FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3574

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
20.05.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105350 - Orkufundur 2021
Lagt fram fundarboð á orkufund á vegum Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 28. maí nk.
2. 2105176 - Rekstrartölur 2021
Rekstrartölur jan.- mars lagðar fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
3. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Aðgerðaráætlun vegna Covid - 19.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðbót við þá aðgerðaáætlun sem samþykkt var í apríl 2020.

Bæjarráð samþykkir að 250 milljónum króna verði varið í tímabundin störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að 340 milljónum króna verði varið í viðhalds- og innviðaframkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að bæta 5 milljónum króna í sérstaka menningarviðburði í Hafnarfirði sumarið 2021.
Aðgerðir Covid viðbót maí 2021.pdf
4. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagður fram viðauki II. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Viðauki II_bæjarráð_20.05.2021.pdf
5. 2105203 - Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug, útboð
Lagt fram. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með þeirri breytingu að frávikstilboð verði heimil.
Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug - Útboðs og útleigulýsing 17. maí.pdf
6. 2105201 - Launað námsleyfi, haust 2021
Lagðar fram umsóknir um launuð námsleyfi. Kolbrún Magnúsdóttir mannauðsráðgjafi mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um launuð námsleyfi.

7. 2105076 - Hringhamar 5H og Nónhamar 3H, lóðaumsókn
Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf. um lóðirnar Hringhamar 5h og Nónhamar 3h í samræmi við deiliskipulag bæjarins í Hamraneshverfi fyrir dreifistöðvar HS Veitna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Hringhamar 5h og Nónhamar 3h verði úthlutað til HS Veitna hf.
8. 2105152 - Höfuðborgarkort, tillaga
Höfuðborgarkort - tillaga frá aðalfundi SSH.
Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og óskar eftir frekari útfærslu.

Tillagan um sérstakt kort fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samræmi við markmið gildandi fjárhagsáætlunar, en þar segir í greinargerð á bls. 30:

“Árið 2021 er stefnt á að viðskiptavinir bókasafnsins geti notað bókasafnsskírteini sitt á öllum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, þannig að eitt árgjald gildi í öll þau bóksöfn. Þetta myndi taka gildi þegar nýja bókasafnkerfið verður tekið í notkun, sem verður vonandi í lok árs 2021. Áætlað er að sú aðgerð hafi lítil áhrif á tekjur safnsins.?
Höfuðborgarkort, tillaga.pdf
9. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lagður fram viðauki við gildandi lóðarleigusamning.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við lóðarleigusamning um breytta skiptingu á prósentuhlutfalli lóðarhafa.

Kaplakriki - viðauki við lóðarleigusamning_drög.pdf
10. 2105010 - Sörli, Íslandsmót barna- og unglinga 2021, hestaíþróttir, stuðningur
Tekið fyrir á ný. Áður á dagskrá bæjarráðs 6. maí sl.

Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um aðkomu Hafnarfjarðarkaupstaðar að Íslandsmóti barna- og unglinga 2021 í hestaíþróttum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur íþrótta- og tómstundafulltrúa og felur honum jafnframt að vera í góðu samstarfi við forsvarsmenn Sörla varðandi nánari útfærslur. Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og skipulagssviði að hefja samtal við forsvarsmenn Sörla um lið 2 í innsendu erindi, er varðar stuðning við framkvæmdir við velli og keppnisbraut á svæðinu.

Íslandsmót barna og unglinga 2021, Hestamannafélagið Sörli.pdf
11. 1706134 - Skarðshlíð íbúðarfélag, húsnæðissjálfseignarstofnun
Til umræðu.
12. 2104341 - HS veitur, sala, beiðni um frumkvæðisathugun
Lögð fram umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 17.maí sl. vegna erindis varðandi sölu í HS veitum.
Fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans, Samfylkingar og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn samþykkti sölu hlutabréfanna í bæjarráði 22. apríl 2020, án þess að mat hefði fram á því hvort salan væri nauðsynleg og/eða fjárhagslega hagkvæm. Tillagan sem samþykkt var hljóðaði svo: „Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf sem er 15,42% með það að markmiði að hlutabréf sveitarfélags verði seld.“ Í tillögunni kemur ekkert fram um að leita eigi tilboða fyrst og taka síðar ákvörðun um hvort selt verði. Tillagan hljóðar upp á sölu, en ekki könnun á hugsanlegu söluverði. Hvorki tillagan né bókun meirihlutans á fundinum nefnir þann möguleika að hætta við sölu síðar, ef ekki fengist þóknanlegt verð. Vísan til umræðna á öðrum fundum, þar sem tillagan var ekki borin upp til samþykktar, söluskilmála sem ekki hafa verið lagðir fram og ótilgreindra blaðaviðtala við forustumenn meirihlutans, breyta ekki þeirri staðreynd að meirihlutinn samþykkti söluna í bæjarráði og hratt af stað söluferli í beinu framhaldi af því og sniðgekk þar með bæjarstjórn í beinni andstöðu við sveitarstjórnarlög.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

Fulltrúar meirihlutans vísa bókun fulltrúa minnihlutans alfarið á bug. Að öðru leyti er vísað til svars Hafnarfjarðarbæjar sem sent verður til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna málsins.

Hafnarfj. vegna sölu á eignarhluta í HS veitum.pdf
Ósk um frumkvæðisrannsókn ráðuneytis sveitastjórnarmála.pdf
Erindi varðandi sölu á HS veitum, umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar.pdf
Fundargerðir
13. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Lögð fram fundargerð framkvæmdahóps St. Jó frá 14.apríl og 12.maí sl.
14. 2105001F - Hafnarstjórn - 1599
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6.maí sl.
15. 2105009F - Stjórn Hafnarborgar - 359
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 12.maí sl.
16. 2105002F - Menningar- og ferðamálanefnd - 369
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.maí sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta