FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 840

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.06.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2006773 - Tinnuskarð 24, byggingarleyfi
Ts 24 ehf. sækir þann 30.6.2020 um byggingarleyfi fyrir 618m2, 6 íbúða, vistvottuðu fjölbýli á tveimur hæðum skv. teikningum Páls Poulsen dags. 29.6.2020.
Nýjar teikningar bárust 16.09.2020.
Nýjar teikningar bárust 14.05.2021.
Nýjar teikningar bárust 04.06.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2105470 - Búðahella 8, breyting
Linde Gas ehf. sækir þann 26.05.2021 um breytingu samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 11.12.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2105127 - Völuskarð 30, breyting á gluggum og hurðum
Andri Þór Sigurjónsson sækir 7.5.2021 um að breyta gluggum og hurð á áður samþykktum teikningum skv. teikningum Stefaníu Pálmarsdóttur dags. 5.5.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2103568 - Efstahlíð 7, byggingarleyfi
Þórir Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu óupphitaðrar sólstofu skv. teikningum Þóris Guðmundssonar.
Aðalbyggingarefni er timbur gler og járn.
Samþykki nágranna barst 13.04.2021.
Nýjar teikningar bárust 12.05.2021.
Nýjar teikningar bárust 07.06.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2105266 - Hádegisskarð 31, byggingarleyfi
Þann 17.05.2021 sækir Guðmunda Jónsdóttir um að byggja einbýlishús. Teikningar unnar af Jóni Stefáni Einarssyni bárust þann 04.06.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2105131 - Vitastígur 2, breyting
Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 7.5.2021 um leyfi til að byggja forstofu við húsið, setja svalir á hlið sem snýr að garði, og stækka gluggaop í svaladyr skv. teikningu Kára Eiríkssonar dags. 29.4.2021. Nýjar teikningar bárust 28.05.2021.
Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.
7. 2105397 - Nónhamar 8, byggingarleyfi
Valhús ehf. sækir þann 21.05.2021 um leyfi til að byggja 4 hæða fjölbýlishús byggt úr steinsteypu samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 10.05.2021.
Nýjar teikningar bárust 02.06.2021.
Nýjar teikningar bárust 03.06.2021.
Nýjar teikningar bárust 04.06.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
8. 2104098 - Búðahella 4b, byggingarleyfi
Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 7.4.2021 um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á einni hæð skv. teikningum Arnars Inga Ingólfssonar. Teikningar bárust 14.05.2021 með stimpli frá Heilbrigðiseftirliti og Brunahönnun.
Nýjar teikningar bárust 8.6.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
9. 2101275 - Lyngbarð, umsókn um grenndargámastöð
Þann 13.1.2021 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir að setja upp grenndarstöð við Lyngbarð. Tekið var jákvætt í erindið á afgreiðslufundi þann 20.1.sl og erindið grenndarkynnt tímabilið 5.5.-7.6.2021. Athugasemdir bárust.
Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.
10. 2106053 - Strandgata, stígar
Hafnarfjarðarbær óskar eftir framkvæmdaleyfi, með erindi dags. 08.06.2021, til að gera hjólastíg meðfram Strandgötu frá Reykjanesbraut að Flensborgartorgi ásamt breytingum á nærumhverfi.
Framkvæmdaleyfið er samþykkt með vísan til 5. gr. reglugerðar nr. 772 um framkvæmdaleyfi.
11. 2106055 - Krýsuvík, Seltún
Umhverfis- og framkvæmdasvið óskar eftir að setja nýjan aðkomupall við Seltún í Krýsuvík í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt Landmótunar dags. 31. maí 2021.
Afgreiðslufundur samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdina en benda á að það þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunnar fyrir framkvæmdinni þar sem Seltún er innan Reykjanesfólkvangs. Framkvæmdaleyfi verður gefið út að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar.
Aðkomupallur uppdráttur dags. 31.5.2021.pdf
E-hluti frestað
12. 2106125 - Völuskarð 6, byggingarleyfi
Kristinn Jónasson og Thelma Jónasdóttir sækja 7.6.2021 um að byggja fjölskylduhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 4.6.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2106124 - Völuskarð 10, byggingarleyfi
Þrúður Marel Einarsdóttir og Einar Þór Sigurðsson sækja 07.06.2021 um heimild fyrir fjölskylduhúsi á tveimur hæðum á lóðinnni við Völuskarð 10 skv. teikningum Andra Andréssonar dags. 04.06.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 2106093 - Völuskarð 20, bygginarleyfi
Gylfi Andrésson sækir um að byggja einbýlishús á einni hæð úr forsteyptum einingum skv. teikningum Davíð Kristjáns Pitt. Teikningar bárust 04.06.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
15. 1803160 - Ærslabelgur
Umhverfis- og framkvæmdasvið sækir um þann 10. maí sl. um uppsetningu ærslabelgs við Stekkjarhraun í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Leyfi fyrir uppsetningu ærslabelgs er veitt, jákvæð umsögn umhverfisstofnunnar liggur fyrir.
Leyfi til framkvæmda Stekkjahraun UST202105-080.pdf
Ærlsabelgur Stekkjahrauni umsókn Framkvæmdaleyfi.pdf
16. 2106077 - Strandgata 4, skilti
Björn Pétursson bæjarminjavörður óskar eftir í tölvupósti dags. 3. júní 2021 að láta mála gamla auglýsingu á gaflinn að Strandgötu 4 í tengslum við sýningu í byggðasafni Hafnarfjarðar, kaupmaðurinn á horninu. Myndin sýnir merki verslunar Jóns Mathisen og verður á veggnum til apríl 2022.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir heimild fyrir erindinu.
17. 2106101 - Víðistaðatún, afnot vegna æfingasýningar
Jóhanna Halldórsdóttir fh. Dýrheima óskar eftir að halda æfingarsýningu á Víðistaðatúni þann 2. júli nk.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að haldin sé æfingasýning á Víðistaðatúni 2. júlí nk. og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Einnig má búast við tjaldgestum á tjaldstæði og verður að taka tillit til þeirra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta