FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 441

Haldinn á fjarfundi,
23.04.2021 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Daði Lárusson varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Sviðsstjóri fer yfir stöðuna á sviðinu í ljósi Covid-19.
Sniðmát sveitarfélög 19-04-2021.pdf
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 23.4.2021 - RA.pdf
2. 2001176 - Samvinna eftir skilnað
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar- og húsnæðisteymis mætir á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins Samvinna eftir skilnað.
Fjölskylduráð þakkar Soffíu Ólafsdóttur fyrir góða kynningu á stöðu verkefnisins Samvinna eftir skilnað.
Kynning - Samvinna eftir skilnað (SES).pdf
3. 2009222 - Virkni- og atvinnuátak í Hafnarfirði
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar- og húsnæðisteymis fer yfir minnisblað um stöðu virkni- og atvinnuátaks hjá sveitarfélaginu.
Á fundi fjölskylduráðs þann 11. september sl. var samþykkt að ráða verkefnastjóra til að halda sérstaklega utan um hóp vinnufærra einstaklinga á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu og úthluta þeim störfum við hæfi. Þann 2. nóvember sl. tók Brynjar Örn Svavarsson til starfa sem verkefnastjóri og var gerður sex mánaðar ráðningarsamningur eða til 2. maí 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að samningur við Brynjar verði framlengdur í sex mánuði. Það er ráðrúm til þess innan fjárhagsáætlunar. Mikilvægt að styðja áfram við það verkefni að halda utan um hóp vinnufærra einstaklinga á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu. Einnig hefur annað verkefni, Hefjum störf, bæst við.
Fjölskylduráð 23. apríl 2021.pdf
4. 2104102 - Miðflokkurinn, félagslegt húsnæði, kvartanir, fyrirspurn
Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins varðandi félagslegt húsnæði.
Fulltrúi Miðflokksins þakkar Soffíu Ólafsdóttur á fjölskyldu- og barnamálasviði fyrir skjót svör. Ánægjulegt er að vita að í meginatriðum gangi samskipti leigjanda á vegum Hafnarfjarðarbæjar og nágranna vel. Ekki er óalgengt að haft sé samband við bæjarfulltrúa þegar samskipti eru ekki eins og best verður á kosið og því er gott að geta bent á að ákveðið og skýrt verkferli fari í gang þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.
Mikilvægt er að tekið sé faglega á málum sem þessum þegar ágreiningur kemur upp eins og gengur og gerist í sambýli fólks og tryggja rétt beggja aðila til að koma sínum sjónarmiðum að. Lögð er rík áhersla á að lausnum slíkra mála sé fylgt skilvirkt eftir.
Þá er sérstaklega hvatt til þess að Hafnarfjarðarbær festi kaup á fleiri félagslegum íbúðum eins og meirihlutinn lofaði í upphafi kjörtímabilsins.
Fyrirspurn frá fulltrúa Miðflokksins.pdf
5. 1704017 - Aldraðir, heilsuefling
Samstarfssamningur um heilsueflingarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 í Hafnarfirði - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa.
Á síðasta fundi fjölskylduráðs var ákveðið að óska eftir umsögn frá nýstofnuðu innkauparáði. Eftir nánari skoðun liggur fyrir að um ákveðinn misskilning varðandi hlutverk innkauparáðs var að ræða. Álit lögfræðings bæjarins sem lagt var fram á síðasta fundi varðandi heimildir sviðsins til samninga í samræmi við lög og reglur um opinber innkaup er fullnægjandi.
Fjölskylduráð felur sviðstjóra að ganga til samninga við Janus heilsueflingu um endurnýjun á samningi til tveggja ára.
Minnisblað - útboðsskylda velfþ..pdf
6. 0702054 - Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort
Lagðar fram upplýsingar frá fjármálasviði varðandi tekjuviðmið frístundastyrks eldri borgara.
Frestað.
7. 2006310 - Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs
Lögð fram drög að nýjum reglum Hafnarfjarðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum. Mikilvægt að þessar reglur verði kynntar sem fyrst og birtar á heimasíðu bæjarins.
Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Drög að nýjum reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk.pdf
8. 2103479 - Skjólið, opið hús fyrir heimilislausar konur, styrkbeiðni
Lögð fram umsókn frá Hjálparstarfi Kirkjunnar dags. 16.mars 2021, Skjólið-opið hús fyrir heimilislausar konur.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað Skjólið - opið hús fyrir konur sem eru heimilislausar, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleyfi eða búa við óöruggar aðstæður.
Fjölskylduráð hefur 2.000.000 kr. á fjárhagsáætlun ársins 2021 til að nýta í ýmsa styrki. Höfum við reynt að styrkja ýmis félagsamtök á hverju ári.
Fjölskylduráð samþykkir að veita 300.000 kr. í þetta verkefni.
styrkumsokn.hf.pdf
9. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 11/2021-13/2021.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd velferðarmála nr. 31/2021.
Fundargerðir
10. 2011069 - Félagsleg heimaþjónusta, starfshópur
5. fundur starfshóps um félagslega heimaþjónustu.pdf
11. 1602410 - Fjölmenningarráð
Fundargerð-Fjölmenningarráð-16. mars 2021.pdf
Menningar- og ferðamálanefnd - 367 (002).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta