Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3605

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
01.07.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1908561 - Jafnlaunavottun
Kynning á jafnlaunavottun. Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
2. 2206932 - Launuð námsleyfi,reglur, breyting
Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um launað námsleyfi.
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Lagt fram.
3. 2206624 - Rekstrartölur 2022
Lagðar fram rekstrartölur jan.-apríl 2022. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
4. 2205261 - Samband íslenskra sveitarfélaga, landsþing 2022
Tekið fyrir á ný.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um landsþing sambandsins á Akureyri 28.-30.september nk. Lagt fram bréf Sambandsins varðandi kosningu landsþingsfulltrúa. Kjósa þarf 6 landsþingsfulltrúa og jafnmarga til vara.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

Kristinn Andersen
Orri Björnsson
Karolína Helga Símonardóttir
Valdimar Víðisson
Guðmundur Árni Stefánsson
Hildur Rós Guðbjargardóttir

Til vara:
Margrét V. Marteinsdóttir
Kristín Thoroddsen
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
Jón Ingi Hákonarson
Sigrún Sverrisdóttir
Árni Rúnar Þorvaldsson
5. 2206221 - Kaplakriki, hybrid knattspyrnuvöllur
16.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.júní sl.
Lagt fram erindi Fimleikadeildar Hafnarfjarðar varðandi "Hybrid" knattspyrnuvöll í Kaplakrika. Viðar Halldórsson formaður FH mætir til fundarins og kynnir erindið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til bæjarráðs. Ráðið óskar eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun og áætlaðri nýtingu vallarins miðað við samanburð á hefðbundnu grasi og hybrid.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar inn í næsta viðauka bæjarráðs. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá samningi við FH um framkvæmdir.
Hafnarfjarðarbær vegna Hybrid 13.6.2022.pdf
Slóð á upplýsingar um hybrid velli.pdf
6. 2201616 - Sumarstörf Hafnarfjarðar 2022
Lagt fram erindi frá FH dags.16.júní sl., beiðni um fleiri sumarstarfsmenn á Kaplakrika. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
7. 2205056 - Húsfélagðið Fjörður, framkvæmdir
13.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.júní sl.
Tekið fyrir að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun 2022.

Vísað til bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar inn í næsta viðauka bæjarráðs.

Guðmundur Árni Stefánsson óskar jafnframt eftir yfirferð í bæjarráði um stöðu fyrirhugaðra framkvæmda við Fjörð.
Fskj. 3_4_Minnisblað um fyrirhugaðar framkvæmdir.pdf
Fundargerð_Aðalfundur Húsfélagsins Fjarðar_2022_PwC_22.04.2022_Final.pdf
8. 2205678 - Ráðning bæjarstjóra
Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Til afgreiðslu.
Viðreisn leggur til að laun bæjarstjóra fylgi launum almenns ráðherra sem er í dag með þingfararkaupi 1.826.273. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær hafi skýr viðmið þegar laun bæjarstjóra eru ákvörðuð. Einnig er lagt til að föst upphæð ökutækjastyrks verði afnumin en þess í stað greitt skv raunverulegum akstri bæjarstjóra.

Framangreind tillaga er felld þar sem fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Fulltrúi Viðreisnar leggur auk þess til við bæjarráð að gerð verði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið verði skilgreint. Einnig verði réttindi og skyldur skilgreindar.
Það er mikilvægt að æðsti stjórnandi Hafnarfjarðarbæjar sé með vel skilgreinda starfslýsingu og að mörk valdheimilda séu skýr. Það mun auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Viðreisn leggur til að fulltrúar allra flokka tilnefni fulltrúa í nefnd sem myndi gera tillögur að starfslýsingu.

Framangreind tillaga er felld þar sem fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Er þá tekin til afgreiðslu ráðningarsamningur bæjarstjóra.ráðningarsamningurinn samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.Ráðningarsamn RG drög.pdf
9. 2202522 - Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli
Lagt fram erindi dags. 23.júni sl. frá Skátafélaginu Hraunbúum er varðar heimtaug og spennistöð.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdarsviði.
Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli, heimtaug.pdf
10. 2206172 - Óseyrarbraut 20H,stofnun lóðar og lóðarleigusamningur
3.liður úr fundargerð hafnartjórnar frá 15.júní sl.

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi við HS veitur vegna nýrrar lóðar Óseyrarbraut 20H, sem var stofnuð úr lóðinni nr. 20 við Óseyrarbraut. HS mun kaupa byggingarréttinn á lóðinni af Hlaðbæ Colas.

Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning við HS veitur.
Drög - Óseyrarbraut 20H.lóðarleigusamningur.útg.dags.13.júní.2022.pdf
11. 2205693 - Ljósaklif 2 og 4, lóðarleigusamningar
Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðaleigusamning.
Ljósaklif 2.drög.lóðarleigusamningur.dags.13.6.22.pdf
Ljósaklif 4.drög.lóðarleigusamningur.dags.13.6.22.pdf
12. 2206376 - Sólvangsvegur 3, fastanr. 222-0536, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl
Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í Sólvangsveg 3.
Sólvangsvegur 3, fastanr. 222-0536, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl.pdf
Sólvangsvegur 3, fastanr. 222-0536, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl.pdf
13. 2206910 - Hringhamar 7, fastanr. 252-1296, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl
Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í Hringhamar 7.
Hringhamar 7, fastanr. 252-1296, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl.pdf
14. 1801074 - Búsetukjarnar
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 15.júní al.

Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðstjóra að óska eftir lóð fyrir búsetukjarna í Áslandi 4 og á Öldugötu í samræmi við niðurstöðu skýrslu starfshóps.

Lagt fram bréf frá sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs.
Erindi vísað í skipulags- og byggingaráðs til nánari skoðunar og úrvinnslu
Lóð fyrir búsetukjarna..pdf
15. 2206388 - Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur 2021
Ársreikningur stjórnar samtaka orkusveitarfélaga 2021 lagður fram
Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur 2021.pdf
16. 2206187 - Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag
1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
Lögð fram að nýju umsókn Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um deiliskipulag lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi með verslun og þjónustu á jarðhæð og allt að 40 íbúðum á 2-5 hæð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Áshamar 50, reit 6a, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Bæjarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Áshamar 50, reit 6a.
SKUGGAVARP-ASHAMRAR-50-BIRD.pdf
SKUGGAVARP-ASHAMRAR-50.pdf
22-021-1.90.00 Deiliskipulagsuppdráttur 20220624.pdf
17. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
Lagt fram til samþykktar vegna athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun. Brugðist hefur verið við þeim.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs. Bæjarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður.
0.1-02 Deiliskipulagsuppdráttur - Suðurhella 12 - 20.pdf
0.1-03 Deiliskipulagsuppdráttur - Norðurhella 13 - 19.pdf
0.1-04 Skýringaruppdráttur - Útlit og snið.pdf
0.1-05 Skýringaruppdráttur - Skuggavörp.pdf
0.1-01 Deiliskipulagsuppdráttur - Norðurhella 13-19, Suðurhella 12-20.pdf
18. 2205257 - Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
Nýjar og breytar teikningar lagðar fram þar búið er að fækka bílastæðum ofan jarðar og leiksvæði hefur verið flutt til.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Hringhamar 10, reit 20b, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs. Bæjarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hringhamar 10, reit 20B.
22002-Deiliskipulagsuppdráttur.pdf
Greinargerð 20220401_Uppfærð.pdf
19. 2001243 - Innkauparáð
Tilnefning.
Afgreiðslu frestað.
20. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
21. 2103173 - Menntasetrið við lækinn, stýrihópur
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
22. 2103175 - Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
23. 2001560 - Húsnæði stjórnsýslunnar
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
24. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
25. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Tilnefningar í starfshóp
Afgreiðslu frestað.
26. 2206939 - Viðreisn, tillaga um heildstæða stefnumótun hjóreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ
Viðreisn leggur fram tillögu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Heildstæð hjólreiðaáætlun inniheldur eftirfarandi atriði:
Stefnumótun og sýn fyrir Hafnarfjörð sem Hjólreiðabæ
Áætlun um uppbyggingu stofnstíganets hjólreiða og uppbyggingu hjólaleiða almennt
Áætlun um hjólastæði í bænum
Áætlun um hjólaþjónustu í bænum
Aðgerðaráætlun
Fjárfestingaáætlun
Kynningaráætlun til að auka hlutdeild hjólreiða
Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til skipulags- og byggingarráðs til nánari úrvinnslu.
Fundargerðir
27. 2206005F - Hafnarstjórn - 1621
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.júní sl.
28. 2206017F - Menningar- og ferðamálanefnd - 391
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.júní sl.
29. 2201359 - Stjórn SSH, fundargerðir 2022
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 13.júní sl.
30. 2206010F - Fræðsluráð - 492
Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 15.júní sl.
31. 2206009F - Fjölskylduráð - 467
Lögð fram fundargerð fjölskylduráðs frá 15.júní sl.
32. 2206003F - Skipulags- og byggingarráð - 760
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.júní sl.
33. 2206021F - Skipulags- og byggingarráð - 761
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
34. 2205015F - Umhverfis- og framkvæmdaráð - 403
Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.júní sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til baka Prenta