FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 817

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
25.11.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2009625 - Jólaþorpið 2020
Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2007651 - Reykjavíkurvegur 24, viðbygging
Jón Bjarni Jónsson leggur 24.07.2020 inn umsókn um stækkun á einbýlishúsi (viðbygging). Einnig er sótt um leyfi til að byggja nýtt anddyri og svalir samkvæmt teikningum Runólf Þórs Sigurðssonar dags. 22.06.2020.
Nýjar teikningar bárust 25.8.2020.
Nýjar teikningar bárust 10.11.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2010479 - Hádegisskarð 25, byggingarleyfi
Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 23.11.2020
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður ekki útgefið fyrr en breyting á deiliskipulagi hefur öðlast gildi.
4. 2010623 - Hádegisskarð 25a, byggingarleyfi
Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 23.11.2020
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður ekki útgefið fyrr en breyting á deiliskipulagi hefur öðlast gildi.
5. 2011075 - Hlíðarás 41, tilkynningaskyld framkvæmd, gluggabreyting
Thor Ólafsson sækir þann 4.11.2020 um breytt útlit húsnæðis. Sótt er um leyfi fyrir gluggum í áður óráðstöfuðu rými.
Nýjar teikningar bárust 12.11.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið samræmist gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
B-hluti skipulagserindi
6. 2010622 - Hádegisskarð 25 og 27, deiliskipulagsbreyting
Nýsmíði ehf. sækir 26.10.2020 um deiliskipulagsbreytingu, breytingu á byggingarreit og bílastæði, á Hádegisskarði 25 og 27 samkvæmt uppdrætti Friðriks Ólafssonar dags. 22.10.2020. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.10. sl. var samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynnt var frá 2.11.-7.12.2020. Þann 18.11. sl. barst embættinu samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna. Grenndarkynningu telst því lokið. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
7. 2007299 - Strandgata, fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær sendir þann 24. nóvember sl. fyrirspurn um að setja samskonar hjarta og er á Strandgötu í Hellisgerði.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.
8. 2011331 - Strandgata 9, fyrirspurn
Þann 19.11.2020 leggur Kári Eiríksson arktitekt inn fyrirspurn er varðar Strandgötu 9. Með erindinu fylgir greinargerð ásamt skissum sem gera grein fyrir þeim hugmyndum sem nú eru um uppbyggingu á reitnum.
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
9. 2011140 - Völuskarð 18, fyrirspurn
Jóhann Ögri Elvarsson sendir þann 9.11.2020 inn fyrirspurn er varðar breytingu á deiliskipulagi á lóðinni við Völuskarð 18. Breytingin felst í að byggingarreit er hliðrað til og komið er fyrir einnar hæðar parhúsi á lóðinni. Hvorki er verið að auka byggingarmagn á lóð né hækka hæð húss. Einnig er óskað eftir að skyggni fari út fyrir byggingarreit að framanverðu.
Tekið er jákvætt í erindið.
10. 2011439 - Hringbraut 9, fyrirspurn
Þann 22.11.2020 leggur Björgvin Vilbergsson inn fyrirspurn um breytingu á þaki, hækkun og setja kvisti.
Tekið er neikvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts dags. 24.11.2020.
11. 2011251 - Tjarnarbraut 15, kvistur, fyrirspurn
Lóðarhafar Tjarnarbrautar 15 leggja þann 15.11.2020 inn fyrirspurn um stækkun svala á vesturhlið hússins, stækkun kvists á norðurhlið þess og að sameina tvo þakglugga í einn.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Sjá umsögn arkitekts.
E-hluti frestað
12. 2011203 - Völuskarð 4, byggingarleyfi
Teitur Frímann Jónsson sækir 13.11.2020 um að byggja forsteypt einingarhús samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 11.11.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2011218 - Óseyrarbraut 29a, reyndarteikningar
Bjarni Bjarnason leggur 16.11.2020 inn reyndarteikningar Sigurbjarts Halldórssonar dags. 4.11.2020. Nýjar teikningar bárust 17.11.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 2011382 - Malarskarð 3, byggingarleyfi
Mariusz Solecki og Milena Solecka sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
15. 2011380 - Malarskarð 1, byggingarleyfi
Mladen Tepavcevic og Ana Tepavcevic sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
16. 2011079 - Reykjavíkurvegur 48, stöðuleyfi
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 3.11.2020 um stöðuleyfi að Reykjavíkurvegi 48, vegna flugeldasölu tímabilið 10.12.2019-10.01.2020. Samþykki lóðarhafa er fyrirliggjandi.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.
17. 2011080 - Tjarnarvellir, stöðuleyfi
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 3.11.2020 um stöðuleyfi fyrir 3 stk. af 20 feta gámum sem hýsa flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tímabilið 10.12.2020-10.1.2021.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.
18. 2011469 - Miðvangur 167, dagsektir v. gáms á íbúðarhúsalóð
Eigandi að Miðvangi 167 er með gám á íbúðarhúsalóð, kvartanir hafa borist og eiganda hefur verið sent bréf vegna þessa. Ekki hefur verið brugðist við.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Miðvangs 167 frá og með 10. des 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
19. 2011525 - Álfaskeið 24, óleyfisframkvæmd, dagsektir
Að Álfaskeiði 24 hefur sorpskýli verið staðsett utan lóðar. Eiganda hefur verið send bréf vegna þessa. Ekki hefur verið brugðist við.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Álfaskeiðs 24 frá og með 10. des 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta