnarfundur sem vera á miðvikudaginn 28.september nk. verði flýtt um einn dag og verði því þriðjudaginn 27.september kl. 14.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
10. 2201211 - Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð fræðsluráðs frá 7.september sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 30.ágúst sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 6.september sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 8.september sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.
b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28.ágúst sl.
c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31.ágúst sl.
d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.júlí sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.september sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.september sl.
a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 1. og 4.júlí sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 12.september sl.
Kristín Thoroddsen undir lið 10 í fundargerð fræðsluráðs frá 7. september sl. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars og svarar Kristín andsvari.

Einnig tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir til máls undir 13. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 7. september sl. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.

Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir lið 9 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs. Til andsvars kemur Orri Björnsson.

Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 6. september sl. og 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 8. september sl. Til andsvars kemur Valdimar Víðisson og svarar Árni næst andsvari.Næst kemur Margrét Vala til andsvars sem Árni svarar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til baka Prenta