FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1871

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
09.06.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti,
Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Lovísa Björg Traustadóttir varamaður,
Árni Stefán Guðjónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Jóni Inga Halldórssyni, Friðþjófi Helga Karlssyni og Kristínu Maríu Thoroddsen en í þeirra stað mæta Árni Stefán Guðjónsson, Sigrún Sverrisdóttir og Lovísa Björg Traustadóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum. í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 2006077 Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar yrði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105431 - Búðahella 1, umsókn um lóði
8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins undir lið 8-18.

Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 1 við Búðahellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
2. 2105517 - Búðahella 3, umsókn um lóð
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 3 við Búðahellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Búðahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
3. 2105518 - Búðahella 5, umsókn um lóð
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 5 við Búðahellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
4. 2105519 - Búðahella 7, umsókn um lóð
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 7 við Búðahellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 7 við Búðarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
5. 2105520 - Borgahella 6, umsókn um lóð
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf um lóðina nr. 6 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
6. 2105521 - Borgahella 8, umsókn um lóð
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf um lóðina nr. 8 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
7. 2105522 - Borgahella 10, umsókn um lóð
14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 10 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 10 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
8. 2105523 - Borgahella 12, umsókn um lóð
15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 12 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
9. 2105524 - Borgahella 21, umsókn um lóð
16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 21 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 21 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
10. 2105525 - Borgahella 23, umsókn um lóð
17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðinar nr. 23 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 23 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
11. 2105526 - Borgahella 25, umsókn um lóð
18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 25 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 25 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
12. 2105527 - Borgahella 27, umsókn um lóð
19.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 27 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 27 við Borgahellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
13. 2105112 - Dofrahella 4,umsókn um lóð
21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Brettasmiðjunnar ehf., um lóðina nr. 4 við Dofrahellu.

Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðina og dregur fulltrúi sýslumanns úr umsóknunum. Dregin er umsókn Brettasmiðjunnar ehf. og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
14. 2105309 - Borgahella 17, umsókn um lóð
22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Selsins Fasteignafélag ehf. um lóðina nr. 17 við Borgarhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 17 við Borgahellu verði úthutað til Selsins fasteignafélag ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
15. 2105449 - Koparhella 3,umsókn um lóð
24.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
Lögð fram umsókn Arcus ehf um lóðina nr. 3 við Koparhellu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Koparhellu verði úthlutað til Arcus ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.
16. 2105535 - Vistun barna með fjölþættan vanda
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 4.maí sl.
Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar mætir á fundinn og fer yfir skýrslu vegna barna með fjölþættan vanda.

Fjölskylduráð þakkar Helenu Unnarsdóttir fyrir góða kynningu á skýrslunni.

Í fyrirliggjandi skýrslu kemur fram að úrræði skortir í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Síðasta áratuginn hefur kostnaður vegna vistunar og þjónustu við þennan hóp barna færst frá ríki til sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að fá viðræður við ríki um kostnaðarskiptingu og aukin úrræði sem er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um samþætta þjónustu í þágu barna.
Skýrslunni er vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig Rósa Guðbjartsdóttir sem leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

Í fyrirliggjandi skýrslu um stöðu barna með fjölþættan vanda kemur skýrt fram að mikilvægt er að leyst verði úr ágreiningi um hlutverk og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Þjónustan hefur færst til sveitarfélaganna síðasta áratuginn án þess að fjármagn hafi fylgt. Má nefna að meðferðarheimili á vegum ríkisins hafa flest verið aflögð og sú þjónusta hefur færst til sveitarfélaga með tilheyrandi kostnaði. Þeim kostnaðarauka sem fallið hefur á sveitarfélögin undanfarin ár vegna þessa hefur þá ekki verið mætt af hálfu ríkisins. Úrlausn þessara mála fellur vel að frumvarpi um þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á samþætta, snemmtæka þjónustu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á ríki að hefja nú þegar viðræður við sveitarfélögin um ábyrgð, verklag og kostnaðarskiptingu þessara mála. Velferð barna er í húfi.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki framkomna bókun og er það samþykkt samhljóða.

Skýrsla vegna barna með fjölþættan vanda uppfærð 23. mars 2021 HÁ GS.pdf
Þjónusta við börn og fjölskyldur, bréf..pdf
Fundargerðir
17. 2101038 - Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð bæjarráðs frá 3.júní sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl.
b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.maí sl.
c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.maí sl.
d. Fundargerð Sambands islenskra sveitarfélaga frá 28.maí sl.
e. Fundargerð 32. eigendafundar Sorpu bs. frá 10.maí sl.
f. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl og 21.maí sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.júní sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.júní sl.
a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.apríl sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 2.júní sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.júní sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 7.júní sl.
Til máls tekur Lovísa Björg Traustadóttir undir 6. lið frá fundi skipulags- og byggingarráðs frá 1. júní sl.

Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls undir 4. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 1. júní sl. og 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 3. júní sl.

Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls undir sömu fundargerðum og Adda María. Þá kemur Adda María til andsvars.

Ingi Tómasson tekur einnig til máls undir sömu fundargerðum.

Sigrún Sverrisdóttir tekur næst til máls undir 3. lið í fundargerð umhverfis- og framkævmdaráðs frá 2. júní sl.

Þá tekur Adda María til máls öðru sinni undir 28. lið úr fundargerð bæjarráðs frá 3. júní sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls undir 3. lið úr fundargerð bæjarráðs frá 3. júní sl.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls undir lið 1 úr fundargerð bæjarráðs frá 3. júní sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:14 

Til baka Prenta