FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 450

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
07.10.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Daði Lárusson varamaður,
Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ása Hrund Ottósdóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2109001 - Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, innleiðing
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hulda Björk Finnsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn og kynnir Brúna.
Fjölskylduráð þakkar Huldu Björk fyrir góða kynningu á Brúnni.

Stjórn sambands íslenskrar sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Með tilkomu Brúarinnar er sú innleiðing langt komin hjá Hafnarfjarðarbæ. Farsældarfrumvarpið byggir að einhverju leyti á Brúnni og erum við í Hafnarfirði ákaflegt stolt af því að þetta verklag sem er viðhaft hér hafi náð inn í þetta tímamótafrumvarp.
Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.pdf
Lög um samþættingu þjónustu í farsældar barna.pdf
Kynning Brúin fjölskyldu- og fræðsluráð okt 2021.pdf
2. 2109732 - Umdæmisráð barnaverndar
Lagt fram minnisblað varðandi umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi umdæmisráð. Hvort sem það er samstarf allra sveitarfélaganna eða eingöngu tveggja til þriggja.
Sviðsstjóra er falið að halda áfram með samtalið við sviðstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Minnisblað_Umdæmisráð_sept21_3.pdf
Barnaverndarlög.pdf
3. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn og fara yfir stöðu fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2022.
Lagt fram. Umræður
4. 2109731 - Stuðningsfjölskyldur, greiðslur
Lagðar fram upplýsingar um greiðslur vegna stuðningsfjölskyldna. Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Mikilvægt að greiðslur til stuðningsfjölskyldna hækki. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að kostnaðargreina hvað það mundi kosta að hækka greiðslur í umönnunarflokkum 1 - 3 til stuðningsfjölskyldna sambærilegt því sem er í Mosfellsbæ.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna.pdf
5. 2110108 - Liðveisla, þjónusta við fatlað fólk
Lagðar fram upplýsingar um liðveislu. Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Minnisblað til fjölskylduráðs 7. okt 2021.pdf
6. 2110124 - Starfsaðstaða, stuðningsþjónusta
Lagðar fram upplýsingar um starfsaðstöðu starfsfólks í stuðningsþjónustu.
Starfsaðstaða fyrir starfsmenn stuðningsþjónustu Hafnarfjarðar er óviðunandi og við því þarf að bregðast. Sviðsstjóra er falið að leita eftir húsnæði fyrir starfsmenn
Aðstaða fyrir starfsmenn stuðningsþjónustu Hafnarfjarðar.pdf
Fundargerðir
7. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Lagt fram.
Fundargerð 9.9.2021.pdf
8. 1612120 - Barnvænt samfélag, vottun
Lagt fram.
Fundargerð - Stýrihópur Barnvænt sveitarfélag 5.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25 

Til baka Prenta