FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3581

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
09.09.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2109323 - Sorpa, skýrsla framkvæmdastjóra
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. mætir til fundarins.
Til kynningar.
2. 1706134 - Skarðshlíð íbúðarfélag, húsnæðissjálfseignarstofnun
Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að endurbótum og fegrun umhverfis og íbúða Skarðshlíðar íbúðarfélags í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Úrvinnslu málsins er vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

2137-kynning_uppfærð.pdf
3. 2107447 - Strandgata 17, Hendrikshús, flutningur og endurbygging, beiðni um samráð
Lögð fram umsögn um málið. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað getur Hafnarfjarðarkaupstaður ekki orðið við beiðni Langelds ehf.

minnisblað Strandgata 17.pdf
4. 2109293 - Árshlutreikningur, uppgjör
Árshlutareikningur 30.06.2021 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
5. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024, viðauki III
Lagður fram viðauki III. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka III til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Viðauki III_bæjarráð_09.09.2021.pdf
6. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagt fram minnisblað varðandi varðandi tekjuviðmið leikskólagjalda. Guðmundur Sverrisson fjármálasvið mætir til fundarins.
Vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Minnisblað - AfslátturLeikskólagjalda_Haust2021.pdf
7. 2109318 - Rekstraráætlun almenningssamgangna
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs. mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
8. 2004377 - Skjalavarsla
Leiga á rými fyrir skjalasafn Hafnarfjarðarkaupstaðar. Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslu og Elín S. Kristinsdóttir skjalastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá samningum um framtíðarlausn fyrir skjalavörslu sveitarstjórnarskrifstofu.

Minnisblað vegna skjalavörslu.pdf
9. 2108758 - Hjallabraut 33, kvöð í lóðarleigusamningi
Til umræðu
Bæjarráð samþykkir að kvöð í lóðarleigusamningi um að íbúðir skulu aðeins seldar þeim sem hafa átt lögheimili í Hafnarfirði í a.m.k. 3 ár, sbr. f. lið 14. gr., skuli falla niður.
Hjallabraut_33_lóðarleigusamningur.útg.10.10.1988.pdf
10. 2109069 - Sléttuhlíð B8, endurnýjun lóðarleigusamnings
Endurnýjun lóðarleigusamnings Sléttuhlíð B8.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Sléttuhlíð B8.drög.lls.6.9.21.pdf
11. 2109274 - Hverfisgata 23C, stækkun lóðar og lóðarleigusamningur
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning
12. 2109180 - Íshella 2, endurnýjun lóðarleigusamnings
Lögð fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Íshella 2.drög.lóðarleigusamningur.dags.7.9.21.pdf
13. 2108146 - Einhella 1, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn AGROS Móhella 1 ehf, um lóðina nr. 1 við Einhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Einhellu verði úthlutað til AGROS Móhella 1 ehf.
14. 2108147 - Álfhella 2, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn AGROS Móhella 1 ehf., um lóðina nr. 2 við Álfhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Álfhellu verði úthlutað til AGROS Móhella 1 ehf.
15. 2108014 - Fluguskeið 23,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Tómasar Bragasonar um hesthúsalóðina nr. 23 við Fluguskeið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hesthúsalóð nr. 23 við Fluguskeið verði úthlutað til Tómasar Bragasonar.
16. 2108151 - Breiðhella 3 og 5,umsókn um lóð,úthlutun,skil
Beiðni frá lóðarhafa að Breiðhellu 3 og 5 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthutun á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

17. 2106263 - Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun
Tilnefningar í stýrihóp.
Bæjarráð tilnefnir Jón Inga Hákonarson, Valdimar Víðisson, Sigurður Þ. Ragnarsson, Arnbjörn Ólafsson, Öddu Maríu Jóhannsdóttir og Rósu Guðbjartsdóttur í stýrihóp um heildstæða stefnumótun.

18. 2003453 - Fjarfundir sveitarstjórnar, ráða og nefnda
Lagt fram erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 1.sept. sl.
Lagt fram til kynningar.
Til allra sveitarfélaga.pdf
19. 2106235 - Alþingiskosningar 2021
Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 25.september nk. lögð fram. Á kjörskrá eru 20.463.

Lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir í komandi alþingiskosningum.
Lagt fram til kynningar.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Frá árinu 2016 hafa fulltrúar Samfylkingarinnar írekað lagt fram tillögur þess efnis að staðsetning kjörstaða verði endurskoðuð og/eða þeim fjölgað. Bent hefur verið á skort á aðgengi íbúa á Völlum og nú í Skarðshlíð að kjörstað. Í ljósi umræðna, bókanna og samþykkta í bæjarráði síðastliðin ár lýsir fulltrúi Samfylkingarinnar miklum vonbrigðum yfir því að enn hafi ekki verið hugað að því að bæta aðgengi íbúa Valla og Skarðshlíðar að kjörstað og hvetur bæjarráð og kjörstjórn til að bæta úr því hið snarasta.
20. 2109322 - Knattspyrnufélagið Haukar, styrkbeiðni, búnaður í lyftingasal
Lögð fram styrkbeiðni frá Knattspyrnufélaginu Haukar dags. 7.sept. sl. vegna endurnýjunar á búnaði í lyftingasal félagsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til úrvinnslu á mennta- og lýðheilsusviði.
Bæjarráð, erindi, búnaðarkaup..pdf
Fundargerðir
21. 2108010F - Hafnarstjórn - 1604
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25.ágúst.sl.
22. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.ágúst sl.
23. 2108019F - Menningar- og ferðamálanefnd - 374
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2.sept.sl.
24. 2101086 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.ágúst sl.
25. 2101080 - SORPA bs, fundargerðir 2021
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. og 30.ágúst sl.
26. 2101084 - Strætó bs, fundargerðir 2021
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.ágúst og 3.september sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til baka Prenta