Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 891

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
13.07.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2204194 - Vikurskarð 5, byggingarleyfi
Hástígur ehf. sækir 12.4.2022 um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Inga Gunnars dagsettar 8.4.2022. Bílskúr fylgir tveimur íbúðum.
Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
2. 2205082 - Vitastígur 6, svalir
Sigmar Svanhólm Magnússon sækir 3.5.2022 um byggingarleyfi fyrir svölum á efri hæð skv. teikningu Ívar Haukssonar dags. 21.10.2021. Nýjar teikningar bárust 4.7.2022.
Erindið sett í grenndarkynningu.
3. 2206014 - Selvogsgata 1, pallur og svalir, umfangsflokkur 1
Kristín Anna Einarsdóttir sækir 1.6.2022 um byggingarheimild vegna palls norðanmegin og svala á vesturhlið.
Erindið sett aftur í grenndarkynningu vegna formsgalla á fyrri grenndarkynningu. Eingöngu er verið að grenndarkynna svalir en pallur samræmist deilskipulagi.
B-hluti skipulagserindi
4. 2205617 - Glimmerskarð 2-6 og 8-12, breyting á deiliskipulagi
Sjónver ehf. lagði 24.5.2022 inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun eigna, auknu byggingarmagni og hækkun á nýtingarhlutfalli. Á afgreiðsufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1.6.2022 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 1. júlí 2022. Athugasemdir bárust.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.
E-hluti frestað
5. 2207013 - Tinnuskarð 5, garðveggir
Arnar Þór Guðmundsson sækir um heimild fyrir stoðveggjum skv. teikningum Róberts Svavarssonar dags. 03.06.2022. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
6. 2207229 - Áshamar 34-40, framkvæmdarleyfi
Gila ehf. sækir 11.7.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
7. 2207220 - Straumhella 6, framkvæmdarleyfi
Mótx ehf. sækir 11.7.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta