Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1621

Haldinn á hafnarskrifstofu,
15.06.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Guðmundur Fylkisson varaformaður,
Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Tryggvi Rafnsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206134 - Hafnarstjórn 2022-2026
Kristín Thoroddsen formaður hafnarstjórnar bauð nýkjörna stjórn velkomna til fyrsta fundar á kjörtímabilinu.
2. 2109570 - Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2022
Lögð fram tillaga að viðbót við gildandi gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar vegna afnota af háspennukerfi hafnarinnar svohljóðandi: "Tengigjald rafmagns í gegnum háspennubúnað er kr. 100.000 fyrir hverja landtengingu. Greiða skal klr. 30 pr. kwst rafmagns úr háspennukerfi. Gjaldskráin svo breytt tekur þegar gildi."
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.
3. 2206172 - Óseyrarbraut 20H,stofnun lóðar og lóðarleigusamningur
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi við HS veitur vegna nýrrar lóðar Óseyrarbraut 20H, sem var stofnuð úr lóðinni nr. 20 við Óseyrarbraut. HS mun kaupa byggingarréttinn á lóðinni af Hlaðbæ Colas.
Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.
2206172 - Óseyrarbraut 20H, drög að lóðarleigusamningi.pdf
Screenshot 2022-06-09 142831.pdf
Kynningar
4. 1905304 - Landtengingar skipa, háspenna
Skýrt frá fyrstu landtengingum með nýjum háspennubúnaði á Hvaleyrarbakka og Suðurbakka sem fram fóru í síðustu viku og á Sjómannadag. Togarinn Baldvin Njálsson var tengdur búnaði við Hvaleyrarbakka og franska skemmtiferðaskipið Le Bellot við búnað á Suðurbakka. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem farþegaskip er tengt við háspennubúnaði á hafnarsvæði hérlendis. Viðstaddir voru m.a. tæknimenn frá PSW í Noregi og fulltrúa franska skipafélagsins Ponant. Allur búnaður og fyrirkomulag virkaði með miklum ágætum.
Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn - fréttatilkynning 10. júní 2022.pdf
Lokafrágangur fyrir háspennuteningingu í Baldvin Njálsson.pdf
gert klart fyrir tengingu jún 22.pdf
Baldvin tengdur kapall um borð.pdf
5. 2206135 - Umhverfisuppgjör Hafnarfjarðarhafnar fyrir 2021
Lagt fram umhverfisuppgjör fyrir Hafnarfjarðarhöfn vegna ársins 2021.
Hafnarfjarðarhöfn Umhverfisuppgjör 2021 09.06.22.pdf
6. 2201107 - Framkvæmdir á hafnasvæðum 2022
Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu framkvæmda og viðhaldsmála á hafnarsvæðinu.
Framkvæmdamál og skipulagsvinna yfirlit júní 2022.pdf
7. 2108219 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2022
Hafnarstjóri fór yfir rekstraráætlun fyrir árið 2022. Jafnframt lagt fram yfirlit um rekstur hafnarinnar á fyrsta ársfjórðungi.
Greinargerð lokaútg 29. sept 21.pdf
8. 2206136 - Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025
Lögð fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi álversins í Straumsvík. Aðstaða og aðkoma að Straumsvíkurhöfn og umferðarskipulag. Skipulagshöfundar frá VSÓ ráðgjöf kynntu efnið.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til baka Prenta