FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 820

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
06.01.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2011118 - Langeyrarvegur 4, reyndarteikningar
Brynjar Ingólfsson leggur inn reyndarteikningar 04.11.2020 skv. teikningum Gunnars Loga Gunnarssonar dags. 21.09.2020.
Samþykki meðeiganda fylgir. Nýjar teikningar bárust 18.12.2020.
Nýjar teikningar bárust 23.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2101089 - Hádegisskarð 17-19, reyndarteikningar
Drífa Andrésdóttir og Gylfi Andrésson leggja inn þann 30.11.2020 reyndarteikningar unnar af Elínu G. Gunnlaugsdóttir dags. 24.07.2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
3. 2012347 - Tinnuskarð 5, deiliskipulagsbreyting
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23.12.2020 samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá gildandi deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 5 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, í samræmi við skipulagslög. Erindið var grenndarkynnt frá 28.12.2020 til 25.01.2021. Heimilt var að stytta grenndarkynninguna ef þeir sem hana fengu veittu skriflegt samþykki vegna breytinganna. Skriflegt samþykki þeirra er grenndarkynninguna fengu liggur nú fyrir. Grenndarkynningu telst því lokið.
Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
4. 2012133 - Völuskarð 18, breyting á deiliskipulagi
Rut Helgadóttir sækir 8.12.2020 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 18. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 9.12.2020 var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög. Erindið var grenndarkynnt frá 23.12.-25.1.2021 með heimild til að stytta tímabil grenndarkynningar berist skriflegt samþykki þeirra sem kynninguna fengu. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa vegna breytinganna barst þann 6.1.2021. Grenndarkynningu telst því lokið. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við skipulagslög.
5. 2101091 - Hringhamar 7, fyrirspurn
Þann 5.1.2021 leggur Fernando Andrés C. de Mendonca arkitekt inn fyrirspurnarerindi til skipulagsfulltrúa fyrir hönd lóðarhafa Draumar hús ehf. Óskað er eftir afstöðu skipulagsfulltrúa er varðar svalagang og bílastæði innan lóðar.
Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.
D-hluti fyrirspurnir
6. 2101068 - Öldutún 20, viðbygging, fyrirspurn
Þann 4. janúar sl. leggur Bjarni Matthías Jónsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu/bílskúr við Öldutún 20.
Tekið er neikvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts dags. 6.1.2021.
E-hluti frestað
7. 2012482 - Steinhella 1, reyndarteikningar
Húsið ehf. sækja 29.12.2020 um fjölgun eigna samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar.
Erindinu frestað, gögn ófullnægjandi.
8. 2101092 - Dalshraun 5, breyting, mhl 01
Gosi Trésmiðja ehf. sækir þann 05.01.2021 um breytingu á þremur skrifstofurýmum í fimm íbúðir og 10,6 fermetra forsteypt sorpgerði sett á suðurhlið lóðarinnar samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dags. 08.04.2019.
Erindinu er synjað, sjá umsögn arkitekts.
F-hluti önnur mál
9. 2101067 - Drangahraun 7, stöðuleyfi tjald.
Fasteignafélag KK ehf. sækir þann 5.1.2020 um stöðuleyfi fyrir tjald tímabilið 29.12.2020 til 29.12.2021.
Byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi til eins árs, samkvæmt umsókn eiganda. Í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta