Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3604

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
16.06.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Kristinn Andersen aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslu


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar 8.júní sl. var kosið í ráð og nefndir:

Bæjarráð:
Formaður Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
Varaformaður Orri Björnsson Kvistavöllum 29 D
Aðalfulltrúi Kristinn Andersen Austurgötu 42 D
Aðalfulltrúi Guðmundur Árni Stefánsson Norðurbakka 11c S
Aðalfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir Hamrabyggð 9 S
Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B
Varafulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
Varafulltrúi Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
Varafulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson Stekkjarhvammi 5 S
Varafulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir Ölduslóð 5 S
Áheyrnarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5 C
Varaáheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5 C
2. 2206147 - Launuð námsleyfi, haust 2022
Lögð fram tillaga um launuð námsleyfi. Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu um launuð námsleyfi.
3. 2204090 - Fjölskyldu- og barnamálasvið, málakerfi
Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri, Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Elín S. Kristinsdóttir skjalastjóri mæta til fundarins.
Til afgreiðslu.
Lagt fram.
4. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lagður fram viðauki II vegna breyttra framsetningar í reikningsskilum á framlagi til byggðasamlaga.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykki, í umboði bæjarstjórnar, framlagðan viðauka vegna breyttra framsetninga í reikningsskilum á framlagi til byggðasamlaga.
Viðauki II júní 2022_bæjarráð .pdf
5. 2205261 - Samband íslenskra sveitarfélaga, landsþing 2022
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um landsþing sambandsins á Akureyri 28.-30.september nk.
Lagt fram bréf Sambandsins varðandi kosningu landsþingsfulltrúa. Kjósa þarf 6 landsþingsfulltrúa og jafnmarga til vara.
Lagt fram.
Landsþingsfulltrúar 2022-2026.pdf
6. 2202965 - Bjargsskarð 10,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Mílu ehf. um lóðina nr. 10 við Bjargskarð
Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar að lóðinni verði úthlutað til Mílu hf.
7. 2206084 - Dverghella 1,2,3 og 4 og Jötnahella 2 og 4, ósk um lóðavilyrði
Dverghella 1,2,3 og 4 og Jötnahella 2 og 4, ósk um lóðavilyrði
Bæjarráð samþykkir, í umboði bæjarstjórnar, að veita vilyrði fyrir lóðunum Dverghellu 1,2,3 og 4 og Jötnahellu 2 og 4 fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda í 6 mánuði. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
8. 2204285 - Land í eigu ISAL sem fer undir tvöfalda Reykjanesbraut, erindi
Tekið fyrir erindi Rio Tinto
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
9. 1707207 - Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings
Tekin fyrir að nýju ósk Rio Tinto um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
10. 2206222 - Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar varðandi kostnaðarþátttöku vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Krísvíkurvegi að Hvassahrauni.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
11. 1908138 - Klukkuvellir 7I, stofnun lóðar og lóðarleigusamningur
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir fyrirliggjandi lóðaleigusamning.
Drög - Klukkuvellir 7I.lóðarleigusamningur.júní.2022.pdf
12. 2205336 - Ásvallabraut 1A, stofnun lóðar og lóðaleigusamningur
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir fyrirliggjandi lóðaleigusamning.
Drög - Ásvallabraut 1A. lóðarleigusamningur.júní.2022.pdf
13. 2106645 - Gauksás 53, lóðarstækkun og lóðarleigusamningur
Nýr lóðarleigusamningur, lóðarstækkun og deiliskipulagsbreyting öðlast gildi.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir fyrirliggjandi lóðaleigusamning ásamt deiliskipulagsbreytingu.
Gauksás 53, drög.lóðarleigusamningur.14.6.2022.pdf
14. 2201551 - Áshamar 52, lóðarstækkun
Lögð fram umsögn
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarstækkun.
Áshamar 52 stækkun lóðar Skýringateikning-A2 blaðstærð-000.pdf
15. 2202540 - Krýsuvík L121531, ósk um lóðarleigusamning
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Krýsuvík.L121531.drög.lóðarleigusamningur.13.6.22.pdf
16. 2012037 - Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun
9.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.maí sl.
Lögð fram aðgerðaráætlun stýrihóps um loftlagsmál.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar hópnum vel unnin störf og vísar skýrslunni til bæjarráðs og umhverfis- og skipulagssviðs til áframhaldandi vinnslu.

Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
Aðgerðaráætlun - lokaskjal-yfirfarid.pdf
17. 1809298 - Tækniskólinn, nýbygging, erindi
Lagt bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 1.júní sl., þar sem óskað er tilnefninga í verkefnisstjórn um framtíðarhúsnæði fyrir Tækniskólann-skóla atvinnulífsins.
Bæjarráð tilnefnir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, og Valdimar Víðisson í verkefnastjórn um framtíðarhúsnæði fyrir Tækniskólann-skóla atvinnulífsins.
18. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Áður á dagskrá bæjarráðs 31.mars sl.
Sérstakir viðburða- og menningarstyrkir bæjarráðs í kjölfar Covid 19. Í framhaldi af fyrri samþykkt bæjarráðs er lögð fram tillaga um að sérstakir viðburða- og menningarstyrkir verði auglýstir til umsóknar. Umsóknarfrestur verði til og með 25. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.
Lagt fram yfirlit.
Til afgreiðslu
Bæjarráð samþykkir að styrkja eftirfarandi verkefni:

