Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 889

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
29.06.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2206241 - Einhella 1, mhl.02 og 03, byggingarleyfi
Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði á einni hæð, mhl.02, stálgrind og staðsteypt að hluta með millilofti að hluta ásamt oliugildru mhl.03.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
2. 2205509 - Einhella 1, mhl.01, byggingarleyfi
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir um þann 20.5.2022 leyfi fyrir að byggja tveggja hæða byggingu í umfangsflokki 2.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
3. 2202508 - Áshamar 12, byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 21.02.2022 um að reisa tvö fimm hæða fjölbýli, mhl.01 og 02, á lóðinni Áshamar 12, auk hluta af endanlegum bílakjallara sem verður mhl.11 skv. teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 18.2.2022.
Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
4. 2206414 - Borgahella 1, breyting á rýmum 0101 og 0102
KB verk ehf sækir um að bæta millilofti inní rými 0101. Svalir settar úr frá millilofti í rými 0101. Hurðum og gluggum í rýmum 0101 og 0102 breytt skv. teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 14.06.2022
Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
5. 2206287 - Gjáhella 4, hjólaskýli, byggingarleyfi
Helgi Már Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja skýli fyrir reiðhjól starfsmanna Héðins.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
B-hluti skipulagserindi
6. 2204102 - Kaldakinn 17, breyting á bílastæði
Sótt er um að gera breytingu á staðsetningu bílastæða frá gildandi deiliskipulagi.
Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast
7. 2203718 - Völuskarð 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram ný tillaga í samræmi við athugasemdi skipulags.
Erindið verður grenndarkynnt.
8. 2206260 - Móbergsskarð 8, deiliskipulagsbreyting
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Lögð var fram fyrirspurn til skipulags og byggingarráðs og tók ráðið jákvætt í erindið.
Erindið verður grenndarkynnt.
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir
9. 2206421 - Kaldárselsvegur 5H, tilkynningarskyld framkvæmd
Þann 22.06.2022 leggur Kristján Örn Kristjánsson inn fyrir hönd HS veitna tilkynningaskylda framkvæmd fyrir spennistöð,
Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
D-hluti fyrirspurnir
10. 2205527 - Hólshraun 1, fyrirspurn
Fyrirspurn um þvottastöð innan lóðar
Tekið er jákvætt í erindið.
11. 2206877 - Langeyrarvegur 5, fyrirspurn
Gunnar Óli Guðjónsson leggur inn fyrirspurn þann 27.06.2022 um stækkun kjallara og fyrstu hæðar til austurs ásamt minniháttar stækkun til suðurs inn í garðinn.
Tekið er jákvætt í stækkun húss, sjá umsögn. Deiliskipulagið hefur ekki öðlast gildi.
12. 2206920 - Herjólfsgata 10, fyrirspurn
Er að kanna hvort hægt sé að fá leyfi fyrir vðbyggingu við bílskúr að Herjólfsgötu 10 . Þetta er hugsað sem frístunda/tómstunda viðbygging.
Tekið er neikvætt í erindið.
E-hluti frestað
13. 2206870 - Fléttuvellir 3, byggingarleyfi kennslustofur ofl
Þann 24.06.2022 leggur Jón Þór Þorvaldsson fyrir hönd eiganda um að breyta kennslustofum ofl.
Frestað gögn ófullnægjandi
14. 2206277 - Malarskarð 18-20, byggingarleyfi
Þann 169.06. sækir Gunnar Agnarsson f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja parhús á einni hæð.
Frestað gögn ófullnægjandi
15. 2206442 - Krosseyrarvegur 4, byggingarleyfi, viðbygging
Þann 22.06.22 leggur Friðrik Hrannar Ólafsson inn fyrir hönd eigenda, umsókn um að byggja viðbyggingu á bakvið húsið
Frestað gögn ófullnægjandi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta