Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 351

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
03.05.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Tinna Hallbergsdóttir varaformaður,
Steinn Jóhannsson aðalmaður,
Einar Gauti Jóhannsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Tinna Dahl Christiansen, 
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2204446 - Tímaúthlutun fyrir íþrótta- og sundkennslu 2022-2023
Tímaúthlutun til skóla vegna sund- og íþróttakennslu skólaárið 2022 og 2023 lagt fram.
Samþykkt.
2. 2204448 - Tímaúthlutun í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar fyrir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar fyrir næsta vetur lögð fram.
Tillaga að tímaúthlutun fyrir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar fyrir næsta vetur 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tímaúthlutun til ÍBH en beinir því jafnframt til fræðsluráðs að kanna hvort svigrúm sé til að opna á tímaúthlutun til ÍBH í Skarðshlíðarskóla til þess að mæta aukinni virkni hjá íþróttafélögum.
3. 2201616 - Sumarstörf Hafnarfjarðar 2022
Farið yfir fjölda umsókna í Vinnuskólanum fyrir 18 ára og eldri, lagt fram til kynningar.
4. 2105119 - Hafnfirsk æska, kynningar á sumarstarfi í Hafnarfirði
Kynningarblað um sumarstarf fyrir börn í Hafnarfirði.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við mennta- og lýðheilsusvið að þessi leið verði nýtt til að auglýsa frístundastarf á vegum bæjarins og að sérstaklega verði auglýstar breytingar á fyrirkomulagi frístundastyrks varðandi sumartímann.
5. 2204280 - Ungt fólk 2022, áskoranir og tækifæri
Helstu niðurstöður kynntar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kynninguna og lýsir yfir áhyggjum af andlegri líðan ungmenna.
6. 2101580 - Forvarnaverkefni, Build, samstarfsverkefni með Pietasamtökunum
Helstu niðurstöður kynntar.
Erindi frestað.
7. 2110280 - Íþróttafélagið Ösp, styrkbeiðni
Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Ösp.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir styrk að fjárhæð 30.000 kr. fyrir hvern hafnfirskan iðkanda í þessu verkefni.
Fundargerðir
8. 2201495 - ÍBH, fundargerðir 2022-2023
Nýjasta fundargerð ÍBH lögð fram.
9. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Nýjasta fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.
Erindi frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til baka Prenta