Hjarta Hafnarfjarðar Off venue Ólafur Guðlaugsson. 750.000 kr.
Sumartónleikar í Hafnarfirði Klara Ósk Elíasdóttir. 600.000 kr.
Götubitinn í Hafnarfirði Róbert Aron Magnússon. 500.000 kr.
Fimmtudagsdjass á Von Rebekka Blöndal. 400.000 kr.
Strandgate kvikmyndahátíðin Kolbeinn Sveinsson. 300.000 kr.
Leikhópurinn Lotta Andrea Ö. Karlsdóttir. 300.000 kr.
Vinir Ragga Bjarna Ásgeir P. Ágústsson. 300.000 kr.
Tónleikar á öldrunarheimilum Vigdís Jónsdóttir. 300.000 kr.
Skipulagssjóður skapandi sumarstarfa Klara Ó. Elíasdóttir. 250.000 kr.
Á léttum nótum Helga G. Hallsdóttir. 225.000 kr.
Við slátt tifar strengur. Inga B. Ingadóttir. 200.000 kr.
Ævintýraleg barnaskemmtun Tónafljóða Selma Björnsdóttir. 200.000 kr.
Pop up viðburðir Ragnar M. Jónsson. 170.000 kr.
Söngvaskáld í bókasafninu Sveinn Guðmundsson. 150.000 kr.
17. hátíð í Strandgötu Badmintonfélag Hfj. 100.000 kr.
Hljómi nú hraunið Inga B. Ingadóttir. 100.000 kr.
Sumargleði og klassík Tómas V. Magnússon. 100.000 kr.
19. 2206159 - Atvinnustarfsemi á nýbyggingarsvæðum
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8.júní sl. eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að skipaður verði starfshópur á vegum bæjarráðs sem vinni stefnu um uppbyggingu atvinnulífs með áherslu á nýbyggingarsvæði bæjarins. Skipulag svæðisins verði tekið til endurskoðunar í því skyni. Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

Lögð fram drög að erindisbréfi.
20. 2206115 - Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum
Lagt fram til kynningar bréf frá Reykjavíkurborg varðandi nýsamþykkta eigendastefnu. Eigendastefnan tekur m.a. til byggðasamlaga og samreksturs með öðrum sveitarfélöum.
Almenn eigandasefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum - Hafnarfjardarkaupstadur.pdf
21. 2109983 - Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní
Bæjarstjórn samþykkti 8.12.2022 að auglýsa tillögu dags. 25.11.2021 að breyttu aðalskipulagi Hellnahrauns. Breytingin felur í sér að þynningarsvæði er fellt niður og breytingum á landnotkunarflokkun. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26.4.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir samantekt athugasemda og svör skipulagssviðs og samþykkir breytt aðalskipulag Hellnahrauns. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og staðfestir, í umboði bæjarstjórnar, breytt aðalskipulag Hellnahrauns.
Samantekt athugasemdir og svör.pdf
ASK_2013_2025_Thynningarsvaedi_07032022_A1.pdf
ASK_2013_2025_Thynningarsvaedi_19012022.pdf
Aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar, þynningarsvæði, Umsögn HEF.pdf
22. 2204327 - Vikurskarð 6, breyting á deiliskipulagi
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin snýr að húsgerð, tvíbýli breytt í parhús. Bílastæðum er fjölgað úr 2 í 4. Byggingarmagn eykst um 56 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr N=0,51 í N=0,58. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

Skipulags- og byggingarráð synjar framlagðri breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, synjar breytingu á deiliskipulagi vegna Vikurskarðs 6.
dsk vikurskarð 6_breytt amt.pdf
23. 2206171 - Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag
11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní
Jóhann Einar Jónsson fh. lóðarhafa sækir um deiliskipulag reitar 31.C í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5-6 hæða fjölbýlishúsum samtals 58 íbúðum auk kjallara.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 31.C í Hamranesi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 31.C í Hamranesi.
220609-Deiliskipulag-reitur-31-C.pdf
24. 2206043 - Snókalönd, nýtt deiliskipulag
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þ. 31. mars sl. var samþykkt að úthluta landi til Aurora Basecamp og að hefja vinnu við deiliskipulag í Snókalöndum. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu Snókalanda við Bláfjallaveg.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Snókalanda og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Snókalanda.

22101_Snókalönd-dsk-lysing.pdf
Umsögn vegna lóðar.pdf
Fundargerðir
25. 2204017F - Hafnarstjórn - 1620
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.apríl sl.
26. 2201361 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarneskaupstaðar (HEF) frá 30.maí sl.
27. 2201357 - Sorpa bs, fundargerðir 2022
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 11. mars, 1.apríl og 29.apríl sl.
28. 2201359 - Stjórn SSH, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 2.maí sl.
29. 2201358 - Strætó bs, fundargerðir 2022
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 29.apríl og 20.maí sl.
30. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 36.eigendafundar Strætó bs. frá 23.maí sl.
31. 2108583 - SSH, byggðasamlag, stefnuráð
Lagðar fram fundargerðir stefnuráðs byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins frá 22.nóv.,11.febr. og 27.apríl sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til baka Prenta