FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 721

Haldinn á fjarfundi,
17.11.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009350 - Drangsskarð 2h, stálmastur
Síminn hf. sótti þann 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til ráðsins. Tekin til umræðu staðsetning fjarskiptamastra m.t.t þjónustu.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu.
2. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lögð fram fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að breytingum gjaldskrár fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á þjónustugjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sem og fjárhagsáætlun fyrir aðkeypta skipulagsvinnu og rekstraráætlun 2021 og vísar til bæjarráðs.
3. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Tekið til umræðu. Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi ásamt skilmálablöðum.
Lagt fram til kynningar.
4. 2010325 - Strandgata 11-13, fyrirspurn
Lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu á Strandgötu 11-13.
Lagt fram til kynningar.
5. 2009431 - Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna tillögur að deiliskipulagsbreytingu, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemdir bárust.
Erindi frestað.
6. 2009616 - Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi
Þann 25.9. sl. lagði Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11. Á afgreiðslufundi sínum þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst.
Erindi frestað.
7. 2004431 - Hrauntunga 5, deiliskipulag
Halldór Svansson fh. GS Húsa sækir um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða byggingu íbúða skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020. í breytingunni felst óveruleg breyting á þakformi og byggingarreit ásamt fyrirkomulagi bílastæða.
Erindi frestað.
8. 2010454 - Álhella 1, deiliskipulagsbreyting
Umsókn Kára Eiríkssonar dags. 20.10.2020 um breytingu á skilmálum lóðarinnar er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Í stað þess að vera lóð fyrir varaaflstöð Landsvirkjunar verði lóðin í flokki B3, Nýtingarhlutfall verði skilgreint 0,5.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi með vísan til 43. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
2018-Álhella1-deiliskipulagsbreyting-tillaga200813.pdf
9. 2005141 - Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 30. september sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Samhliða var breyting á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Kaldarsel-pl-br_A3-DSKBR.pdf
10. 2009385 - Sléttuhlíð, breyting á skipulagsmörkum
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 30. september sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Samhliða var auglýst breyting á deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Slettuhlid-dsk-br_A3.pdf
11. 2011117 - Sveitarfélagið Vogar, breyting á aðal- og deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Breytingin nær til íbúðasvæðis ÍB-3-1 og tillögu að deiliskipulagi Grænuborgar.
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Aðalskipulagsbreyting og deilisskipulag-Sent á Hafnarfjarðabæ.pdf
12. 2011034 - Garðabær, breyting Aðalskipulags, umsagnarbeiðni
Garðabær óskar eftir umsögn umsagnaraðila vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar. Breytingin nær til alls upplands sveitarfélagsins.
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman umsögn.
Garðabær, Aðalskipulag, Lýsing, umsagnarbeiðni.pdf
Fundargerðir
13. 1901181 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir 93, 94, 95 og 96 fundar SSK.
SSK_fundargerd 93 fundar.pdf
SSK_Fundargerð 94. fundar.pdf
SSK_Fundargerð 95. fundar.pdf
SSK_Fundargerð 96. fundar.pdf
14. 2011006F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 816
Lögð fram fundargerð 816 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:11 

Til baka Prenta