Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 897

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
14.09.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2206106 - Hringhamar 35-37, byggingarleyfi
Orri Árnason fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja 46 íbúða og 5 hæða fjölbýlishús. Fjölbýlishúsið skiptist upp í tvo hluta sem tengdir eru um bílageymslu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2208667 - Hringhamar 21, MHL.02 byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 25.8.2022 um byggingarleyfi mhl. 02. 24 íbúðir á 5 hæðum auk kjallara.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2209208 - Skúlaskeið 42, breyting
Leó Þór Lúðvíksson, Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir og Guðrún Jóhanna Auðunsdóttir sækja þann 07.09.2022 um breytingar inni, setja nýjar útitröppur og útidyrahurð á mhl 02, samkvæmt teikningum Ólöfar Flygenring dags. 05.09.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2208461 - Flugvellir 1, viðbygging og breyting
Alba Solís fh. lóðarhafa sækir 19.8.2022 um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2209528 - Drekavellir 9, lausar kennslustofur, brunahönnun
Lagður inn aðaluppdráttur vegna brunahönnunar dags. 6.9.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
6. 2208530 - Öldutún 20, framkvæmdaleyfi
Bjarni Matthías Jónsson óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að byrja að jarðvegsskipta fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu við Öldutún 20.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
7. 2209384 - Hringhamar 10, framkvæmdaleyfi
Páll Gauti Pálsson fh. lóðarhafa óskar eftir leyfi til að laga eða færa nýtanlegt fyllingar efni af byggingarsvæði í Skarðshlíð yfir á lóð við Hringhamar 10 sem verður nýtt þegar jarðvinna og fyllingar fara í gang svo ekki þurfi að farga nýtanlegu efni.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
8. 2209456 - Baughamar 21-23-25, framkvæmdarleyfi
ÞG. verktakar ehf. sækja um 9.9.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
9. 2209399 - Langeyrarvegur 15, fyrirspurn bílastæði
Lárus Ragnarsson leggur inn fyrirspurn vegna fjölgunar bílastæða innan lóðar.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.
10. 2209371 - Grænakinn 12, þak á verönd, fyrirspurn
Baiba Romanovska leggur 6.9.2022 inn fyrirspurn vegna þaks yfir verönd.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir sjá umsögn.
E-hluti frestað
11. 2209192 - Brekkugata 20, breyting á eignahaldi
Damian Stanislaw Makowski leggur 6.9.2022 inn breytingu á aðaluppdráttum og skráningartöflu vegna breytinga á eignarhluta rýma í kjallara.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 2209342 - Suðurvangur 19a, svalalokun, íbúð 202.
Hjördís Edda Ingvarsdóttir sækir 7.9.2022 um leyfi fyrir svalalokun samkvæmt teikningum Ólafs Þ. Hersirssonar dagsettar 1.9.2022
Samþykki nágranna barst með teikningum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta