|
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður, Árni Rúnar Árnason varaformaður, Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður, Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður, Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður, Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi, Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi, |
|
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri |
|
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri. |
|
|
Almenn erindi |
1. 1510061 - Ásvellir, uppbygging |
Lagðar fram niðurstöður útboða á girðingu og vökvunarkerfi fyrir nýja grasvelli á íþróttasvæði Hauka. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstjóðendur, vegna girðinga Skýlir ehf. og vegna vökvunarkerfis Flux-vökvun ehf. |
|
|
|
2. 1908381 - Hraunvallaskóli minnisblað |
Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 24.3.2021 er varðar breytingar á húsnæði og flutning fjölgreinadeildar yfir í húsnæði Hraunvallaskóla. "Fræðsluráð vísar erindi Hraunvallaskóla til sviðstjóra mennta- og lýðheilsusviðs til úrvinnslu og óskar eftir samstarfi við starfsmenn umhverfis og skipulagssviðs og vísar erindinu þar með jafnframt til umhverfis- og framkvæmdaráðs." |
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir minnisblaði frá sérfræðingum sviðsins varðandi ástands lausra kennslustofa og þarfagreiningu og kostnaðarmat á þeirri starfsemi sem óskað er eftir að þær verði nýttar fyrir. |
|
|
|
3. 2008282 - Klettahlíð, umferðaröryggi |
Lagt fram minnisblað Eflu dags. 10.3.2021 varðandi aðgerðir til að auka umferðaröryggi í Klettahlíð. |
Lagt fram. |
|
|
|
4. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir |
Lagður fram samningur vegna framkvæmda á 2-4 hæð. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við E. Sigurðsson. |
|
|
|
5. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi |
Lögð fram niðurstaða hönnunarútboðs vegna Reiðhallar Sörla. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðandi, Kanon arkitekta. |
|
|
|
6. 2012105 - Loftgæði, losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu |
Lögð fram skýrsla um áhrif hraða á mengun vegna umferðar unnin af Háskóla Íslands. |
Lagt fram til kynningar. |
NR_1800_752_Áhrif hraða á mengun vegna umferðar.pdf |
|
|
|
7. 2012037 - Loftslagsmál, stýrihópur |
Lögð fram tillaga að skipan starfshóps um loftlagsmál. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð skipar Árna Rúnar Árnason og Tinnu Hallbergsdóttur frá meirihluta og Þóreyju Svanfríði Þórisdóttur frá minnhluta í starfshóp um loftlagsmál. Formaður hópsins verður Árni Rúnar Árnason. |
|
|
|
8. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði |
Tekinn til umræðu stöðufundur Strætó með Hafnarfjarðarbæ. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri óskir sínar um breytingar í samræmi við innsend erindi um breytingar á leið 1 að hringtorgi í Skarðshlíð, pöntunarþjónustu á iðnaðarsvæði við Velli og felur sviðinu að ítreka óskir Hafnarfjarðarbæjar. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
9. 2012340 - Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar |
Lögð fram fundargerð 1. fundar. |
Starfshópur,stígar- 1. fundur.pdf |
|
|
|
10. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð 337 fundar. |
Fundargerð stjórnarfundur 337 12 mars 2021.pdf |
|
|
|
11. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar nr. 444. |
Fundargerð 444. fundar stjórnar SORPU.pdf |
Fylgiskjal.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:12 |