Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 403

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
15.06.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Jón Atli Magnússon varamaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Sigurjóna Hauksdóttir varamaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.
Þórey Þórisdóttir vék af fundi kl. 10:43.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar 8. júní sl. voru eftirtaldir kjörnir til setu í umhverfis- og framkvæmdaráði:

Formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hraunbrún 48 D
Varaformaður Árni Rúnar Árnason Álfaskeiði 72 B
Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9 D
Aðalfulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir Ölduslóð 5 S
Aðalfulltrúi Fannar Freyr Guðmundsson Lækjargötu 30 S

Varafulltrúi Örn Geirsson Skipalóni 7 D
Varafulltrúi Jón Atli Magnússon Norðurvangi 6 B
Varafulltrúi Júlíus Freyr Bjarnason Traðarbergi 27 D
Varafulltrúi Viktor Ragnar Þorvaldsson Daggarvöllum 6b S
Varafulltrúi Sigurjóna Hauksdóttir Suðurbraut 2 S

Áheyrnarfulltrúi Þórey S. Þórisdóttir Þúfubarði 9 C
Varaáheyrnarfulltrúi Þröstur Valmundsson Söring Álfabergi 28 C

Lagt fram.
2. 2206176 - Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun
Lögð fram tillaga um endurskoðun á erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna ýmissa breytinga á lögum og reglugerðum undanfarinna missera svo sem vegna ritunar fundargerða í fundargerðabækur, heimild til fjarfunda ef ráðsmaður er innan sveitarfélagsmarka og viðauka við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 240/2021.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða erindisbréf ráðsins.
3. 2206154 - Skilvirkni á sviði skipulags- og byggingamála
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingarráðs:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráðist verði í úttekt á stjórnsýslu umhverfis- og skipulagssviðs sem skili tillögum sem miði að því að bæta skilvirkni, þjónustu og viðmót á sviði skipulags- og byggingarmála bæjarfélagsins."
Lagt fram og vísað til úrvinnslu bæjarstjóra.

4. 2206164 - Tónlistarskóli og leikhús
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til fræðsluráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs og menningar- og ferðamálanefndar:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að:
a) Hefja undirbúning að stækkun Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; greindir verðir möguleikar til viðbyggingar við núverandi húsnæði og gerð áætlun um framkvæmdir og kostnað.
b) Hefja vinnu við að finna hentugt húsnæði til framtíðar fyrir atvinnuleikhús í bænum."
Lagt fram og sviðsstjóra falið að hefja viðræður við hagsmunaðila.
5. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Lögð fram tilboð í endurbætur á útisvæði dagdeildar við Sólvang.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Garðaþjónustu Íslands.
6. 2109683 - Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022
Lögð fram tilboð í sorphirðu heimila og stofnana í Hafnarfirði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um tilboð 2, metanbílar, vegna verksins Hafnarfjörður sorphirða 2023-2023 við lægstbjóðandi, Terra ehf.

Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um tilboð 2, metanbílar, vegna verksins Hafnarfjörður stofnanir sorphirða 2023-2026 við lægstbjóðandi, Terra ehf.
7. 1110158 - Jarðvegstippur, staðsetning
Tekið til umræðu losun jarðvegs í jarðvegstipp við Hamranes.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að loka jarðvegstipp við Hamranes og felur sviðinu að skoða hvort aðrir möguleikar á jarðvegstipp séu innan sveitarfélagsmarka.
8. 1901438 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju og farið yfir stöðu mála eftir fund með Kópavogi, Vegagerðinni og SSH.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar kostnaðarmati Vegagerðarinnar um opnun Bláfjallavegar að nýju á milli Krísuvíkurvegar og Bláfjalla til stjórnar SSH til að leiða sameiginlega vinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna að því markmiði að leiðin verði opnuð aftur. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að vegna öryggissjónarmiða verði opnun vegarins hraðað þar sem Bláfjallavegur mun nýtast íbúum sem flóttaleið komi til náttúruhamfara í eða við Hafnarfjörð.
9. 2205390 - Reykjanesbraut, tenging við Kapelluhraun, umferðaröryggi
Lagt fram bréf frá Rio Tinto dags. 13.5.2022 þar sem lýst er áhyggjum fyrirtækisins af umferðaröryggi á Reykjanesbraut.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hefja viðræður við Vegagerðina um mögulegar úrbætur.
Reykjanesbraut, umferðaröryggi_mai_2022.pdf
10. 2205262 - Fjölgun leikskólarýma
Lagt fram til kynningar.
11. 2204112 - Skólalóð Hraunvallaskóla
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á færanlegum stofum við Hraunvallaskóla.
Lagt fram til kynningar.
12. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram staða rekstrar frá 1. janúar til 30. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
13. 2205056 - Húsfélagðið Fjörður, framkvæmdir
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun 2022.
14. 2206180 - Jólalýsing í Hafnarfirði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hefja undirbúning við hönnun jólalýsingar 2022.
15. 1407049 - Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að óska eftir ábendingum frá íbúum um fallega og vel hirta garða, götur, opin svæði, fyrirtækja og stofnanalóða vegna Snyrtileikinn 2022.
16. 2206221 - Kaplakriki, hybrid knattspyrnuvöllur
Lagt fram erindi Fimleikadeildar Hafnarfjarðar varðandi "Hybrid" knattspyrnuvöll í Kaplakrika. Viðar Halldórsson formaður FH mætir til fundarins og kynnir erindið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til bæjarráðs. Ráðið óskar eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun og áætlaðri nýtingu vallarins miðað við samanburð á hefðbundnu grasi og hybrid.
17. 2206222 - Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar varðandi samning um kostnaðarþátttöku Hafnarfjarðarbæjar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.
Fundargerðir
18. 2201358 - Strætó bs, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð 356. fundar.
Fundargerð stjórnarfundur 356 20. maí 2022.pdf
Fyrsti fundur ráðsins eftir sumarleyfi verður 10. ágúst n.k.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til baka Prenta