FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 733

Haldinn á fjarfundi,
20.04.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2103133 - Miðbær, deiliskipulag reitur 1
Kynnt frumathugun á byggingarheimildum á reit 1.
Tekið til umræðu.
2. 2010325 - Strandgata 11-13, fyrirspurn
Tekin til umræðu á ný tillaga að uppbyggingu að Strandgötu 11-13.
Lagt fram til kynningar.
3. 1708457 - Hraun vestur, deiliskipulag
Kynntar frumhugmyndir að endurskoðun rammaskipulags frá 2018.
Tekið til umræðu.
4. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Farið yfir stöðu skipulagsvinnu vesturbæjar. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Þórhildi Þórhallsdóttur og Áslaugu Traustadóttur frá Landmótun fyrir kynninguna.
5. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins. Breytingin gerir ráð fyrir færslu og snúningi á æfingarvelli, breytingu á gönguleiðum, girðingum. Gerð er grein fyrir staðsetningu fornleifa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðis og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Málsmeðferð fari skv. 43. grein skipulagslaga.
9623-210419-ÁSVELLIR-DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR - breyting 16 april 2021.pdf
6. 2103509 - Hraun vestur, Hjallar
Hugmyndir að uppbyggingu teknar fyrir á ný. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa varðandi uppbyggingaráform og áframhaldandi vinnu.
Lagt fram til kynningar.
7. 1510326 - Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Tekin til umræðu á ný umferðarmál í Norðurbæ vegna lokunar gamla Álftanesvegar.
Tekið til umræðu.
8. 2103510 - Ljósaklif við Garðaveg, breyting lóðar
Erindi Gunnlaugs Björns Jónssonar fh. lóðarhafa er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Sótt er um skiptingu á lóð í tvær, annarsvegar 698,8 m2 og hinsvegar 526.2 m2. Í dag er íbúðarhús og verkstæðisbygging á lóðinni sem er 1224,9 m2 að stærð. Verkstæðisbyggingunni verður breytt í íbúðarhús og og er byggingarreitur fyrir allt að 20 m2 viðbyggingu sunnan hússins. Að teknu tilliti til horfinnar 6,5 m2 skúrbyggingar norðan hússins verður stækkunin 13, 5 m2. Kvöð er um aðkomu gegnum lóð núverandi íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. 2103530 - Tinnuskarð 32, breyting á byggingareit
Umsókn Kristins Ragnarssonar fh. lóðarhafa er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Sótt er um breytingu á byggingarreit lóðarinnar.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt i að byggingin verði á einni hæð en fella skal byggingarreit að heildarskipulagi svæðisins.
10. 2103630 - Hlíðarþúfur, starfsemi Villikatta
Lagt fram erindi stjórnar Húsfélags Hlíðarþúfna dags. 19.3.2021 er varðar starfsemi Villikatta í Hlíðarþúfum. Stjórn Húsfélagsins gerir athugasemd við starfsemina og telur að hún sé á skjön við skilmála gildandi aðal- og deiliskipulags svæðisins sem og að henni fylgi ónæði.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fyrirspurnir
11. 2103613 - Sléttuhlíð B3, fyrirspurn
Þann 23.03. leggur Jóna Guðrún Jóhannsdóttir inn fyrirspurn vegna þakhalla í Sléttuhlíð. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi og bókun fundarins var: í bréfi dags. 4. júní sl. óskaði félag sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð eftir að gerðar yrðu breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. yrði gerð breyting á þakhalla. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22. september sl. var erindið tekið fyrir og óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins. Á fundi skipulags-og byggingarráðs þann 6. október sl var umrædd umsögn lögð fram og kom fram að verulegir vankantar væru á að teikningum hafi verið skilað inn fyrir sumarhús í Sléttuhlíð einnig kom fram að ekki sé ljóst hvernig staðið sé að skolpmálum á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram gögn um stöðu samþykktra byggingarnefndarteikninga svo og ástands á fráveitu/rotþróm í Sléttuhlíð.
Afgreiðslu erindis var frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir.
Þar sem breyting á þakhalla kallar á breytt deiliskipulag og með vísun í bókun ráðsins er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.
Þann 13.4.2021 óska Jóna G. Jóhannsdóttir og Þorgils Ámundason eftir að erindið verði tekið fyrir í skipulags- og byggingarráði.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að hefja vinnu við breytt deiliskipulag lóðarinnar á sinn kostnað.
12. 2103606 - Drangsskarð 8, fyrirspurn
Fyrirspurn Kristins Ragnarssonar dags. 20.3. sl. er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga við lóðina að Drangsskarði 8. Í breytingunni felst að: byggingarreit er breytt og hann stækkaður. Í stað tvíbýlishúss verði komið fyrir parhúsi á lóðinni með einhalla eða flötu þaki. Byggingarmagn helst óbreytt.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á að sýna skal uppbrot íbúðahluta í samræmi við aðliggjandi byggð.
13. 2103662 - Steinhella 17a, fyrirspurn
Hafsteinn Hilmarsson fh. Gluggasmiðjan innflutningur ehf. óskar þann 16.4.2021 eftir að fyrirspurn dags. 25.3.2021 er snýr að merkingu að Steinhellu 17a sé tekin fyrir í skipulags- og byggingarráði. Um er að ræða merkingu á gafl hússins sem snýr að Reykjanesbraut með nafni og upplýsingum um vöruúrval á svipaðan máta og Geymsla 1. Tekið var neikvætt í fyrirspurnina á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30.3.sl. með vísan til "Samþykktar um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar", sem kveður á um hámark 6m að lengd, 9 fm að flatarmáli.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið til reynslu í eitt ár.
Fundargerðir
14. 2104003F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 831
Lögð fram fundargerð 831 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:12 

Til baka Prenta