FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 359

Haldinn á fjarfundi,
26.11.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður,
Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson, verkefnastjóri
Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004013 - Menning á tímum Covid 19
Söfnin í Hafnarfirði opnuðu á ný miðvikudaginn 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum tóku gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns.
Nefndin fagnar því að búið sé að opna söfnin og hvetur bæjarbúa til að nýta sér það en gæta vel að sóttvörnum.
2. 2009625 - Jólaþorpið 2020
Farið yfir undirbúning Jólaþorpsins í Hafnarfirði sem opnar laugardaginn 28. nóvember.
Nefndin þakkar starfsmönnum bæjarins fyrir skjóta uppsetningu á jólaþorpinu og að aðlaga skipulag þorpsins á tímum covid. Við hvetjum bæjarbúa og gesti til að heimsækja þorpið en gæta vel að sóttvörnum.
3. 1309279 - Hafnarborg - Ráðning forstöðumanns
Núverandi forstöðumaður hefur sagt starfi sínu lausu og lætur af störfum þann 31. desember.
Nefndin þakkar Ágústu Kristófersdóttur fyrir vel unninn störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
4. 2011480 - Menningarstyrkir 2021
Farið yfir undirbúning fyrri úthlutunar menningarstyrkja á árinu 2021.
5. 2011479 - Bæjarlistamaður 2021
Drög að auglýsingu samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta