FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 721

Haldinn á fjarfundi,
17.11.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009350 - Drangsskarð 2h, stálmastur
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu.
2. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á þjónustugjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sem og fjárhagsáætlun fyrir aðkeypta skipulagsvinnu og rekstraráætlun 2021 og vísar til bæjarráðs.
3. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Lagt fram til kynningar.
4. 2010325 - Strandgata 11-13, fyrirspurn
Lagt fram til kynningar.
5. 2009431 - Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi
Erindi frestað.
6. 2009616 - Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi
Erindi frestað.
7. 2004431 - Hrauntunga 5, deiliskipulag
Erindi frestað.
8. 2010454 - Álhella 1, deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi með vísan til 43. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
2018-Álhella1-deiliskipulagsbreyting-tillaga200813.pdf
9. 2005141 - Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Kaldarsel-pl-br_A3-DSKBR.pdf
10. 2009385 - Sléttuhlíð, breyting á skipulagsmörkum
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
20127-Slettuhlid-dsk-br_A3.pdf
11. 2011117 - Sveitarfélagið Vogar, breyting á aðal- og deiliskipulagi
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Aðalskipulagsbreyting og deilisskipulag-Sent á Hafnarfjarðabæ.pdf
12. 2011034 - Garðabær, breyting Aðalskipulags, umsagnarbeiðni
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman umsögn.
Garðabær, Aðalskipulag, Lýsing, umsagnarbeiðni.pdf
Fundargerðir
13. 1901181 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
SSK_fundargerd 93 fundar.pdf
SSK_Fundargerð 94. fundar.pdf
SSK_Fundargerð 95. fundar.pdf
SSK_Fundargerð 96. fundar.pdf
14. 2011006F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 816
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:11 

Til baka Prenta