FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 734

Haldinn á fjarfundi,
04.05.2021 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2101519 - Ásland 4, deiliskipulag
Tekin til umræðu á ný framtíðar uppbygging svæðisins. Kynnt áframhaldandi hugmyndavinna.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Batteríinu Arkitektum fyrir kynninguna.
2. 2101520 - Ásland 5, deiliskipulag
Tekin til umræðu á ný framtíðar uppbygging svæðisins. Kynnt áframhaldandi hugmyndavinna.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Batteríinu Arkitektum fyrir kynninguna.
3. 2012157 - Suðurhella 10, óleyfisframkvæmdir, óleyfisbúseta
Lögð fram bréf Þórdísar Guðnadóttur dags. 19.04.2021 og 02.05.2021 f.h. Firring Fasteigna varðandi rýmingu húsnæðis að Suðurhellu 10.
Lögð fram bréf Firringar Fasteignar. Skipulags- og byggingarráð vísar til fyrri bókunar frá 23.3.2021 og fellst ekki á frekari frest.
Vegna Suðurhellu 10, bréf dags. 19.4.2021.pdf
Vegna Suðurhellu 10, bréf barst 2.5.2021.pdf
4. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að umhverfisskýrslu vegna vinnu við aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð sem tekur til þeirra atriða sem fram koma í umsögnum. Jafnframt er honum falið að hefja vinnu við greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar.
Selhraun suður, skipulagslýsing, umsögn Skipulagsstofnunar.pdf
Selhraun suður, skipulagslýsing, umsögn Umhverfisstofnunar.pdf
5. 2103133 - Miðbær, deiliskipulag reitur 1
Kynnt áframhaldi vinna við deiliskipulag reits 1.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
6. 2103630 - Hlíðarþúfur, starfsemi Villikatta
Lagt fram að nýju erindi stjórnar Húsfélags Hlíðarþúfna dags. 19.3.2021 er varðar starfsemi Villikatta. Stjórn Húsfélagsins gerir athugasemd við starfsemina og telur að hún sé á skjön við skilmála gildandi aðal- og deiliskipulags svæðisins sem og að henni fylgi ónæði.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.
Hafnarfjörður Villikettir.pdf
Hlíðarþúfur, starfsemi Villikatta, umsögn.pdf
7. 2104595 - Deiliskipulagsbreyting, Hlíðarþúfur, Villikettir
Lagt fram erindi Arndísar Sigurgeirsdóttur f.h. Villikatta. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla er lýtur að þeim skilmálum sem varðar þá starfsemi sem heimiluð er á svæðinu.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa.
Byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar 28.4.21.pdf
8. 2103528 - Horizon, uppbygging sögulegs miðbæjar
Lagt fram á ný til kynningar rannsóknarverkefni er snýr að hugmyndum um framtíðar uppbyggingu sögulegs miðbæjar. Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með "MAPS - multidisciplinary assessment of a public space" sem er verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegt markmið sem er að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Um þverfaglega rannsókn er að ræða sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði. Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.
Lagt fram til kynningar.
9. 2101553 - Stuðlaskarð 8-10-12, deiliskipulagsbreyting, umsókn
Smári Björnsson sækir 18.1.2021 um breytingu á deiliskipulagi Stuðlaskarðs 8 - 12 sem er í samræmi við þegar breytt deiliskipulag Stuðlaskarðs 6. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar að breytingartillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 17.3.-28.4.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og á málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.
Skarðshlíð 3.áfangi dsk.br. Stuðlaskarð 8_10 og 12.pdf
10. 2011540 - Garðavegur 11, deiliskipulag
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11. Grenndarkynningu lauk 18.1.2021 og hefur þeim er gerðu athugasemd verið send umsögn vegna framkominna athugasemda.
Lagt fram.
11. 2010144 - Langeyrarvegur 5, breytingar
Eigandi Langeyrarvegar 5 lagði inn erindi þann 16.3.2021 þar sem óskað var eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs vegna óska um að stækka húsið og byggja bílskúr á lóðinni. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi ráðsins þann 23.3.2021. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Minjastofnunar þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar. Umsögn Minjastofnunar barst embætti skipulagsfulltrúa þann 29.4.2021.
Lagt fram.
12. 2104436 - Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting
Með bréfi dags. 24.03.2021 til skipulagsstofnunar óskaði Hafnarfjarðarbær eftir því að aðalskipulagsbreyting við Smyrlahraun 41 hljóti málsmeðferð sem óveruleg breyting á aðalskipulagi. Lagt fram bréf skipulagsstofnunar frá 15.04.2021.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð aðalskipulagsbreytingarinnar fari skv. 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga og hafin verði vinna við gerð deiliskipulags.
Smyrlahr.41a_Bréf til_Skip.st.pdf
Smyrlahraun 41a umsögn feb.pdf
Svar Skip.st.Smyrlahraun_íbúðarbyggð.pdf
Fundargerðir
13. 2104015F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 832
Lögð fram fundargerð 832 fundar.
14. 2104020F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 833
Lögð fram fundargerð 833 fundar.
15. 2104025F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 834
Lögð fram fundargerð 834 fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til baka Prenta