FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 829

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
24.03.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2102355 - Einhella 3, breyting rými 0107
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi efri hæðar, rými 0107.
Nýjar teikningar bárust 18.03.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir
2. 2010254 - Miðvangur 129, tilkynningarskyld framkvæmd
Atli Rúnar Óskarsson og Guðrún Ósk Bergþórsdóttir sækja þann 09.10.2020 um breytingu eignar skv. gildandi uppdrætti. Umsækjendur verða með svalir en vilja hafa svalalokun til að fyrirbyggja lekavandræði. Samþykki húseigenda á Miðvangi 123-133 barst 24.3.2021.
Nýjar teikningar bárust 20.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 27.10.2020.
Nýjar teikningar bárust 24.11.2020.
Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.
D-hluti fyrirspurnir
3. 2103350 - Malarskarð 18, fyrirspurn
Þann 12. mars sl. leggur Róbert Svavarsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingum er ná til lóðarinnar við Malarskarð 18. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður.
Tekið er jákvætt í erindið, leggja þarf inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
4. 2103613 - Sléttuhlíð B3, fyrirspurn
Þann 23.03 leggur Jóna Guðrún Jóhannsdóttir inn fyrispurn vegna þakhalla sumarbústaða í Sléttuhlíð.
í bréfi dags. 4. júní sl. óskaði félag sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð eftir að gerðar yrðu breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. yrði gerð breyting á þakhalla. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22. september sl. var erindið tekið fyrir og óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins. Á fundi skipulags-og byggingarráðs þann 6. október sl var umrædd umsögn lögð fram og kom fram að verulegir vankantar væru á að teikningum hafi verið skilað inn fyrir sumarhús í Sléttuhlíð einnig kom fram að ekki sé ljóst hvernig staðið sé að skolpmálum á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram gögn um stöðu samþykktra byggingarnefndarteikninga svo og ástands á fráveitu/rotþróm í Sléttuhlíð. Afgreiðslu erindis var frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir.
Þar sem breyting á þakhalla kallar á breytt deiliskipulag og með vísun í bókun ráðsins er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.
E-hluti frestað
5. 2103568 - Efstahlíð 7, byggingarleyfi
Þórir Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu óupphitaðrar sólstofu skv. teikningum Þóris Guðmundssonar.
Aðalbyggingarefni er timbur gler og járn.
Frestað gögn ófullnægjandi.
6. 2103455 - Dofrahella 2, breyting skamkvæmt eignaskiptayfirlýsingu auk breytingar á kaffistofu
Kytra ehf sækir 16.03.2021 um breytingu skv. eignaskiptayfirlýsingu auk breytingu á kaffistofu samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 09.02.2021.
Erindi frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta