Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 761

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
28.06.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Skarphéðinn Orri Björnsson formaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi,
Ágúst Arnar Þráinsson varamaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varamaður,
Hildur Bjarnadóttir fundarritari.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, Byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206187 - Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag
Lögð fram að nýju umsókn Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um deiliskipulag lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi með verslun og þjónustu á jarðhæð og allt að 40 íbúðum á 2-5 hæð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Áshamar 50, reit 6a, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
2. 2007341 - Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl sl. að auglýsa tillögu að textabreytingu greinagerðar deiliskipulagsins í Sléttuhlíð, athugasemdarfresti er lokið og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
3. 2201649 - Selvogsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti 23.2.2022 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Selvogsgötu 3. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir geymslu 4,58x5,31m í NV-horni lóðar. Hámarkshæð geymslu er 2,35 m. Þak einhalla til suðurs. Stærð 24.3m2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst.
Afgreiðslu máls frestað.
4. 1701175 - Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram til samþykktar vegna athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun. Brugðist hefur verið við þeim.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
5. 2201064 - Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag
Lagð er fram ný tillaga að deiliskipulagi, þar sem dregið er út sjónrænum áhrifum bílastæða. Skipulagshöfundur kynnir tillöguna.
Frestað á milli funda.
6. 2206148 - Íshella 2, breyting á deiliskipulagi
Óskað er eftir breytingu á núgildandi skipulagi Íshellu 2. Breytingin felur í sér stækkun á skilgreindum byggingarreit, hækkun vegghæðar og að fest sé í skipulagi núverandi aðkoma inn á lóðina samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
7. 2206028 - Álhella 5, breyting á deiliskipulagi
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
8. 2205257 - Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag
Nýjar og breytar teikningar lagðar fram þar búið er að fækka bílastæðum ofan jarðar og leiksvæði hefur verið flutt til.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, fyrir Hringhamar 10, reit 20b, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
22002-Deiliskipulagsuppdráttur.pdf
9. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Minnum á kynningarfund á umhverfisskýrslu vegna uppbyggingar íþróttasvæðis Hauka sem haldinn verður miðvikudaginn 29. júní kl 17:00 að Norðurhellu 2
Lagt fram
10. 2111310 - Óseyrarhverfi, deiliskipulag
Kynningarfundur verður haldinn að Norðurhellu 2 þann 30.júní kl. 16:30 - 18:00. Skipulagshöfundar kynna nýtt deiliskipulag Óseyrarhverfis á Suðurhöfn.

Lagt fram.
11. 2204323 - Suðurgata 44, deiliskipulags breyting
Farið yfir kynningarfund sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenni Suðurgötu 44.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagssviði að eiga samtal við hönnuð, í samræmi við umræður á íbúafundi.
Fundargerð
12. 2206018F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 888
Lagt fram.
12.1. 2206212 - Hádegisskarð 5, byggingarleyfi
RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107159.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
12.2. 2206213 - Hádegisskarð 9, byggingarleyfi
RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107160.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
12.3. 2206214 - Hádegisskarð 15, byggingarleyfi
RK bygg ehf. sækir þann 13.06.2022 um leyfi til að byggia parhús. Sjá mál 2107161.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
12.4. 2205459 - Álfhella 5, MHL.01, umfangsflokkur 2
Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa sækir 18.5.2022 um byggingarheimild fyrir 2 hæða iðnaðarhúsnæði skv. teikningum dags. 19.5.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
12.5. 2206002 - Hringhamar 13-15, umfangsflokkur 2, mhl.04 og 05
Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa sækir 30.5.2022 um byggingarleyfi fyrir mhl. 04 og 05 skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 12.4.2022. Matshluti 04 er 39 íbúða hús og matshluti 05 er djúpgámar. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskilda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 7 hæðir og 24 íbúðir.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
12.6. 2206065 - Tinnuskarð 12, breyting á deiliskipulag
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tekið var jákvætt í fyrirspurn á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1. júní sl.
Erindið sent í grenndarkynningu
12.7. 2206190 - Áshamar 12, deiliskipulagsbreyting
Ásgeir Ásgeirsson f.h lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022.
Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
12.8. 2206380 - Fagraberg 2, deiliskipulag, bílastæði
Sótt er um að fjölga bílastæðum á lóð og flytja ljósastaur
Tekið er jákvætt í erindið.
12.9. 2206231 - Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, breyting
Jón Þór Þorvaldsson f.h. Hafnarfjarðarbæjar sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi búningshúss og um leið stækka vindfang. Byggja á sundlaugarsvæði úti tvo kalda potta, eina vaðlaug, útihús sem inniheldur eimbað, útigeymslu og upphækkað vaktsvæði.
Teikningar dagsettar 10.06.2022 bárust þann 14.06.2022 í tvíriti.
Frestað gögn ófullnægjandi
12.10. 2206106 - Hringhamar 35-37, byggingarleyfi
Sett er um að leyfi til að byggja 46 íbúða og 5 hæða fjölbýlishús. Fjölbýlishúsið skiptist upp í tvo hluta sem tengdir eru um bílageymslu.
Frestað gögn ófullnægjandi
12.11. 2206224 - Breiðvangur 62b, byggingarleyfi
Jóhannes Þórðarson f.h. lóðarhafa sækir þann 14.06.2022 um leyfi til að byggja 57 fm. viðbyggingu.
Frestað gögn ófullnægjandi
12.12. 2206017 - Smárahvammur 1, sólskáli, endurnýjun
endurnýjun eldri samþykktar fyrir sólskála við gamalt hús sem fallin er úr gildi. Tvívegis var sótt um skála, 2002 og 2012, hér notuð minni útgáfa og því leiðrétt skráningartafla miðað við það.
Frestað gögn ófullnægjandi
12.13. 2206367 - Hringhamar 31-33, framkvæmdaleyfi
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að hefja jarðvinnu ogaðstöðusköpun. Þær framkvæmdir sem unnar eru verða nýttar fyrir komand framkvæmdir.
Skipulagsfulltrúa/bygggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
13. 2206011F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 887
Lagt fram.
13.1. 2205507 - Íshella 1, raunteikning vegna lokaúttektar
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 20.5.2022 inn reyndarteikningar.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.2. 2206217 - Sólvangsvegur 2, Sólvangur, umfangsflokkur 1, djúpgámar
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 13. júní 2022 um leyfi fyrir framkvæmd í umfangsflokki 1 á lóð vegna djúpgáma.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.3. 2204411 - Holtsgata 13, breytingar
Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir um að fá leyfi til þess að fá útgönguhurð út í garð ásamt stiga og palli.
Erindið verður grenndarkynnt þar sem svalirnar fara út fyrir byggingarreit.
13.4. 2206209 - Búðahella 4L, MHL 02, reyndarteikningar
Pétur Ólafsson byggverktak ehf. leggur 13.6.2022 inn reyndarteikningar unnar af Arnari Inga Ingólfssyni dags. 10.6.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.5. 2112192 - Flatahraun 27, breyting innanhús
Furðufiskar ehf. sækja 09.12.2021 um innanhúsbreytingar á fyrstu hæð samkvæmt teikningum Hans-Olavs Andersen dags. 6.12.2021.
Nýjar teikningar bárust 08.06.2022.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.6. 2205508 - Skútahraun 6, breyting
Sigurður Hallgrímsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum vegna búningaaðstöðu.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.7. 2203294 - Miðvangur 111, viðbygging ofan á bílskúr
Jóhanna Bárðardóttir og Ingvar Már Leósson sækja 09.03.2022 um leyfi fyrir viðbyggingu ofaná núverandi bílskúr samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags. 04.03.2022.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.8. 2205370 - Kelduhvammur 24, breyting, umfangsflokkur 2
Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa sækir um breytingu á íbúð 0201. Um er að ræða breytingu á rými í risi, byggja nýjan kvist, svalir og þakglugga.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
13.9. 2206184 - Hádegisskarð 18, breyting á deiliskipulagi
Jóhann Einar Jónsson f.h. lóðarhafa leggur inn tillögu um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit til að nýta betur lóð fyrir ofan húsið.
Erindinu er vísað í grenndarkynningu.
13.10. 2205589 - Hringhamar 31-33, breyting á deiliskipulagi
Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hringhamars 31-33, reitar 27B. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit vegna bílakjallara.
Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
13.11. 2206019 - Brekkuhvammur 10, sólskáli, fyrirspurn
Guðmundur Kristinn Jóhannesson leggur 2.6.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu 21 m2 sólskála við norð-vestur hlið hússins.
Tekið er jákvætt i erindið.
13.12. 2205632 - Móabarð 18, fyrirspurn
Lóðarhafar leggja 26.5.2022 inn fyrirspurn vegna bifreiðastæð fyrir framan hús þar sem nú er grasblettur. Vinstra megin við stíg er óskað eftir tvöföldu bifreiðastæði, en einföldu hægra megin ásamt stækkun á palli sem nú er til staðar þannig hann nái út að lóðarmörkum.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
13.13. 2205259 - Austurgata 33, fyrirspurn
Ásgeir Andri Guðmundsson leggur 8.5.2022 inn fyrirspurn vegna hækkunar á þaki og kvisti. Utanáliggjandi stigi og verönd á norðurhlið. Nýr gluggi á vesturhlið, klæðningarskipti og breytingu á ytra byrði úr plasti í bárujárn.
Tekið er jákvætt i hluta af fyrirspurninni sjá umsögn.
13.14. 2206150 - Arnarhraun 16, fyrirspurn, bílastæði
Lóðarhafar leggja 8.6.2022 inn fyrirspurn vegna fjölgunar bílastæða innan lóðar í samræmi við afstöðumynd frá 1982.
Tekið er jákvætt í að útbúin verði tvö stæði norðaustan við húsið ásamt stæðinu sem fyrir er norðvestan við það.
13.15. 2205615 - Krosseyrarvegur 4, fyrirspurn
Lóðarhafar leggja 24.5.2022 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsið.
Tekið er jákvætt í erindið
13.16. 2203368 - Brekkugata 11, fyrirspurn
Lóðarhafar leggja 14.3.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu anddyris ofan á steypt þrep.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.
13.17. 2206052 - Stapahraun 7, deiliskipulag
Jóhannes Þórðarson fh. lóðarhafa leggur 25.5.2022 inn tillögu að deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir að heimil verði breytt notkun rýmis. verði verslun, skrifstofur og gistirými. Heimilt verði að byggja neyðarstiga á austurgafl ásamt lyftuturni á suðurhlið.
Erindi frestað gögn ófullnægjandi.
13.18. 2206190 - Áshamar 12, deiliskipulagsbreyting
Ásgeir Ásgeirsson f.h lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu á bílakjallara, stofnun lóðar fyrir djúpgáma. Byggingar verða á fjórum til fimm hæðum með möguleika á geymslum í kjallara.
Erindi frestað gögn ófullnægjandi.
13.19. 2206002 - Hringhamar 13-15, umfangsflokkur 2, mhl.04 og 05
Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa sækir 30.5.2022 um byggingarleyfi fyrir mhl. 04 og 05 skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 12.4.2022. Matshluti 04 er 39 íbúða hús og matshluti 05 er djúpgámar. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskylda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 7 hæðir og 24 íbúðir.
Erindi frestað gögn ófullnægjandi.
13.20. 2206149 - Víðistaðatún, stöðuleyfi, Víkingahátið
Jökull Tandri Ámundason fh. Rimmugýgur áhugamannafélag sækir 8.6.2022 um stöðuleyfi á Víðistaðatúni vegna Víkingahátíðar í Hafnarfirði dagana 15-19. júní n.k. Uppsetning fyrir hátíðina fer fram dagana 13-14. júní.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 13- 19. júní en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.
13.21. 2201464 - Straumsvík, rannsóknarboranir, framkvæmdaleyfi
Carbfix ohf. sækir 8.6.2022 um stöðuleyfi vegna uppsetningu á skjálftaneti, skjálftamælum, sem munu mæla skjálftavirknina fyrir niðurdælingu og á meðan tilraunaniðurdælingu stendur.
Stöðuleyfi er veitt vegna uppsetningu á skjálftaneti.
13.22. 2206216 - Skilti - velkomin i skóginn
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sækir 8. júní 2022 um leyfi fyrir uppsetningu þriggja skilta í upplandinu. Skiltin verða við Undirhlíðaskóg ofan Kaldársels, í Seldal og það þriðja á gatnamótum Kaldárselsvegar, gamla Kaldárselsvegar og Kjóadalsvegar.
Afgreiðslufundur veitir umbeðið leyfi.
13.23. 2012443 - Ástjörn, fólkvangur skógarhögg
Borist hefur ábending um að innan friðlandsins sé gámur og ryðgaðar vinnuvélar sem hafa staðið þarna í árabil og eru dæmi um að krakkar hafa verið að meiða sig á þessu.

Skipulags- og byggingarfulltrúar vilja beina því til eigenda þessara muna að fjarlægja þá innan eins mánaðar frá dagsetningu fundarins.
13.24. 2206215 - Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka
Þórhildur Lárentínusardóttir nemandi í kvikmyndatækni við Stúdíó Sýrland, sækir 13.6.2022 um leyfi fyrir afnotum af landi vegna kvikmyndatöku að Hvaleyrarvatni 1. eða 2. júlí í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Eins er óskað eftir afnot af salerni við skátaskálann.

Umbeðið leyfi er veitt með aðgang að útisalernum, en gæta skal að trufla ekki starfsemina í skátaskálanum eða í nágrenni við hann, þar sem hann er í útleigu og nota ekki bílastæðin sem tilheyra skálanum og að svæðið skuli skilið eftir í góðu ástandi.
13.25. 2206218 - Hvannavellir 1, Hamravellir, stöðuleyfi
Hafnarfjarðarbær sækir 13.6.2022 um stöðuleyfi vegna færanlegra kennslustofa við leikskólann Hamravelli.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir færanlegar kennslustofur.
13.26. 2206194 - Strandgata, miðbær, stöðuleyfi matarvagn
Kebabco ehf. sækir 10.6.2022 um stöðuleyfi í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir matarvagn tímabilið 24.6.2022-31.8.2025.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn.
13.27. 2206261 - Víðistaðatún, stöðuleyfi, Hundasýning
Hundaræktarfélag Ísland sækir um stöðuleyfi vegna ræktunarsýningar helgina 20-21. ágúst 2022.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 20-21. ágúst en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta