FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 358

Haldinn á fjarfundi,
12.11.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn undir seinni liðnum


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009625 - Jólaþorpið 2020
Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins 2020, jólaævintýrið í Hellisgerði og árlega jólaskreytingakeppni
Verkefnastjóri kynnti framkvæmd Jólaþorpsins og var falið að auglýsa eftir tilnefningum að best jólaskreyttu íbúðarhúsunum í Hafnarfirði. Viðurkenningar verða afhentar á Þorláksmessu. Unnið er að því að skapa jólaævintýri í Hellisgerði svo fjölskyldur bæjarins geti notið ljósanna og skreytinga þar á sínum eigin forsendum í desember.
2. 1912180 - Reykjavík loves, samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Rætt um framlengingu á markaðssamstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum visit Reykjavík
Verkefnastjóra falið að vinna að áframhaldandi samstarfi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta