Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 471

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
20.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2208659 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026
Sérfræðingar fjármálasviðs mæta til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
2. 1903304 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
Fyrir fundinum liggur minnisblað sérstakan húsnæðisstuðning frá fjármálasviði.
Þann 1. Júlí síðastliðinn hækkuðu almennar húsnæðisbætur frá Húsbót um 10% ásamt því að frítekjumörk hækkuðu um 3%. Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fá íbúar Hafnarfjarðarbæjar sérstakan húsnæðisstuðning þannig að greiddar eru 900 krónur fyrir hverjar 1000 krónur sem einstaklingur fær í húsnæðisbætur frá Húsbót.

Fjármálasvið Hafnarfjarðarbæjar hefur nú yfirfarið hækkun á almennum húsnæðisbótum frá Húsbót og leggur til eftirfarandi breytingar á reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir íbúa Hafnarfjarðar: Eignamörk verði hækkuð um 3% og verði 6.664.673 kr. Skerðingarmörk verði hækkuð um 10% og verði eftir breytingu kr 90.200 kr.

Fjölskylduráð samþykkir hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi og að breytingin gildi frá 1. Júlí 2022.

Málinu vísað til Bæjarráðs til viðaukagerðar.


Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um afturvirka leiðréttingu á greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings:

1. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings í þeim tilvikum þegar útreikningur sérstaks húsnæðisstuðnings hefur verið rangur hjá Hafnarfjarðarbæ vegna rangra upplýsinga um leigufjárhæð?

2. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Hafnarfjarðarbæ þegar stuðningurinn skerðist vegna fjárhæðarskilyrðis sem segir að húsnæðiskostnaður megi ekki vera lægri en 50.000 kr. þegar sá liður er sannarlega hærri hjá viðkomandi einstaklingi?
20220905 - Minnisblad um Sérstakan húsnæðisstuðning.pdf
3. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Skipað að nýju í verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins á Sólvangi.
Verkefnastjórn um uppbyggingu á Sólvangsreitnum hefur starfað í umboði Bæjarráðs í tvö kjörtímabil og Fjölskylduráð beinir ósk til Bæjarráðs að skipað verði að nýju í verkefnastjórnina til þess að fylgja eftir þeim verkefnum sem er ólokið á reitnum.
Erindisbréf.pdf
4. 2209564 - Hringhamar, samfélagsþjónusta
Við Hringhamar 35 er tilgreind lóð sem ætluð er fyrir samfélagsþjónustu.

Fjölskylduráð felur Fjölskyldu og barnamaálasviði að vinna að fjölbreyttum útfærslum á lóðinni með áherslu á eldra fólk, heilsugæslu og heilsu og lífsgæðatengdri starfsemi í þágu íbúanna á svæðinu sem og í öllum Hafnarfirði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka eftirfarandi:

Samfylkingin fagnar öllum áformum um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Hamranesi enda hefur Samfylkingin lengi barist fyrir henni. Árið 2013 var samþykkt af öllum flokkum sem þá voru í bæjarstjórn að hefja undirbúning á byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð. Að baki þeirri ákvörðun lá mikil vinna sem náði aftur til ársins 2006 en með breyttum meirihluta árið 2014 var þeim áformum vikið til hliðar. Á fundi bæjarstjórnar í júní 2021 samþykkti bæjarstjórn ályktun um mikilvægi þessarar þjónustu enda munu 10 þús. manns búa á þessu svæði þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð. Á þeim fundi var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við heilbrigiðsráðuneytið. Nauðsynlegt er að upplýsingar liggi fyrir sem fyrst um hvaða vinna hefur átt sér stað og gerð verði grein fyrir þeim viðræðum sem hafa átt sér stað við ráðuneytið.
5. 2202425 - Fátækt barna
Skipað í starfshóp um fátækt barna.
Fjölskylduráð samþykkir hjálagt erindsbréf með þeim breytingum að tveir fulltrúar frá meirihluta og einn frá minnihluta munu eiga sæti í starfshópnum.



Tilnefningar frá fjölskylduráði eru:



Linda Hrönn Þórisdóttir

Kristjana Ósk Jónsdóttir

Árni Rúnar Þorvaldsson.
6. 2206176 - Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða í málum nr. 14/2022-16/2022.
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 14/2022-16/2022.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fundargerðir
8. 1809463 - Öldungaráð
Lagðar fram fundargerðir Öldungaráðs.
Lagt fram.
13.sept. 2022.pdf
Fundargerð 18. ágúst.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta