FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 444

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
04.06.2021 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 26.maí sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

Samfylkingin gerir breytingu á skipan varamanns í fjölskylduráði.
Þar kemur inn Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11 í staðinn fyrir Matthías Frey Matthíasson, Suðurvangi 4.
Er það samþykkt samhljóða.
Lagt fram.
2. 1208090 - Vinaskjól
Guðbjörg Magnúsdóttir, forstöðumaður mætir á fundinn og kynnir stöðu mála í Vinaskjóli og starfið framundan.
Fjölskylduráð þakkar Guðbjörgu Magnúsdóttur fyrir góða kynningu.

Óskum um viðbót í starfsemina er vísað til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
kynning á starfsemi Hússin - fjölskylduráð.pdf
3. 1501931 - Atvinnumál fatlaðs fólks
Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður mætir á fundinn og kynnnir stöðuna í starfi Geitunga.
Fjölskylduráð þakkar Þórdísi Rúriksdóttur fyrir góða kynningu.

Óskum um viðbót í starfsemina er vísað til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
4. 1806032 - Lækur, athvarf fyrir geðfatlaða
Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður mætir á fundinn og kynnir starfið á Læk.
Fjölskylduráð þakkar Brynju Rut Vilhjálmsdóttur fyrir góða kynningu. Afar ánægjulegt að sjá að fjöldi notenda hefur aukist töluvert eftir að Lækur flutti í nýtt húsnæði.

Óskum um viðbót í starfsemina er vísað til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
Skýrsla Lækur auka stöðugildi og bílskúr.pdf
5. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála á sviðinu í ljósi Covid-19.
Lagt fram. Umræður.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 28.5.2021-RA.pdf
Umsókn um styrk vegna fullorðins fatlaðs fólks 2021.pdf
Aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk maí 2021.pdf
Copy of Fjárhagsáætlun v fullorðinna fatlaðra einstaklinga 2021.pdf
20210603 - Spurningarlisti frá uppbyggingarteymi atvinnu- og félagsmála.pdf
6. 2105535 - Vistun barna með fjölþættan vanda
Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar mætir á fundinn og fer yfir skýrslu vegna barna með fjölþættan vanda.
Fjölskylduráð þakkar Helenu Unnarsdóttir fyrir góða kynningu á skýrslunni.

Í fyrirliggjandi skýrslu kemur fram að úrræði skortir í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Síðasta áratuginn hefur kostnaður vegna vistunar og þjónustu við þennan hóp barna færst frá ríki til sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að fá viðræður við ríki um kostnaðarskiptingu og aukin úrræði sem er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um samþætta þjónustu í þágu barna.
Skýrslunni er vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
Skýrsla vegna barna með fjölþættan vanda uppfærð 23. mars 2021 HÁ GS.pdf
Þjónusta við börn og fjölskyldur, bréf..pdf
7. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 17/2021 - 18/2021.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fundargerðir
8. 1602410 - Fjölmenningarráð
Lagt fram.
Fundargerð-Fjölmenningarráð-18.maí.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta