|
Almenn erindi |
1. 2103384 - Völundur, nýsköpunvarverkefni - nýting á jarðvegsuppgreftri |
Lögð fram kynningargögn varðandi nýtingu á jarðvegsuppgreftri á höfuðborgarsvæðinu. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
2. 2102596 - Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar í Suðurbæjarlaug |
Lögð fram bókun ÍTH varðandi forgangsröðun framkvæmda í Suðurbæjarlaug. |
Lagt fram. |
|
|
|
3. 1808351 - Suðurbæjarlaug, framkvæmdir |
Lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundanefndar varðandi fjárfestingar verkefni, umsögn starfsmanna Suðurbæjarlaugar og viðhaldsáætlun 2021. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman kostnað og hafa í forgang vaðlaug fyrir minnstu börnin, öryggismál, aðgengismál og kostnað við hönnun á nýju eimbaði og köldum potti. |
|
|
|
4. 2004364 - Hamranes I, gatnagerð |
Lagður fram viðauki vegna aukinnar gatnagerðar í Hamranesi I. Jafnframt er óskað eftir heimild til útboðs til að ljúka gatnagerð svæðisins. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út gatnagerð í Hamranesi I og vísar viðauka I til bæjarráðs. |
|
|
|
5. 2103211 - Bæjartorg, akreinar |
Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar að breytingum á Bæjartorgi. |
Lagt fram. |
|
|
|
6. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir |
Lögð fram niðurstaða útboðs á endurbótum á 2-4 hæð. Lagt til að fá heimild til að ganga til samninga við lægstbjóðenda. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson. |
|
|
|
7. 2101305 - Sumarviðburðir 2021 |
Menningar- og ferðamálanefnd lagði þann 8.3.sl. til við umhverfis- og framkvæmdaráð að auglýsa eftir rekstaraðila i Oddrúnarbæ í Hellisgerði og nærliggjandi umhverfi þess í sumar. Leitast verði við að verkefnið auki sýnileika og mannlíf í bæjarfélaginu og verði í tengingu við miðbæ Hafnarfjarðar. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýst verði eftir rekstraraðila Oddrúnarbæjar. |
|
|
|
8. 2005480 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði |
Tekið til umræðu að nýju. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati við framkvæmdina. |
|
|
|
9. 2006077 - Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar |
Tekið fyrir að nýju. |
Lögð fram bókun menningar- og ferðamálanefndar. |
|
|
|
10. 2103424 - Grænkun Valla |
Tekið til umræðu. |
Tekið til umræðu. |
|
|
|
11. 2103160 - Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2021, Seltún |
Lagt fram bréf Ferðamálastofu varðandi úthlutun á styrk til frekari uppbyggingar gönguleiða í Seltúni. |
Lagt fram. |
Ákvörðun um styrk 2021.pdf |
|
|
|
12. 2012037 - Loftslagsmál, stýrihópur |
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði þann 9.12.2020 tillögu fulltrúa Viðreisnar um stýrihóp vegna mótunar stefnu og verkáætlunar Hafnarfjarðarbæjar í loftslagsmálum til úrvinnslu umhverfis- og veitustjóra. Lögð fram tillaga umhverfis- og veitustjóra. |
Lagt fram. |
|
|
|
13. 2103467 - Stóri Plokkdagurinn 24. apríl 2021, ósk um þátttöku og styrk |
Lagt fram erindi Plokk á Íslandi. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000. |
|
|
|
14. 1004014 - Skógræktar- og útivistarsvæði, samningur |
Tekin fyrir samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands um ræktun Landgræðsluskóga í landi Hafnarfjarðar. |
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan samning. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
15. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir |
Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 3. febrúar og 10. mars. |
Fundur 3. feb. 2021 Reykjanesfólkvangur.pdf |
Fundur 10. mars 2021.pdf |
|
|
|