FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 370

Haldinn á fjarfundi,
13.01.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi,
Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Kynnt staða rekstrar fram til desember 2020.
Tekið til umræðu.
2. 2012340 - Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar
Lagt fram erindisbréf starfshópsins.
Lagt fram drög erindisbréfs til kynningar.
3. 2012201 - Rafhlaupahjól í Hafnarfirði, umsókn um leyfi til reksturs stöðvalausra deililegu
Lögð fram drög af samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Hopp Mobility ehf.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan samning og heimilar sviðinu að ganga til samninga.
4. 2011084 - Álfasteinn starfsaðstæður
Lagt fram bréf leikskólastjóra Álfasteins dags. 20.10.2020. Vísað til ráðsins úr fræðsluráði 15.12.2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að úttekt sé gerð á leikskólanum Álfasteini útfrá fjölda barna og því rými sem er til staðar.
Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir fimmta dagskrárlið.
5. 2011220 - Skólalóðir
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að unnin verði forgangslisti út frá framlögðu minnisblaði þar sem horft verði til fjárfestinga í leiktækjum og jafnframt tekin út þau atriði sem snúa að viðhaldi.
Stefán Eiríkur Stefánsson og Sigurður Sverrir Gunnarsson verkefnastjórar mættu til fundarins undir sjötta dagskrárlið.
6. 2011085 - Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021
Kynnt viðhaldsáætlun 2021.
Lagt fram ti kynningar.
7. 1901320 - Yfirlagnir í Hafnarfirði, ósk um framlengingu á samningi 2018
Lagt fram erindi Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf varðandi ósk framhaldssamning.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og felur sviðinu að bjóða út yfirlagnir malbiks.
8. 2012341 - Umhverfis- og skipulagssvið, útboð og verksamningar 2021
Lagður fram listi yfir útboð og stöðu samninga 2021.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og framkæmdaráð samþykkir ósk um framhaldssamning til eins árs vegna vélavinna sumarstörf.
9. 1701334 - Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir
Tekið til umræðu.
Tekið til umræðu.
10. 2012443 - Ástjörn, fólkvangur skógarhögg
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi skógarhögg í fólkvanginum við Ástjórn.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að svara erindinu.
11. 1508585 - Norðurbakki tjörn
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að tillögur til úrbóta verði kostnaðarmetnar.
12. 2101236 - Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, skógrækt í Hamranesi
Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar varðandi skógrækt í Hamranesi.
Lagt fram.
Fundargerðir
13. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Fundargerðir stjórnar nr. 331 og 332 lagðar fram.
Lagt fram.
Fundargerð stjórnarfundur 331 20. nóvember 2020.pdf
Fundargerð stjórnarfundur 332 11. desember 2020.pdf
14. 2001037 - Sorpa bs, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar nr. 440, 441 og 442.
Lagt fram.
Fundargerð 440. fundar stjórnar SORPU undirrituð.pdf
Fundargerð 441. fundar stjórnar SORPU undirrituð.pdf
Fundargerð 442. fundar stjórnar SORPU undirrituð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta