Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 757

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
13.04.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson aðalmaður,
Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2107207 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 breyting, Ásland 4 og 5
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 samhliða deiliskipulagi Áslands 4. Aðalskipulagsbreytingin felst m.a. í því að Ásland 4 norðan Ásvallabrautar stækkar og tengist í eitt samfellt hverfi. Svæði milli Áslands 4 og Skarðshlíðar verður skilgreint sem opið svæði OP20. Breyting verður á stígakerfi á svæðinu þar sem stígar, sem nú eru skilgreindir yfir svæðið, færast út að jöðrum svæðisins að Ásvallabrautinni og yfir á opna svæðið. Gert er ráð fyrir leiksóla í hverfinu. Áætlaður íbúðafjöldi er 580 íbúðir í fjölbýli, einbýli, rað- og parhúsum. Tillagan var auglýst 25.2.2022-12.4.2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingaráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
2. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri lágreistri byggð sérbýla og fjölbýla á 44 hektara svæði. Tillagan var auglýst tímabilið 25.2.2022-12.4.2022. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera umsögn vegna framkominna athugasemda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25 

Til baka Prenta