|
Almenn erindi |
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar |
Á fundi bæjarstjórnar 23.júní sl. var kosið í ráð og nefndir til eins árs. Kosning í ráð og nefndir til eins árs: Bæjarráð Formaður Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuási 5 Varaformaður Kristinn Andersen Austurgötu 42 Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9 Aðalfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir Skógarhlíð 7 Aðalfulltrúi Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5 Áheyrnarfulltrúi Guðlaug S. Kristjánsdóttir Kirkjuvegi 4 Áheyrnarfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson Eskivöllum 5 Varafulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 Varafulltrúi Helga Ingólfsdóttir Brekkugötu 26 Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 Varafulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson Miðvangi 4 Varafulltrúi Árni Stefán Guðjónsson Hverfisgötu 35 Varaáheyrnarfulltrúi Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Miðvangi 107 Varaáheyrnarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson Eskivöllum 1 |
Lagt fram til kynningar. |
Kosningar í ráð og nefndir - Bæjarstjórn- Júní 2021.pdf |
|
|
|
2. 2105176 - Rekstrartölur 2021 |
Rekstrartölur jan.-maí lagðar fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins. |
Lagt fram. |
|
|
|
3. 2011573 - Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall |
Til umræðu. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson á fjármálasviði mæta til fundarins. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
4. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi |
Matthías Imsland formaður framkvæmdanefndar mætir til fundarins og fer yfir stöðuna. |
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að unnið verði áfram að málinu í samræmi við tillögu starfshópsins um breytingu á hönnun og félagshesthúsi. |
|
|
|
5. 2106252 - Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug, útboð |
Drög að leigusamningi við Gym Heilsu lagður fram. |
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við Gym Heilsu hf. |
|
|
|
6. 2106621 - Höfði, malbikunarstöð |
Til umræðu. |
Bæjarráð lýsir yfir furðu sinni með þau áform sem fréttir berast af um að Malbikunarstöðin Höfði hyggist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Bæjarstjóra er falið að ræða við borgarstjórann í Reykjavík vegna þessa og afla upplýsinga um fyrirætlanir fyrirtækisins, áhrif á umhverfi- og umferð á svæðinu og fleira sem málinu tengist.
|
|
|
|
7. 2106605 - Höfuðborgarsvæðið, nagladekk, gjaldtaka |
Lögð fram ályktun aðalfundar Landverndar frá 12.júní sl. um gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. |
Lagt fram. |
álytunar aðalfundar Landverndar 2021 um nagladekk júní 2021.pdf |
|
|
|
8. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag |
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. |
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.
|
|
|
|
9. 2101520 - Ásland 5, deiliskipulag |
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. |
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.
|
|
|
|
10. 2103133 - Miðbær, deiliskipulag reitur 1 |
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits 1, að teknu tilliti til lagfæringa á skýringarmynd, og að málsmeðferð verði í samræmi við skipulagslög. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
|
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. |
2114-DSK-Reitur 1, Hafnafjörður 210706 - ASK arkitektar- uppdrættir07.07.2021.pdf |
17-Reitur 1, Hafnarfjörður 210706 - ASK arkitektar-Afstöðumynd07.07.2021.pdf |
2114-DSK-Reitur 1, Hafnafjörður 210706 - ASK arkitektar- kynning07072021.pdf |
|
|
|
11. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi |
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Þann 20.04.2021 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins á ný. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins á fundi sínum þann 28.04.2021. Uppfærð umhverfisskýrsla var auglýst samhliða auglýsingu um breytt deiliskipulag. Tillagan var auglýst frá 08.05- 21.06.2021. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn vegna athugasemda sem bárust við auglýstu deiliskipulagi, jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. |
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í sínum málflutningi lagt áherslu á mikilvægi umhverfisþáttarins vegna uppbyggingar knatthúss á Ásvöllum. Bæjarstjórn ber hér mikla ábyrgð og mikilvægt að áhrif á lífríki Ástjarnar og friðlýsta svæðið verði ekki neikvæð og varanleg. Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókanir um að við frekari framkvæmdir á Ásvöllum verði verndun friðlýsta svæðisins við Ástjörn ávallt sett í forgang.
|
Athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Haukasvæðis við Ásvelli 1, Hulda Hákonardóttir.pdf |
Haukasvæði, Ásvellir 1, umsögn Veitna.pdf |
21112_viðbrögð_matsskyldufyrirspurn_210624 (1).pdf |
Tölvupóstur-Skipulagsstofnun_ Matsskyldufyrirspurn_ Viðbrögð.pdf |
21112_viðbrögð_deiliskipulag.pdf |
9623-210426-ÁSVELLIR-DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR - breyting april 2021.pdf |
|
|
|
12. 2103116 - Hraun vestur, aðalskipulag breyting |
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Hrauns vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Hrauns vestur og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. |
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. |
210625-hraun_askbr-I_VINNSLU.pdf |
|
|
|
13. 2106248 - Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting |
13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er tekur til landnotkunarbreytingu á hluta af Selhrauni Suður.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Selhrauns suður og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. |
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. |
ASK_2013_2025_Selhraun_S_14062021_TILLAGA.pdf |
|
|
|
14. 2106329 - Hjallabraut 49, úthlutun |
Tekið fyrir að nýju. |
Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til úthlutunar og leggur áherslu á að tilboð verði metin með hliðsjón af bæði fjárhæð tilboðs sem og raunhæfri framkvæmdaáætlun sem bjóðendur skulu leggja fram.
|
|
|
|
|
Fundargerðir |
15. 2001560 - Húsnæði stjórnsýslunnar |
Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 14.júní sl. |
|
|
|
16. 2106009F - Hafnarstjórn - 1602 |
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.júní sl. |
|
|
|
17. 2101087 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.júní sl. |
|
|
|
18. 2106012F - Menningar- og ferðamálanefnd - 372 |
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23.júní sl. |
|
|
|
19. 2101086 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.júní sl. |
|
|
|
20. 2101085 - Stjórn SSH, fundargerðir 2021 |
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 23.júní sl. |
|
|
|
21. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir |
Lögð fram fundargerð 31.eigendafundar Strætó bs. frá 15.júní sl. |
|
|
|
22. 2106017F - Skipulags- og byggingarráð - 738 |
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní. |
|
|
|