Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 897

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
21.09.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2208528 - Álhella 1, byggingarleyfi
Sigurður Einarsson f.h. lóðarhafa óskar eftir að byggja tækja- og stjórnhús fyrir málmtætara. Teikningar unnar af Sigurði Einarssyni dagsettar 18.08.2022 bárust 23.08.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Áskilið er samþykkt frá heilbrigðisftirliti og vinnueftirliti.
2. 2209563 - Tinnuskarð 8-10, breyting
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir um breytingar á gluggum, innra skipulagi á geymslu og þvottahúsi og bárujárnsklæðningar að utan í stað plötuklæðningar.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2209521 - Glimmerskarð 1, reyndarteikningar
MA verktakar ehf. leggja 14.09.2022 inn reyndarteikningar.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2202191 - Hringhella 7, reyndarteikningar
SSG verktakar ehf. leggja 8.2.2022 inn reyndarteikningar unnar af Ívari Haukssyni.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2207251 - Grandatröð 4, breytingar inni og úti
Guðmundur Óskar Unnarsson fh. lóðarhafa sækir um breytingar innanhúss og utanhúss. Uppskipting rýma í geymslubil.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2209877 - Drekavellir 9, bráðabirgðar leikskóli, breyting
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 20.9.2022 um leyfi fyrir breytingu innanhúss og nýtt þakskyggni við anddyri samkvæmt teikningum Jóns Þorvaldssonar dagsettar 6.9.2022. Rými innanhúss verður nýtt fyrir leikskóla.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
D-hluti fyrirspurnir
7. 2209575 - Öldugata 29, fyrirspurn
Snorri Helgason leggur 15.9.2022 inn fyrirspurn varðandi endurnýjun á samþykkt byggingaráforma.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.
8. 2209665 - Norðurvangur 28, fyrirspurn
Hjalti Þór Kristjánsson leggur 16.9.2022 inn fyrirspurn varðandi skúr á lóð.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir sjá umsögn.
E-hluti frestað
9. 2208195 - Áshamar 12, mhl. 07, byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 8.8.2022 um byggingarleyfi fyrir bílakjallara, mhl. 07, sem rúmar 104 bílastæði.
Frestað gögn ófullnægjandi.
10. 2209151 - Áshamar 12, MHL.04, byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir um að leyfi til að byggja 20 íbúða fjölbýlishús, mhl. 04, á 4 hæðum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
11. 2209150 - Áshamar 12, MHL.03, byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir um að leyfi til að byggja 20 íbúða fjölbýlishús, mhl. 03, á 4 hæðum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 2208196 - Áshamar 12, mhl 01, byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 8.8.2022 um byggingarleyfi fyrir 35 íbúða fjölbýli, mhl 01, á 5 hæðum auk kjallara.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2209281 - Hringhamar 31-33 MHL.01, byggingarleyfi
Sótt er um tvö fjölbýishús kjallari og fimm hæðir tengdu saman með bílakjallara ásamt djúpgámum sem liggja við Baughamar.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
14. 2209726 - Óseyrarbraut 6, stöðuleyfi gáma
Valeska ehf. sækir 15.9.2022 um stöðuleyfi fyrir 15*15 m tjaldhýsi tímabilið 15.11.2022-14.11.2023.
Veitt er stöðuleyfi til eins árs í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta