FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 854

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
06.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2108842 - Völuskarð 32, byggingarleyfi
Ragnar Kaspersen sækir 30.8.2021 um að byggja einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Helga Kjartanssonar dagsettar 25.8.2021.
Nýjar teikningar bárust 27.09.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2109263 - Móhella 1, byggingarleyfi
Agros Móhella 1 ehf sækir þann 06.09.2021 um leyfi til að byggja stálgrindarhús á einni hæð samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags. 14.06.2021.
Nýjar teikningar bárust 23.09.2021.
Nýjar teikningar bárust 05.10.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2109767 - Selhella 3, reyndarteikningar
Selhella ehf. leggja 23.9.2021 inn reyndarteikningar af Selhellu 3 samkvæmt teikningum Davíðs K. Karlssonar dagsettar 14.9.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2109602 - Malarskarð 12, byggingarleyfi
HOS bygg ehf. sækir 16.9.2021 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum og hafbundnu timbur þaki samkvæmt teikningum Róberts Svavarssonar dagsettar 14.9.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2109292 - Gauksás 13, svalaskýli
Guðmundur Adolf Adolfsson sækir 7.9.2021 um leyfi fyrir svalaskýli samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 5.9.2021.
Undirskriftir nágranna barst á teikningum.
Nýjar teikningar bárust 13.9.2021.
Nýjar teikningar bárust 24.09.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
6. 2109479 - Völuskarð 12, breyting á deiliskipulag
Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 7.9.2021 um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga Skarðshlíðar. Breytingin felur í sér að gert ráð fyrir parhúsi á tveimur hæðum. Einnig er gert ráð fyrir tilfærslu/breytingu á byggingarreit og fallið er frá bundinni byggingarlínu.
Tekið er neikvætt í erindið samanber umsögn.
7. 2109478 - Völuskarð 2, breyting á deiliskipulagi
Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 7.9.2021 um að breyta deiliskipulagi í 3. áfanga Skarðshlíðar vegna Völuskarðs 2. Tillagan gerir ráð fyrir verulegri aukningu byggingarmagns og fjölgunar íbúða.
Tekið er neikvætt í erindið samanber umsögn.
8. 2109411 - Völuskarð 32, breyting á deiliskipulagi
Ragnar Kaspersen sækir 13.9.2021 um breytingu á deiliskipulagi í 3. áfanga Skarðshlíðar vegna Völuskarðs 32. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða og bílastæða.
Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags og byggingarráðs.
9. 2109369 - Borgahella 7, mhl 01-02 breyting á deiliskipulagi
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 27.8.2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna færslu á aðkomu/innkeyrslu á lóð.
Erindið er samþykkt og verði lokið í samræmi við 3. mgr. 42. gr skipulagslaga.
10. 2108447 - Álfaberg 24h, deiliskipulags breyting
HS Veitur sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna tilfærslu dreifistöðvar við Álfaberg.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið.
D-hluti fyrirspurnir
11. 2106180 - Hraunkambur 10, fyrirspurn
Ólöf Flygenring fh. lóðarhafa sendir fyrirspurn þann 8.6.2021 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak og stækka kvisti. Eigandi óskar eftir að færa þakrennu út fyrir þakkant og hækka efsta punkt þaks úr ca 265 cm í 350 cm. Þakhalli er nú ca 31° en verður rúmar 37°. Einnig er spurt hvort stækka megi núverandi anddyri með því að reisa litla viðbyggingu við vesturhlið, 5-6 fm. Núverandi útitröppur þarf þá að færa til suðurs sem nemur um 140 cm og gera þær um leið betri að ganga um.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Grenndarkynna þarf erindið þegar byggingarleyfisumsókn berst.
12. 2105280 - Arnarhraun 4-6, fyrirspurn
Atli Freyr Steinþórsson fh. húsfélagsins að Arnarhrauni 4-6 leggur 17. maí 2021 inn fyrirspurn vegna bílastæðis innan lóðar.
Tekið er jákvætt í erindið. Lóðarhafar beri kostnað af breytingum utan lóðar.
13. 2109982 - Borgahella 17
Lárus Ragnarsson fyrir hönd Selið fasteignafélag ehf. óskar eftir að fá að hækka gólfkóta á aðkomugólfi um 30 cm.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Hönnuður skal skila inn nýjum aðaluppdráttum með uppfærðri hæðarafsetningu.
E-hluti frestað
14. 2109897 - Hvaleyrarbraut 39, breyting á innra skipulagi
Dverghamar ehf sækir 24.09.2021 um breytingu á innra skipulagi 1 hæðar, færa til innkeyrsluhurðir og setja upp öryggisgirðingu, samkvæmt teikningum Jóns Gunnarssonar dags. 15.09.2021.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.
15. 2108072 - Vesturbraut 1, svalir
Andri Björn Ómarsson sækir 4.8.2021 um leyfi að setja svalir sem samþykktar voru á teikningum árið 2002.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.
16. 2109754 - Suðurgata 55, viðbygging
Andri Már Ólafsson sækir þann 22.09.2021 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 20. september 2021.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta