|
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður, Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður, Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður, Gísli Sveinbergsson aðalmaður, Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi, Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi, |
|
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri |
|
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður. |
|
|
Almenn erindi |
1. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áslands 4 dags. 10.12.2021 ásamt greinargerð. |
Tekið til umræðu. |
|
|
|
2. 2201064 - Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag |
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa leggur 3.1.2022 inn tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara. |
Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar á umhverfis- og skipulagssviði. |
|
|
|
3. 2108140 - Hringhamar reitur 25.B, deiliskipulag |
Tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa deiliskipulag reitar 25.B með vísan til tillögu 2. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti þann 1.9.2021 samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst tímabilið 10.9 - 22.10.2021 Auk þess sem tillagan var kynnt á almennum kynningarfundi þann 30. september sl. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 2.11.2021 að ræða við lóðarhafa og svara framkomnum athugasemdum. Uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 8.12.2021 reitar 25.B lögð fram. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. |
21039BD-Hringhamar Reitur 25.B Haf_DS-20211313.pdf |
20211208 Greinargerð með dsk tillögu 25.B breyting.pdf |
|
|
|
Fundarhlé gert kl. 9:42. Fundi framhaldið kl. 9:47.
|
4. 2111279 - Reykjanesbraut, deiliskipulag |
Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. |
Lagt fram. |
Breikkun Reykjanesbrautar, álit Skipulagsstofnunar.pdf |
|
|
|
5. 2111398 - Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar dags. 5.01.2022 vegna endastöðvar strætó. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. |
Breyting á deiliskipulag vegna strætóstöðva 050122.pdf |
|
|
|
6. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi |
Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi svæðisins. |
Skipulags- og byggingarráð þakkar Ásgeiri Ásgeirssyni og Hlín Finnsdóttur frá Tark arkitektum fyrir kynninguna. |
|
|
|
|
Fyrirspurnir |
7. 2112107 - Hringhamar 30b, fyrirspurn |
Þann 6.12.2021 leggja ÞG verktakar inn fyrirspurn varðandi deiliskipulag reitar 30b. Gert er ráð fyrir 4-6 hæðum, stöllun húsa, 55 íbúðum og heimild til atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Gert er ráð fyrir bílakjallara, geymslum og þjónusturými neðanjarðar. |
Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar á umhverfis- og skipulagssviði. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 2112018F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 864 |
Lögð fram fundargerð 864. fundar. |
|
|
|
9. 2112025F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 865 |
Lögð fram fundargerð 865. fundar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 |