Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1889

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
20.04.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti,
Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður,
Birgir Örn Guðjónsson varamaður,
Stefán Már Gunnlaugsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttir, Öddu Maríu Jóhannsdóttir, Sigrúnu Sverrisdóttir og Helgu Ingólfsdóttur, en í þeirra stað sitja fundinn Birgir Örn Guðjónsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2107207 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 breyting, Ásland 4 og 5
1. liður úr fundargerð skipulags - og byggingarráðs þann 13. apríl sl.

Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 samhliða deiliskipulagi Áslands 4. Aðalskipulagsbreytingin felst m.a. í því að Ásland 4 norðan Ásvallabrautar stækkar og tengist í eitt samfellt hverfi. Svæði milli Áslands 4 og Skarðshlíðar verður skilgreint sem opið svæði OP20. Breyting verður á stígakerfi á svæðinu þar sem stígar, sem nú eru skilgreindir yfir svæðið, færast út að jöðrum svæðisins að Ásvallabrautinni og yfir á opna svæðið. Gert er ráð fyrir leiksóla í hverfinu. Áætlaður íbúðafjöldi er 580 íbúðir í fjölbýli, einbýli, rað- og parhúsum. Tillagan var auglýst 25.2.2022-12.4.2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingaráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.
ASK_2013_2025_Asland_4_14022022.pdf
2. 2007341 - Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.

Lögð fram tillaga að textabreytingu í greinargerð deiliskipulagsins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að textabreytingu greinargerðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.
breyting vegna þakhalla.pdf
Sléttuhlíð mannvirki lóðir uppfært. 22.3.22.pdf
Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting, undirritað afgreiðslubréf.pdf
3. 2106248 - Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting
3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.

Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suðurs samhliða breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs.
Breytingin nær til 3ha svæðis af heildarsvæði Selhrauns suður. Breytingin nær til lóðanna Norðurhella 13-19 og Suðurhella 12-14. Landnotkun lóðanna breytist úr AT2 í ÍB14. Athafnasvæði AT2 minnkar út 30ha í 27ha. Tillagan var auglýst tímabilið 22.2-5.4.2022. Engin athugasemd barst.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og Sigurður svarar andsvari og Ágúst Bjarni kemur að andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.
Selhraun umhverfisáhrif, minnisblað VSÓ.pdf
Selhraun aðalskip minnisblað 01.10.2021.pdf
Selhraun suður, bókanir í máli 1701175.pdf
4. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
4. liður ur fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.

Bæjarstjórn samþykkti 26.1.2022 að auglýsa deiliskipulag Selhrauns suðurs samhliða breytingu á aðalskipulagi í samræmi við skipulagslög. Breytingin felst í að á Norðurhellu 13-19 er heimilað að vera með 67 íbúðir í þegar byggðum húsum. Á lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Við Suðurhellu 12-20 er gert ráð fyrir 132 íbúðum í fimm nýjum fjölbýlishúsum, 4-6 hæða. Á lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Bílageymslur eru undir húsum við Suðurhellu 14-18. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 5. apríl 2022. Umsögn barst frá Veitum.
Skipulags- og byggingarráð þakkar ábendingu Veitna og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.
Suðurhella 12-14 og 13-19.pdf
Deiliskipulag Selhraun Suður í augl..pdf
5. 2112176 - Hamranes reitur 27B, deiliskipulag
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.

Bæjarstjórn samþykkti 12.1.2022 að auglýsa tillögu Lindabyggðar ehf. að deiliskipulagi reitar 27.B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum með 50 íbúðum ásamt reit fyrir einnar hæðar 30 m2 smáhýsi fyrir íbúa. Á jarðhæð sem snýr að Hringhamri verði heimilt að vera með verslun og þjónustu. Tillagan var auglýst 25.1.2022 - 9.1.2022. Umsögn barst frá Veitum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulag Hamraness reitar 27.B með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.
21044-Deiliskipulagsuppdráttur 04-A1 samþykki aðliggjandi lóða.pdf
21044-Deiliskipulagsuppdráttur 19.10.2021.pdf
Hamranes greinargerð 19102021.pdf
Svör við athugasemdum réf.pdf
Fundargerðir
6. 2203033F - Umhverfis- og framkvæmdaráð - 400
Lögð fram fundargerð umhverfis - og framkvæmdarráðs frá 13. apríl sl.
Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir 3. lið.
7. 2203034F - Fræðsluráð - 489
Lögð fram til kynningar fundargerð fræðsluráðs frá 13. apríl sl.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 1. lið.
8. 2204004F - Skipulags- og byggingarráð - 756
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.
9. 2204007F - Hafnarstjórn - 1619
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13. apríl sl.
10. 2204010F - Skipulags- og byggingarráð - 757
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 13. apríl sl.
Áætlanir og ársreikningar
11. 2203695 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2021 og fyrirtækja hans
1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12. apríl sl.

Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Forseti ber þá upp tillögu um að ársreikningi Hafnarfjarðarkaupstaðar 2021 og fyrirtækja hans verði vísað til 2. umræðu sem fram fer í bæjarstjórn 4. maí nk. Er það samþykkt samhljóða.
Ábyrgða- og skuldbindingayfirlit-2021.pdf
Ársreikningur Hafnarfjardarbæjar 2021_fyrri umræða__.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta