|
A-hluti byggingarleyfa |
1. 2009625 - Jólaþorpið 2020 |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
2. 2007651 - Reykjavíkurvegur 24, viðbygging |
Jón Bjarni Jónsson leggur 24.07.2020 inn umsókn um stækkun á einbýlishúsi (viðbygging). Einnig er sótt um leyfi til að byggja nýtt anddyri og svalir samkvæmt teikningum Runólf Þórs Sigurðssonar dags. 22.06.2020. Nýjar teikningar bárust 25.8.2020. Nýjar teikningar bárust 10.11.2020. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
3. 2010479 - Hádegisskarð 25, byggingarleyfi |
Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020. Nýjar teikningar bárust 23.11.2020 |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður ekki útgefið fyrr en breyting á deiliskipulagi hefur öðlast gildi. |
|
|
|
4. 2010623 - Hádegisskarð 25a, byggingarleyfi |
Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020. Nýjar teikningar bárust 23.11.2020 |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður ekki útgefið fyrr en breyting á deiliskipulagi hefur öðlast gildi. |
|
|
|
5. 2011075 - Hlíðarás 41, tilkynningaskyld framkvæmd, gluggabreyting |
Thor Ólafsson sækir þann 4.11.2020 um breytt útlit húsnæðis. Sótt er um leyfi fyrir gluggum í áður óráðstöfuðu rými. Nýjar teikningar bárust 12.11.2020. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið samræmist gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
|
|
|
|
|
B-hluti skipulagserindi |
6. 2010622 - Hádegisskarð 25 og 27, deiliskipulagsbreyting |
Nýsmíði ehf. sækir 26.10.2020 um deiliskipulagsbreytingu, breytingu á byggingarreit og bílastæði, á Hádegisskarði 25 og 27 samkvæmt uppdrætti Friðriks Ólafssonar dags. 22.10.2020. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.10. sl. var samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynnt var frá 2.11.-7.12.2020. Þann 18.11. sl. barst embættinu samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna. Grenndarkynningu telst því lokið. Engar athugasemdir bárust. |
Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög. |
|
|
|
|
D-hluti fyrirspurnir |
7. 2007299 - Strandgata, fyrirspurn |
Hafnarfjarðarbær sendir þann 24. nóvember sl. fyrirspurn um að setja samskonar hjarta og er á Strandgötu í Hellisgerði. |
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. |
|
|
|
8. 2011331 - Strandgata 9, fyrirspurn |
Þann 19.11.2020 leggur Kári Eiríksson arktitekt inn fyrirspurn er varðar Strandgötu 9. Með erindinu fylgir greinargerð ásamt skissum sem gera grein fyrir þeim hugmyndum sem nú eru um uppbyggingu á reitnum. |
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. |
|
|
|
9. 2011140 - Völuskarð 18, fyrirspurn |
Jóhann Ögri Elvarsson sendir þann 9.11.2020 inn fyrirspurn er varðar breytingu á deiliskipulagi á lóðinni við Völuskarð 18. Breytingin felst í að byggingarreit er hliðrað til og komið er fyrir einnar hæðar parhúsi á lóðinni. Hvorki er verið að auka byggingarmagn á lóð né hækka hæð húss. Einnig er óskað eftir að skyggni fari út fyrir byggingarreit að framanverðu. |
Tekið er jákvætt í erindið. |
|
|
|
10. 2011439 - Hringbraut 9, fyrirspurn |
Þann 22.11.2020 leggur Björgvin Vilbergsson inn fyrirspurn um breytingu á þaki, hækkun og setja kvisti. |
Tekið er neikvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts dags. 24.11.2020. |
|
|
|
11. 2011251 - Tjarnarbraut 15, kvistur, fyrirspurn |
Lóðarhafar Tjarnarbrautar 15 leggja þann 15.11.2020 inn fyrirspurn um stækkun svala á vesturhlið hússins, stækkun kvists á norðurhlið þess og að sameina tvo þakglugga í einn. |
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Sjá umsögn arkitekts. |
|
|
|
|
E-hluti frestað |
12. 2011203 - Völuskarð 4, byggingarleyfi |
Teitur Frímann Jónsson sækir 13.11.2020 um að byggja forsteypt einingarhús samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 11.11.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
13. 2011218 - Óseyrarbraut 29a, reyndarteikningar |
Bjarni Bjarnason leggur 16.11.2020 inn reyndarteikningar Sigurbjarts Halldórssonar dags. 4.11.2020. Nýjar teikningar bárust 17.11.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
14. 2011382 - Malarskarð 3, byggingarleyfi |
Mariusz Solecki og Milena Solecka sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
15. 2011380 - Malarskarð 1, byggingarleyfi |
Mladen Tepavcevic og Ana Tepavcevic sækja þann 19.11.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dags. 15.11.2020. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
|
F-hluti önnur mál |
16. 2011079 - Reykjavíkurvegur 48, stöðuleyfi |
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 3.11.2020 um stöðuleyfi að Reykjavíkurvegi 48, vegna flugeldasölu tímabilið 10.12.2019-10.01.2020. Samþykki lóðarhafa er fyrirliggjandi. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. |
|
|
|
17. 2011080 - Tjarnarvellir, stöðuleyfi |
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 3.11.2020 um stöðuleyfi fyrir 3 stk. af 20 feta gámum sem hýsa flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tímabilið 10.12.2020-10.1.2021. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. |
|
|
|
18. 2011469 - Miðvangur 167, dagsektir v. gáms á íbúðarhúsalóð |
Eigandi að Miðvangi 167 er með gám á íbúðarhúsalóð, kvartanir hafa borist og eiganda hefur verið sent bréf vegna þessa. Ekki hefur verið brugðist við. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Miðvangs 167 frá og með 10. des 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
19. 2011525 - Álfaskeið 24, óleyfisframkvæmd, dagsektir |
Að Álfaskeiði 24 hefur sorpskýli verið staðsett utan lóðar. Eiganda hefur verið send bréf vegna þessa. Ekki hefur verið brugðist við. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Álfaskeiðs 24 frá og með 10. des 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|