|
A-hluti byggingarleyfa |
1. 2008223 - Miðvangur 27, byggingarleyfi |
Hreiðar Hermannsson sækir 14.08.2020 um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, stækkun á sólstofu og bílageymslu, breytingar á innra skipulagi skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags 13.08.2020. Nýjar teikningar bárust 11.9.2020. Nýjar teikningar bárust 13.10.2020 |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.
|
|
|
|
2. 2011078 - Koparhella 1, byggingarleyfi |
Þann 2.11.2020 leggur Guðmundur Óskar Unnarsson inn teikningar þar sem sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi er tekið út, sem var á áður samþykktum teikningum. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
3. 2010571 - Norðurbakki 1-3, svalalokun |
Húsfélagið Norðurbakka 1-3 sækir um að setja svalalokanir á allar svalir skv.teikningum Halls Kristmundssonar dags. 09.10.2020. Allar svalir sem á að loka eru með lokun B. Nýjar teikningar bárust 04.11.2020. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
4. 2009720 - Norðurhella 1, reyndarteikningar MHL 01. |
Festi fasteignir ehf. leggja inn 30.9.2020 reyndarteikningar G.Odds Víðissonar dagsettar 29.9.2020 af Norðurhellu 1. Stimpill frá brunahönnuði er á teikningum. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
5. 2011014 - Norðurhella 9, byggingarleyfi, nýjar teikningar |
RK Bygg ehf. leggur þann 29.10.2020 að nýju inn teikningar dags. 8.3.2017 sem samþykktar voru 08.03.2017. Samþykkt byggingaráforma eru fallin úr gildi. Óskað er eftir samþykkt byggingaráforma að nýju. |
Erindinu synjað samræmist ekki gildandi skipulagi. |
|
|
|
|
B-hluti skipulagserindi |
6. 2009616 - Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi |
Þann 25.9. sl. leggur Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11. Á afgreiðslufundi sínum þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst. |
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. |
|
|
|
7. 2010592 - Drangsskarð 17, breyting á deiliskipulagi |
Þann 23.10.sl. barst skipulagsfulltrúa erindi þar sem óskað er eftir að fara í breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17. |
Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. |
|
|
|
8. 2009431 - Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi |
Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna breytingartillögur á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga, er ná til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.9-10.11.2020. Athugsemdir bárust. |
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. |
|
|
|
9. 2008247 - Reykjavíkurvegur, endurnýjun fráveitulagna |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 10.11.2020 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar fráveitulagna vð Reykjavíkurveg. |
Skipulagsfulltrúi veitir umbeðið leyfi. |
|
|
|
10. 2010454 - Álhella 1, deiliskipulagsbreyting |
Kári Eiríksson sækir þann 20.10.2020 um breytingu á skilmálum lóðarinnar. Í stað þess að vera lóð fyrir varaaflstöð Landsvirkjunar verði lóðin í flokki B3. Nýtingarhlutfall verði skilgreint 0,5. |
Erindi vísað í skipulags- og byggingarráð. |
|
|
|
11. 2010197 - Dofrahella 9 og 11, sameining lóða |
Þann 7.10.2020 sækir Reynir Einarsson um að sameina lóðirnar Dofrahella 9 og 11. |
Skipulagsfulltrúi samþykkir sameiningu lóða í samræmi við deiliskipulag. Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð til staðfestingar. |
|
|
|
12. 2011142 - Búðahella 4-6, sameina lóðir |
Pétur Ólafsson byggverkrak ehf. sækir þann 9.11.2020 um sameiningu lóða Búðahellu 4 og 6. |
Skipulagsfulltrúi samþykkir sameiningu lóða í samræmi við deiliskipulag. Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð til staðfestingar. |
|
|
|
|
D-hluti fyrirspurnir |
Gunnþóra vék af fundi vegna þessa liðar
|
13. 2011017 - Vesturgata 12, fyrirspurn |
Michael Blikdal Erichsen leggur fram fyrirspurn þann 02.11.2020 þess efnis að byggja geymsluskúr, köld geymsla úr stáli, klædd með timbri. Sökkull verður steyptur, stærð 14.8m2 og 36.9m3. |
Tekið er jákvætt í erindið. |
|
|
|
|
E-hluti frestað |
14. 2011057 - Grandatröð 10, viðbygging |
Grotti ehf. sækja þann 04.11.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundsonnar dags. 29.09.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast |
|
|
|
15. 2011089 - Lækjarkinn 2, byggingarleyfi, fjölgun eigna |
Ólafur Gunnarsson og Anna Finnsdóttir leggja inn 03.11.2020 reyndarteikningar og sækja um að fá að skipta húsinu í tvær einingar skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 15.10.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
16. 2011118 - Langeyrarvegur 4, reyndarteikningar |
Brynjar Ingólfsson leggur inn reyndarteikningar 04.11.2020 skv. teikningum Gunnars Loga Gunnarssonar dags. 21.09.2020. Samþykki meðeiganda liggur fyrir. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
17. 2010631 - Álfhella 11, byggingarleyfi |
Brimrás ehf. sækir þann 23.10.2020 um leyfi til byggingar staðsteypts atvinnu-, lagers- og geymsluhúsnæðis á tveimur hæðum samtals 1.526 fm. skv. teikningum Luigi Bartolozzi dags. 22.10.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
18. 2011136 - Suðurgata 40, breyting |
Þann 6.11.2020 sækir Kristján Þorsteinsson um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
19. 2010687 - Austurgata 12, breyting á innra skipulagi |
Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. sækja 29.10.2020 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 29.10.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
|
F-hluti önnur mál |
20. 2001149 - Stöðuleyfi, gámar, 2020 |
Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við. |
Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 25.11.2020. |
|
|
|
21. 2011144 - Glitvellir 8, dagsektir vegna húss og lóðar |
Eigandi hefur ekki klárað húsið og er frágangi ábótavant. Eigandi hefur fengið tilkynningar um þetta ítrekað og ekki brugist við. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eiganda Glitvalla 8 frá og með 25. nóv 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|